Guðmundur Ágúst Kristjánsson spilaði á 66 glæsihöggum og varð í 2. sæti á 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar 2012
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, barðist vel á seinni hring á Örninn golfverslun, 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar og varð í 2. sæti í mótinu aðeins 2 höggum á eftir Birgi Leif Hafþórssyni, sem sigraði á samtals -4 undir pari. Samtals var Guðmundur Ágúst á -2 undir pari, samtals 142 höggum (76 66) og hefði verið gaman að sjá hvað hann hefði gert hefði hann ekki þurft að spila í rokinu fyrri daginn.
Guðmundur Ágúst var á besta skori allra keppenda, 66 höggum, í mótinu og náði því skori seinni keppnisdag, þ.e. í gær. Á hringnum góða fékk Guðmundur Ágúst 8 fugla og 2 skolla. Fuglarnir komu á 1., 2., 5. og 8. braut á fyrri 9 og báðir skollar Guðmundur Ágúst komu einnig á fyrri 9, þ.e. á 3. braut (Bergvíkinni) og 7. braut, en þess mætti geta að pinnastaðsetning eins og hún var í gær á 7. gerist varla erfiðari og skolli þar flott skor.
Guðmundur Ágúst hreinlega blómstraði á seinni 9. Þar spilaði hann skollafrítt, fékk m.a. 3 fugla í röð (14., 15. og 16. braut) auk þess, sem munaði minnstu að hann fengi örn á 18. braut, en varð að sætta sig við fugl.
Púttin voru sterkasta hlið Guðmundar Ágúst í gær, en hann var aðeins með 26 pútt á hringnum í gær.
Glæsileg frammistaða hjá Guðmundi Ágúst og frábær byrjun á sumrinu!!!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024