Myndasería úr Örninn golfverslun 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar 2012 – 2. dagur
Seinni partinn í dag lauk Örninn golfverslun 1. móti á Eimskipsmótaröðinni 2012. Sigurvegari mótsins var Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, á samtals -4 undir pari vallar í karlaflokki og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, í kvennaflokki á +1 yfir pari vallar. Mótið var stytt úr hefðbundnu 54 holu móti í 36 holu mót vegna miklis hvassviðris fyrsta daginn, sem framhald varð á að nokkru fyrri dag 36 holu mótsins en lokadaginn í dag var veður skaplegra og skor þátttakenda í samræmi við það. Margir lækkuðu skorið um fjölda högga milli hringja, allt að 15 högg sáust dæmi um og segir það margt um hversu mikilvægur þáttur gott veður er í golfleik. Sjá Lesa meira
Eimskipsmótaröðin (1) hjá GS – seinni dagur – 27. maí 2012
Birgir Leifur sigraði á 1. móti Eimskips- mótaraðarinnar – var á 68 glæsilegum höggum!!!
Það var Birgir Leifur Hafþórsson, sem sigraði á Örninn golfverslun, 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar 2012. Hann spilaði á 68 höggum í dag -4 undir pari og var líka samtals á -4 undir pari, þar sem hann spilaði á sléttu pari í rokinu í gær. Samtals spilaði Birgir Leifur á 140 höggum (72 68). Birgir Leifur var á besta skori allra sem þátt tóku. Birgir Leifur Hafþórsson slær á teighöggið í Bergvíkinni í dag. Mynd: Golf 1 Í 2. sæti varð Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, kom í hús á 66 glæsihöggum! Guðmundur var á samtals -2 undir pari, samtals 142 höggum (76 66). Birgir Leifur og Guðmundur voru þeir einu sem spiluðu Lesa meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sigraði í kvenna- flokki á 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar – Spilaði á -3 undir pari – 69 höggum!!!
Það var Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, sem sigraði í Örninn golfverslun mótinu, 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar í dag í kvennaflokki – kom í hús á glæsilegum 69 höggum! Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, sigurvegari á 1. stigamóti Eimskipsmótaraðarinar í Leirunni í dag. Mynd: Golf 1 Samtals spilaði Ólafía Þórunn á +1 yfir pari, samtals 145 höggum (76 69). Með skori sínu upp á 69 högg jafnaði Ólafía Þórunn vallarmet Tinnu Jóhannsdóttur, GK og eiga þær nú saman vallarmetið í Leirunni af bláum. Ólafía var jafnframt á 3. besta skorinu (hvort heldur í karla eða kvennaflokki) af þeim 121, sem luku keppni í dag. Guðrún Brá slær æfingasveiflu í dag á 1. teig. Mynd: Lesa meira
Anne-Lise Caudal sigraði á Uni Credit German Ladies Open
Það var franska stúlkan Anne-Lise Caudal, sem sigraði á Uni Credit German Ladies Open golfmótinu í dag eftir umspil við ensku golfdrottninguna Lauru Davies. Báðar voru jafnar að loknu 72 holu spili og því kom til umspils, þar sem Caudal sigraði strax á fyrstu holu fékk fugl meðan Laura Davies varð að láta sér lynda par og 2. sætið í mótinu. Í mótinu spiluðu bæði Anne Lise Caudal og Laura Davies á samtals -13 undir pari 275 höggum; Caudal (74 67 67 67) og Davies (69 71 68 67). Fyrir sigurinn fær Anne-Lise Caudal glæsilega Audi-bifreið en þýski bílarisinn Audi er styrktaraðili mótsins. Jafnframt hlýtur Anne-Lise Caudal € 52.500 (rúmlega Lesa meira
Evróputúrinn: Luke Donald sigraði á BMW PGA Championship
