Mesta eftirsjá stórkylfinga (12. grein af 20): Martin Kaymer
Flestallir kannast orðið við þýska kylfinginn Martin Kaymer, en hann vann PGA Championship risamótið 2010 og var um stutt skeið nr. 1 á heimslistanum. Eitthvað er lukkan farin að síga hjá Kaymer, en hann er dottinn af topp-10 á heimslistanum í þessari viku niður í 11. sætið. Eftirsjá? Gefum Kaymer orðið: „Ætli það hafi ekki verið fyrsta skiptið mitt á Masters [2008]. Ég var inni á flöt á 15. í tveimur höggum en chippaði úr þeirri legu yfir green-ið og í vatnið. Ég var kominn upp á flöt í 5 höggum, tvípúttaði og lokaskorið mitt var svört 7-a. Ég komst ekki í gegnum niðurskurð og það munaði 1 höggi. Ég mun Lesa meira
Darren Clarke verður meðal þátttakenda á Opna írska
Í gær voru golffréttamiðlarnir yfirfullir af fréttum um að meiðsl í nára hefðu komið í veg fyrir að sigurvegari Opna breska 2011, Darren Clarke, tæki þátt í Opna bandaríska, sem hefst eftir 3 vikur. Clarke sem býr í Portrush á Norður-Írlandi og er heiðursfélagi í einum flottasta klúbbi þar í landi, Royal Portrush, ætlar samt ekki að taka sér lengra frí en 4 vikna til þess að fá sig góðan af meiðslunum í nára, sem blossuðu upp á BMW PGA Championship í Wentworth, nú um helgina. Í dag tilkynnti hann nefnilega að hann yrði með á Opna írska, sem fram fer eftir rúmar 4 vikur og hefst fimmtudaginn 28. júní 2012. Um Lesa meira
Viðtal GSÍ við Úlfar Jónsson landsliðsþjálfara um kylfubera
Nokkur umræða hefur verið um kylfubera í Arion banka mótaröðinni, en þjálfarar sannmæltust um að vera með þau tilmæli til unglinga í flokkum 15-18 ára að vera ekki með kylfubera í þessum mótum. Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari sendi út þau tilmæli til unglinga í afrekshópi GSÍ að vera ekki með kylfubera. Að sama skapi voru send skilaboð til allra þjálfara að þau kæmu þessum skilaboðum áleiðis til allra annarra sem kepptu í þessum flokkum. Nú að loknu fyrsta stigamóti unglinga á Akranesi, lék okkur á golf.is forvitni að vita hvernig tekist hefði og hvort allir hefðu farið að tilmælum og spurðum Úlfar út í þessi mál. Almennt séð fóru kylfingar eftir þessum tilmælum og Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Jocelyne Bourassa – 30. maí 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Jocelyne Bourassa. Jocelyne fæddist í Shawinigan í Quebec, Kanada 30. maí 1947 og er því 65 ára í dag. Hún átti frábæran áhugamannaferil vann á unglingamótum í Quebec, 1963, 1964 og 1965 og einnig sigraði hún á Canadian Women´s Amateur. Hún var kanadískur meistari 1971 og gerðist síðan atvinnumaður í golfi fyrir nákvæmlega 40 árum síðan þ.e. 1972. Jocelyne Bourassa. Bourassa nam íþróttafræði við Université de Montréal þar sem hún lagði m.a. stund á og var í blak-, körfubolta- og skíðaliði skólans og að auki í liði skólans í frjálsum. Bourassa spilaði á LPGA á árunum 1972-1979 og var m.a. valin nýliði ársins á LPGA fyrir 40 árum Lesa meira
Kelly Tidy sigrar stærstu áhugakvenkylfingamótin
Ladies British Open Amateur var fyrst haldið 1893 á Bretlandi og er eitt elsta kvennagolfmótið. Fyrstu 2 dagana fer fram höggleikur og eftir annan daginn er skorið niður og halda 64 efstu kvenkylfingarnir áfram í holukeppni. Árið 2008 sigraði hin sænska Anna Nordqvist samlöndu sína og fyrrum félaga Eyglóar Myrru Óskarsdóttur í Oklahoma State University, Caroline Hedwall. Árið 2009 sigraði spænski kvenkylfingurinn Azahara Muñoz, mótið og árið þar á eftir, 2010 enski kylfingurinn Kelly Tidy, sem ekki margir kannast við. Kelly Tidy Árið góða 2010, sigraði Kelly Tidy Kellsey MacDonald, 2 & 1, í úrslita 18-holu keppninni í Ganton Golf Club í England. Með sigrinum á Ladies British Open ávann Kelly Lesa meira
