Afmæliskylfingur dagsins: Björg Traustadóttir – 29. maí 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Björg Traustadóttir, í Golfklúbbi Ólafsfjarðar (GÓ). Björg á afmæli 29. maí 1965 og er því 47 ára í dag. Björg er klúbbmeistari Golfklúbbs Ólafsfjarðar 2011 og sigraði auk þess í 1. flokki þ.e. forgjafarflokki 0-14 á Opna Lancôme mótinu 2012 á Hellu nú fyrr í mánuðnum. Björg er gift og á 3 börn. Sjá má nýlegt viðtal Gofl 1 við klúbbmeistara Ólafsfjarðar (Björgu) með því að smella HÉR: Komast má af facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér: Björg Trausta (47 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Patrick Joseph Skerritt, f. 29. maí 1926 – d. 21. nóvember Lesa meira
Er slæmu gengi Rory McIlroy í golfinu að undanförnu Caroline að kenna?
Í golffréttamiðlum hefir mikið verið spáð og spekúlerað hvað valdið geti slæmu gengi Rory McIlory á golfvellinum upp á síðkastið. Hann er nú dottinn af hásæti sínu, sem nr. 1 á heimslistanum þessa vikuna niður í 2. sætið og hefir Luke Donald heldur betur náð að auka bilið milli þeirra eftir sigurinn í Wentworth Club í Surrey, á Englandi nú um helgina… þar sem Rory náði ekki einu sinni niðurskurði, heldur komst auk þess aðeins í fréttirnar fyrir að slá á áhorfanda og vera með kylfukast á andartaki vonbrigða og gremju á BMW PGA Championship. Nú þegar bakslag er komið í leik Rory er hann dreginn upp úr háði á Lesa meira
Viðtalið: Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG
Meðal keppendanna 26 í kvennaflokki á Örninn golfverslun 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar var Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG og var hún næstyngst kvennanna, sem þátt tóku eða 15 ára. Um síðustu helgi sigraði Gunnhildur í sínum aldursflokki 15-16 ára á Unglingamótaröð Arion banka á Garðavelli upp á Akranesi. Hér er því á ferðinni ungur og efnilegur kylfingur. Hér fer viðtalið: Fullt nafn: Gunnhildur Kristjánsdóttir. Klúbbur: GKG. Hvar og hvenær fæddistu? Ég fæddist í Reykjavík, 9. nóvember 1996. Hvar ertu alin upp? Ég er alin upp í Kópavogi. Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Ég bý með foreldrum mínum og eldri bróður mínum. Við erum öll í golfi. Hvenær byrjaðir þú Lesa meira
Hlynur Geir Hjartarson varð í 3. sæti á 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar 2012 – Viðtal
Hlynur Geir Hjartarson, golfkennari, fararstjóri og framkvæmdastjóri Golfklúbbs Selfoss tók þátt í 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar nú um helgina og hafnaði í 3. sæti. Hann var samtals á +2 yfir pari þ.e. 146 höggum (75 71) og varð sem segir í 3. sæti í karlaflokki og 4. sæti yfir mótið í heild af 121, sem luku keppni. Á betri hring sínum (þeim sem ekki var spilaður í roki) fékk Hlynur 3 skolla á 3. (Bergvíkina), 12. og 13. brautina en fór síðan í fuglagírinn á síðustu 5 holunum þar sem hann fékk 4 fugla (á 14., 15., 16. og 18. holunum). Glæsilegt hjá Hlyn Geir, sem er störfum hlaðinn hjá GOS og Lesa meira
Guðrún Brá var ein af 11 sem spiluðu undir pari á 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar! Viðtal
