
Guðmundur Ágúst Kristjánsson spilaði á 66 glæsihöggum og varð í 2. sæti á 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar 2012
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, barðist vel á seinni hring á Örninn golfverslun, 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar og varð í 2. sæti í mótinu aðeins 2 höggum á eftir Birgi Leif Hafþórssyni, sem sigraði á samtals -4 undir pari. Samtals var Guðmundur Ágúst á -2 undir pari, samtals 142 höggum (76 66) og hefði verið gaman að sjá hvað hann hefði gert hefði hann ekki þurft að spila í rokinu fyrri daginn.
Guðmundur Ágúst var á besta skori allra keppenda, 66 höggum, í mótinu og náði því skori seinni keppnisdag, þ.e. í gær. Á hringnum góða fékk Guðmundur Ágúst 8 fugla og 2 skolla. Fuglarnir komu á 1., 2., 5. og 8. braut á fyrri 9 og báðir skollar Guðmundur Ágúst komu einnig á fyrri 9, þ.e. á 3. braut (Bergvíkinni) og 7. braut, en þess mætti geta að pinnastaðsetning eins og hún var í gær á 7. gerist varla erfiðari og skolli þar flott skor.
Guðmundur Ágúst hreinlega blómstraði á seinni 9. Þar spilaði hann skollafrítt, fékk m.a. 3 fugla í röð (14., 15. og 16. braut) auk þess, sem munaði minnstu að hann fengi örn á 18. braut, en varð að sætta sig við fugl.
Púttin voru sterkasta hlið Guðmundar Ágúst í gær, en hann var aðeins með 26 pútt á hringnum í gær.
Glæsileg frammistaða hjá Guðmundi Ágúst og frábær byrjun á sumrinu!!!
- ágúst. 9. 2022 | 14:00 Ágúst Ársælsson klúbbmeistari í Svíþjóð
- ágúst. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2022
- ágúst. 8. 2022 | 08:00 Evróputúrinn: Callum Shinkwin sigraði á Cazoo Open
- ágúst. 7. 2022 | 20:00 AIG Women’s Open 2022: Ashleigh Buhai sigraði!!!
- ágúst. 7. 2022 | 17:30 Íslandsmótið 2022: Kristján Þór og Perla Sól Íslandsmeistarar 2022!!!
- ágúst. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2022
- ágúst. 7. 2022 | 15:15 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-3 og Bjarki T-35 á Vierumäki Finnish Challenge
- ágúst. 7. 2022 | 14:50 Íslandsmótið 2022: Perla Sól og Kristján Þór leiða eftir 3. dag
- ágúst. 7. 2022 | 14:30 Íslandsmótið 2022: Lokatilraun til að spila 4. hring verður gerð kl. 16:30
- ágúst. 6. 2022 | 22:00 Íslandsmótið 2022: Hulda Clara og Sigurður Bjarki jöfnuðu vallarmetin á Vestmannaeyjavelli
- ágúst. 6. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (31/2022)
- ágúst. 6. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Doug Ford, Pétur Steinar Jóhannesson og Michel Besancenay – 6. ágúst 2022
- ágúst. 5. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gylfi Rútsson – 5. ágúst 2022
- ágúst. 4. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hjörtur Þór Unnarsson – 4. ágúst 2022
- ágúst. 4. 2022 | 14:00 Forsetabikarinn 2022: Davis Love III útnefnir Simpson og Stricker sem varafyrirliða