Tiger Woods hélt „netfund“ með aðdáendum fyrir Memorial mótið
Í Dublin, Ohio nánar tiltekið The Muirfield Village Golf Club fer nú í vikunni fram The Memorial mót Jack Nicklaus. Venja er að kylfingar haldi blaðamannafundi fyrir mót, en Tiger hefir kosið að sleppa því í 2 skipti nú, en hefir þess í stað tekið upp á því að tala við aðdáendur í gegnum netið og svara spurningum þeirra þar í hálftíma eða svo. Og þannig var það í gær. Tiger kom sér fyrir í þægilegum rauðum sófa og blandaði geði við nokkra valda aðdáendur á netinu sem spurðu hann um allt milli himins og jarðar m.a. allt frá því hvers vegna hann væri núorðið alltaf í hvítum golfskóm, til Lesa meira
Viðtalið: Bjarki Pétursson, GB
Bjarki Pétursson í Golfklúbbi Borgarness var valinn efnilegasti kylfingur Íslands í lokahófi GSÍ 10. september 2011. Seinna á árinu var Bjarki síðan valinn Íþróttamaður Borgarness 2011. Enda er ferill Bjarka frábær: Hann varð Íslandsmeistari unglinga 17-18 ára í höggleik (á Grafarholtsvelli í Reykjavík); hann varð Íslandsmeistari unglinga 17-18 ára í holukeppni (á heimavelli sínum, Hamarsvelli í Borgarnesi); hann varð stigameistari á Unglingamótaröð Arion banka 2011 í flokki 17-18 ára pilta. Bjarki er klúbbmeistari GB, 2009-2011 óslitið. Eins tók hann þátt í Duke of York unglingamóti á Hoylake golfvellinum hjá Royal Liverpool golfklúbbnum, en þar tóku þátt landsmeistarar frá 31 landi. Bjarki varð í 16. sæti sem var frábær árangur, því Lesa meira
Fred Couples og Nick Price verða fyrirliðar í Forsetabikarnum 2013
Fred Couples verður fyrirliði bandaríska liðsins í Forsetabikarnum 3. árið í röð. Fred mætir nýjum fyrirliða í Alþjóðaliðinu, sem kemur til með að reyna að hafa betur gegn liði hans. Nick Price frá Zimbabwe, sem sigraði hefir á risamótum þrívegis er nýr fyrirliði Alþjóðaliðsins 2013. Hann tekur við af Greg Norman, sem hefir verið fyrirliði Alþjóðaliðsins síðastliðin tvö skipti. Fred Couples er ásamt Jack Nicklaus sá eini sem gegnt hefir fyrirliðastöðunni þrisvar sinnum. Bandaríkjamenn hafa unnið Forsetabikarinn í bæði skiptin, sem Fred hefir verið fyrirliði, þ.á.m. á síðast ári á Royal Melbourne. Nick Price spilaði 5 sinnum í Forsetabikarnum, sem er mesta leikreynsla fyrirliða í Forsetabikarnum, í báðum liðum. Síðasta Lesa meira
Systkini á Eimskipsmótaröðinni
Golf er íþrótt sem heilu fjölskyldurnar geta stundað og stunda og því kemur ekki á óvart að fjölskyldumeðlimir hjálpa hver öðrum að þegar einn úr fjölskyldunni er að keppa í móti. Það sama gildir að sjálfsögðu þegar keppt er á Eimskipsmótaröðinni. Hver er þessi 14 ára stelpa, sem prýðir forsíðumynd fréttarinnar kunna einhverjir að spyrja? Jú, þetta er Eva Karen Björnsdóttir, GR, sem var kylfuberi bróður síns, klúbbmeistara GR, 2011, Andra Þórs Björnssonar, á 2. degi Örninn Golfverslun 1. mótinu á Eimskipsmótaröðinni, 27. maí 2012. Eva Karen dró deginum þar áður í rokinu fyrir vinkonu sína Ragnhildi Kristinsdóttur, GR, 14 ára, en Ragnhildur var næstyngsti þátttakandinn í mótinu, aðeins Óðinn Þór Lesa meira
Mesta eftirsjá stórkylfinga (11. grein af 20): Ian Woosnam – Myndskeið
Wee Woosie frá Wales er 54 ára og fyrrum nr. 1 á heimslistanum. Hann var m.a. sigurvegari á the Masters 1991 og man eftir einu andartaki, sem enn svíður þegar hann hugsar til þess. Það var við það tækifæri, sem kaddýinn hans sagði þessi orð: „You’re going to go ballistic.“ (lausleg þýðing: „Þú átt eftir að verða brjálaður!!!“) Gefum Ian Woosnam orðið: Mesta eftirsjáin? „Ég þarf ekki einu sinni að hugsa um þetta. Ef ég hefði bara litið í pokann fyrir lokahring Opna breska 2001 á Royal Lytham. Ef ég hefði bara gert það, hefði ég tekið eftir aukadrævernum í settinu. Ég var óheppinn að fyrsta brautin er par-3 og ég Lesa meira