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, í Golfklúbbnum Keili, varð í 2. sæti á Örninn golfverslun, 1. móti Eimskips- mótaraðarinnar. Guðrún Brá lauk keppni á +5 yfir pari, 149 höggum (79 70). Seinni hringurinn var mun betri og eins og með svo marga hefði verið gaman að sjá hvert skor Guðrúnar Brá hefði verið, ef veður hefði verið gott báða keppnisdagana. Á seinni hringnum, í gær, fékk Guðrún Brá 3 fugla (á 1., 3. (Bergvíkina!!!) og 14. braut) og skolla á 10. braut og kom inn á 70 glæsihöggum, -2 undir pari. Við það varð Guðrún Brá ein af aðeins 11 keppendum mótsins (af 121 sem lauk keppni) sem spiluðu Leiruna undir pari Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Anne Mette Stokvad Kokholm – 28. maí 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Anne Mette Stokvad Kokholm. Anne Mette er fædd 28. maí 1949 og því 63 ára í dag. Anne Mette var meistari GOB í golfi á árunum 1992-1995 og 2000. Eins var hún Jótlandsmeistari kvenna í körfu 1970-1973 og í danska landsliðinu 1971-1972. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með daginn: Anne-Mette Stokvad Kokholm (63 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Bob Shearer, 28. maí 1948 (64 ára); Shelley Hamlin, 28. maí 1949 (63 ára); Michael Charles Brisky, 28. maí 1965 (47 ára); Jeff Gove, 28. maí 1971 (41 árs); Denise Booker (40 ára stórafmæli!!!) ….. og Lesa meira
Mesta eftirsjá stórkylfinga: (10. grein af 20) Doug Sanders
Þetta er eitt af frægustu púttum sem farið hafa forgörðum. Doug Sanders átti eftir 1 meters pútt til að sigra Opna breska 1970 á St. Andrews. En hann brenndi af. Og hvað eru margir sem muna eftir Doug Sanders í dag? Það er engin spurning hver er stærsta eftirsjá lífsins, gefum Doug Sanders orðið: „Mér finnst eins og það hafi gerst í gær (en ekki fyrir 42 árum). Að missa þetta pútt kostaði mig $200 milljónir, kannski meira. Ég gæti hafa verið kominn með stærstu fatalínu í heimi. Ég gæti hafa hannað golfvelli. En vegna þess að ég missti þetta pútt, lenti ég í umspili við [Jack] Nicklaus, sem ég Lesa meira
Einar Haukur fór holu í höggi á 13. braut Leirunnar á 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar
Einar Haukur Óskarsson, GK, fór holu í höggi á 13. braut á Örninn golfverslun, 1. móti Eimskipsmótaraðarinar í gær. Einar Haukur notaði 4-járn og boltinn flaug inn á flöt, rúllaði örstutt og fór ofan í holu við mikil fagnaðarlæti þeirra er á horfðu. Golf 1 óskar Einari Hauki til hamingju með draumahöggið! Einar Haukur varð í 4.-5. sæti í mótinu; spilaði Leiruna á +3 yfir pari, 147 höggum (76 71). Góð byrjun á sumrinu hjá Einari Hauk!!!
Guðmundur Ágúst Kristjánsson spilaði á 66 glæsihöggum og varð í 2. sæti á 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar 2012
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, barðist vel á seinni hring á Örninn golfverslun, 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar og varð í 2. sæti í mótinu aðeins 2 höggum á eftir Birgi Leif Hafþórssyni, sem sigraði á samtals -4 undir pari. Samtals var Guðmundur Ágúst á -2 undir pari, samtals 142 höggum (76 66) og hefði verið gaman að sjá hvað hann hefði gert hefði hann ekki þurft að spila í rokinu fyrri daginn. Guðmundur Ágúst var á besta skori allra keppenda, 66 höggum, í mótinu og náði því skori seinni keppnisdag, þ.e. í gær. Á hringnum góða fékk Guðmundur Ágúst 8 fugla og 2 skolla. Fuglarnir komu á 1., 2., 5. og 8. Lesa meira
PGA: Zach Johnson vann á Crowne Plaza Invitational – hápunktar og högg 4. dags
Það var Bandaríkjamaðurinn Zach Johnson, sem sigraði á Crowne Plaza Invitational. Samtals spilaði Zach á -12 undir pari, samtals 268 höggum (64 67 65 72). Í 2. sæti varð Jason Dufner aðeins höggi á eftir Johnson þ.e. á -11 undir pari, samtals 269 höggum (65 64 66 74). Hringurinn var algerlega „úr sinki“ við gott gengi Dufner dagana þar áður og munaði t.a.m. 10 höggum á lokahringnum og lægsta skori Dufner á 2. degi. Þeir Zach Johnson og Jason Dufner höfðu nokkra yfirburði á aðra keppendur – sá sem varð í 3. sæti Tommy Gainey var á -7 undir pari og Jim Furyk sem var í 4. sæti var á Lesa meira









