Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2012 | 14:00

Einar Haukur fór holu í höggi á 13. braut Leirunnar á 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar

Einar Haukur Óskarsson, GK, fór holu í höggi á 13. braut á Örninn golfverslun, 1. móti Eimskipsmótaraðarinar í gær.

Einar Haukur notaði 4-járn og boltinn flaug inn á flöt, rúllaði örstutt og fór ofan í holu við mikil fagnaðarlæti þeirra er á horfðu.

Golf 1 óskar Einari Hauki til hamingju með draumahöggið!

Einar Haukur varð í 4.-5. sæti í mótinu; spilaði Leiruna á +3 yfir pari, 147 höggum (76 71).

Góð byrjun á sumrinu hjá Einari Hauk!!!