Það fer svo að Luke Donald endurheimtir 1. sætið á heimslistanum n.k. mánudag. Hann sigraði nefnilega á BMW PGA Championship – kom inn á 68 höggum í dag og spilaði samtals á -15 undir pari, 273 höggum (68 68 69 68)!!! Í dag fékk Luke 5 fugla og 1 skolla. Í 2. sæti 4 höggum á eftir Luke Donald urðu Skotinn Paul Lawrie og Englendingurinn Justin Rose. Þeir spiluðu báðir á samtals á -11 undir pari, 277 höggum ; Lawrie (69 71 71 66) og Rose (67 71 69 70). Til þess að sjá úrslitin á BMW PGA Championship smellið HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Sam Snead – 27. maí 2012
Afmæliskylfingur dagsins er einn besti kylfingur allra tíma …. Sam Snead. Sam fæddist 27. maí 1912 og hefði því orðið 100 ára í dag. Hann dó 23. maí 2002 þ.e. fyrir rúmum 10 árum. Sam Snead vann 82 mót á PGA Tour þ.á.m. risamót 7 sinnum. Hins vegar tókst honum aldrei að sigra á Opna bandaríska þó hann hafi landað 2. sætinu 4 sinnum. Á sínum tíma var Snead uppnefndur „Slammin Sammy“ vegna mikillar högglengdar sinnar. Snead er höfundar margra gullperlna í orðatiltækjum, er tengdust golfi t.a.m. „Hafðu tölu á krónum og aurum, haltu þér frá whiskey og gefðu aldrei pútt.“ Hann var vígður í frægðarhöll kylfinga 1974. Loks hlaut Lesa meira
Mesta eftirsjá stórkylfinga: (9. grein af 20) Nick Faldo
Þessi 54 ára enski kylfingur hefir sigrað 3 Masters titla og 3 Opin bresk risamót og á jafnframt að baki sér 3 hjónabönd. Hann starfar nú sem golffréttaskýrandi í bresku sjónvarpi. Skyldi hann sjá eftir einhverju á ferlinum? Nick Faldo: „Það atvik sem ég sé eftir er höggið af 15. teig á Royal St. George á Opna breska 2003. Fyrir mótið, með 4. barnið (Emmu) á leiðinni, fannst mér ég ekki hafa verið að spila vel. Ég hugsaði að ef ég gæti sigrað aftur gæti ég dregið mig í hlé og hætt á toppnum. Ég er á 17. braut á föstudeginum og slá frábært högg með 5-járninu og setti niður fugl Lesa meira
LET: Tríóið Lindberg, Arthur og Hudson deilir forystunni fyrir lokadaginn í München
Það eru sænska stúlkan Pernilla Lindberg, hin ástralska Bree Arthur og breska stúlkan Rebecca Hudson, sem eru efstar og jafnar fyrir lokadag Uni Credit Ladies German Open í München. Allar eru þær búnar að spila á samtals -10 undir pari, 210 höggum fyrir lokadag Uni Credit Ladies German Open sem styrkt er af Audi eftir hlýjan en fremur vindasaman 3. hring á Golfpark Gut Häusern. Annað tríó deilir 4. sæti en það er samsett af þeim Söndru Gal, Lauru Davies og Anne-Lise Caudal og er 2 höggum á eftir forystukonunum. Ástralska stúlkan Bree Arthur átti glæsihring í gær upp á 65 högg, en á skorkorti hennar voru m.a. 6 fuglar, skolli og örn Lesa meira
PGA: Jason Dufner og Zach Johnson efstir fyrir lokadag Crowne Plaza Invitational – hápunktar og högg 3. dags
Það eru þeir Jason Dufner og Zach Johnson sem eru efstir á Crowne Plaza Invitational í Colonial CC í Fort Worth, Texas. Dufner leiðir er búinn að spila á -15 undir pari samtals 195 höggum (65 64 66) og Johnson er á hælunum á honum 1 höggi á eftir á samtals -14 undir pari, 196 höggum (64 67 65). Í 3. sæti er Tom Gillis þó nokkuð á eftir Dufner og Johnson þ.e. á -7 undir pari og í því 4. Bo Van Pelt á -6 undir pari. Fimmta sætinu deila síðan nýliðinn John Huh og Ryan Palmer, báðir á samtals -5 undir pari, hvor. Telja verður nokkuð víst að þetta verði Lesa meira









