Mesta eftirsjá stórkylfinga: (10. grein af 20) Doug Sanders
Þetta er eitt af frægustu púttum sem farið hafa forgörðum. Doug Sanders átti eftir 1 meters pútt til að sigra Opna breska 1970 á St. Andrews.
En hann brenndi af. Og hvað eru margir sem muna eftir Doug Sanders í dag?
Það er engin spurning hver er stærsta eftirsjá lífsins, gefum Doug Sanders orðið:
„Mér finnst eins og það hafi gerst í gær (en ekki fyrir 42 árum). Að missa þetta pútt kostaði mig $200 milljónir, kannski meira. Ég gæti hafa verið kominn með stærstu fatalínu í heimi. Ég gæti hafa hannað golfvelli.
En vegna þess að ég missti þetta pútt, lenti ég í umspili við [Jack] Nicklaus, sem ég tapaði fyrir. Vandamálið með púttið var að ég stillti mér ekki rétt upp. Ég var að spila með Trevino og gat ekki ákveðið hvort ég ætti að klára eða láta hann pútta. Ég ákvað að pútta. Þegar ég stóð yfir línunni sá ég nokkuð sem leit út eins og skítaflykksa í púttlínunni minni. Ég beygði mig yfir og sá að þetta var bara sviðið gras. Þannig að núna var ég búinn að dreifa huganum. Ég ákvað ekki að bíða eins og ég hefði átt að gera.
Ég hugsa um þetta á hverjum degi. Stundum 5 sinnum á dag. Ef púttið hefði dottið hefði ég verið búinn að koma mér vel fyrir það sem eftir er ævinnar í stað þess að vera enn að vinna fyrir lifibrauðinu.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024