Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2012 | 10:45

PGA: Zach Johnson vann á Crowne Plaza Invitational – hápunktar og högg 4. dags

Það var Bandaríkjamaðurinn Zach Johnson, sem sigraði á Crowne Plaza Invitational.

Samtals spilaði Zach á -12 undir pari, samtals 268 höggum (64 67 65 72).

Í 2. sæti varð Jason Dufner aðeins höggi á eftir Johnson þ.e. á -11 undir pari, samtals 269 höggum (65 64 66 74).  Hringurinn var algerlega „úr sinki“ við gott gengi Dufner dagana þar áður og munaði t.a.m. 10 höggum á lokahringnum og lægsta skori Dufner á 2. degi.

Þeir Zach Johnson og Jason Dufner höfðu nokkra yfirburði á aðra keppendur – sá sem varð í 3. sæti Tommy Gainey var á -7 undir pari og Jim Furyk sem var í 4. sæti var á -6 undir pari.

Loks deildu 5 kylfingar  5. sæti þ.á.m. Rickie Fowler á samtals -5 undir pari, hver.

Til þess að sjá úrslitin í heild á Crowne Plaza Invitational smellið HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Crowne Plaza Invitational smellið HÉR:

Til þess að sjá högg 4. dags á Crowne Plaza Invitational, sem Rickie Fowler átti smellið HÉR: