Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2012 | 21:15

LET: Giraud, Kirchmayr, Lunn og Parker leiða á Deloitte Ladies Open í Hollandi

Það eru 4 stúlkur sem eru í forystu eftir 1 dag Deloitte Ladies Open sem hófst í Golfclub Broekpolder í Rotterdam í dag.  Þetta eru þær: Elena Giraud frá Frakklandi, Steffi Kirchmayr frá Þýskalandi, Karen Lunn frá Ástralíu og Florentyna Parker frá Englandi. Þær spiluðu allar á -4 undir pari hver, þ.e. á 68 höggum. Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir eru enska stúlkan Hannah Burke og hin ítalska Diana Luna. Rússnesku stúlkunni Anastasíu Kostínu gekk því miður illa; hún spilaði á +10 yfir pari, 82 höggum og er í einu neðstu sætanna. Mótið fer líklega bara í reynslubankann hjá henni. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2012 | 20:30

Evróputúrinn: Fisher í forystu þegar ISPS Handa Wales Open er hálfnað

Það er Englendingurinn Ross Fisher, sem tók forystuna í dag á ISPS Handa Wales Open. Fisher spilaði á -5 undir pari, 66 höggum, fékk 6 fugla og 1 skolla. Samtals er Fisher því búinn að spila á -6 undir pari, samtals 136 höggum (71 66). Ross Fisher er á „heimavelli“ á Celtic Manor en hann var, s.s. allir muna í sigurliði Evrópu í Ryder bikarnum.  Eftir hringinn góða í dag sagði Fisher m.a.:„ Það er alltaf gaman að koma aftur á góðar veiðilendur, kunnuglegan stað. Þátttaka í Ryder bikarnum var frábær reynsla, ég spilaði virkilega vel þá viku og skemmti mér. Það eru nokkrir staðir þar sem maður hugsar, já, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2012 | 17:00

Viðtal við Cristie Kerr um hægagang í golfleik, það að stofna fjölskyldu og af hverju litið er á hana sem ógnvekjandi leikmann

Cristie Kerr á sér marga aðdáendur hér á landi. Á mánudaginn s.l., 2. í Hvítasunnu, 28. maí 2012, var Memorial Day í Bandaríkjunum þar sem minnst er fallinna hermanna og þeirra sem þjónað hafa landi og þjóð í bandaríska hernum. Ein þeirra sem vildi leggja eitthvað af mörkum á deginum til hermanna var sú, sem er efst bandarískra kvenkylfinga á heimslistanum: Cristie Kerr, en hún er í 5. sæti. Cristie stóð fyrir golfmóti fyrir hermenn á Liberty National golfvellinum í New York, þar sem er frábært útsýni yfir Manhattan og frelsisstyttuna.  Golfmótið var til styrktar samtökunum Wall Street Warfighters, sem hefir að markmiði að sjá hermönnum sem snúa aftur heim Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2012 | 15:00

Mesta eftirsjá stórkylfinga (14. grein af 20): Seve Ballesteros

Áður en Seve Ballesteros dó 7. maí 2011 talaði hann um mestu eftirsjá sína – þ.á.m. höggið á par-5, 15. braut á lokahring the Masters 1986, sem kostaði hann verðlaunasætið á þessu eina dáðasta risamóti í golfheiminum.  En það var ekki mesta eftirsjá Ballesteros.  Hann sagðist sjá mest eftir því að hafa gerst atvinnumaður 16 ára. Það sem Seve sagði um mestu eftirsjá lifs síns var eftirfarandi: [Ég var] of ungur, alltof ungur.  Þó að golfið hafi gefið mér mikið, þá kostaði það mig líka mikið sem persónu.  Þetta var bara ekki eðlilegt og gekk alltof hratt fyrir sig. Það hafði í för með sér erfitt líf fyrir mig. Ég Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2012 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hansína Þorkelsdóttir – 1. júní 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Hansína Þorkelsdóttir. Hansína er fædd 1. júní 1979 og því 33 ára í dag. Hún er ein af okkar bestu kylfingum og er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Hansína er alin upp í Mosfellsbænum, en býr í Reykjavík. Hún hefir spilað á íslensku mótaröðinni undanfarin sumur og hefir tekið þátt í fjölmörgum opnum mótum það sem af er ársins með góðum árangri t.a.m.: Opna Annars í Páskum móti GKJ, 9. apríl 2012 og Opna Icelandair Golfers, 12. maí 2012, á Hvaleyrinni. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Marisa Isabel Baena, 1. júní 1977 (35 ára) kólombísk á LPGA;  Tano Goya (Argentínumaður á Evróputúrnum) 1. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2012 | 10:55

22 golfmót í boði á morgun laugardaginn 2. júní

Kylfingar hafa úr gnægð golfmóta að velja á morgun laugardaginn 2. júní 2012, eða alls 22. Sum eru að vísu lokuð eða bundin við aldur eða kyn. T.a.m. eru aðeins þeir sem eru 18 ára eða yngri sem keppa á Áskorendamótaröðinni í Sandgerði á morgun og eins á Unglingamótaröð Arion banka að Hellishólum.  Það sama er að segja um PING opið viðmiðunarmót LEK, sem spilað verður á Hvaleyrinni á morgun þar fá bara þeir sem eru 50+ að taka þátt. Eftir standa 19 golfmót. Þar af er eitt lokað á Hellu en þar spila bræður Frímúrarareglunnar og eins er eitt, sem þegar er orðið fyrir löngu fullt í  en það Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2012 | 09:00

LET: Anastasia Kostina fyrsti sigurvegari Rússlands á LET Access fær þátttökurétt á Deloitte Ladies Open sem hefst í dag

Í dag hefst í Golf Club Broekpolder í Rotterdam Hollandi, Deloitte Ladies Open, en mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna. Meðal þátttakenda er  rússneski kylfingurinn Anastasia Kostina sem varð fyrst rússneskra kylfinga til að sigra á LET Access Series. Kostina átti 4 högg á belgísku stúlkuna Bénédicte Toumpsin, sem leiddi fyrir lokahringinn. Sigurinn vannst í Úkraínu í GolfStream Ladies Open og meðal sigurlauna er að Kostina fær að taka þátt á Deloitte mótinu í Hollandi, sem er hluti af Evrópumótaröð kvenna eins og áður segir. Kostina sagði fyrir Deloite mótið í Hollandi: „Það er frábært að vera hér, vegna þess að þó að ég hafi hlotið boð á mót áður finnst mér eins og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2012 | 07:15

PGA: Scott Stallings leiðir á Memorial – hápunktar og högg 1. dags

Það er Bandaríkjamaðurinn Scott Stallings sem tekið hefir forystu á Memorial móti Jack Nicklaus, sem hófst í Dublin, Ohio í gær. Scott spilaði golfvöll Muirfield Village GC á -6 undir pari 66 höggum á hring þar sem hann fékk örn, 6 fugla og 2 skolla. Öðru sætinu deila hjartaþeginn Eric Compton og Spencer Levin, en sá síðarnefndi var búinn að leiða mestallt mótið, þar til Stallings komst einu höggi framyfir. Báðir spiluðu þeir Compton og Levin því á -5 undir pari, 67 höggum, hvor. Þá skal vikið að frægu nöfnunum: Tiger Woods sýndi góða takta, sem margir túlka að hann sé að ná sér á strik eftir ófarirnar á The Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2012 | 20:30

Nýju strákarnir á Evróputúrnum (13. grein af 21): Joakim Lagergren og Thomas Nörret

Í dag verða þeir Joakim Lagergren og Th0mas Nörret kynntir, en þeir eru norrænir frændur okkar sem komust í gegnum Q-school Evróputúrsins í Girona á Spáni, 10.-15. desember sl. Byrjum á Joakim Lagergren:  Joakim Lagergren fæddist 15. nóvember 1991 og er því 20 ára og á sama afmælisdag og ekki ófrægari kylfingar og Lorena Ochoa og Ottó „okkar“ Sigurðsson. Joakim byrjaði að spila golf 6 ára þegar stjúpfaðir hans, Ola Eliasson, varð fjölskyldumeðlimur. Hann hlaut innblástur með því að fylgja Eliasson eftir á golfvellinum á mótum og ákvað að hann ætlaði að verða eins og stjúpi sinn, en hann er enn þjálfari Joakim. Lagergren gerðist atvinnumaður 2010 og byrjaði ferilinn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2012 | 18:45

Bandaríska háskólagolfið: Trevor Times nýliði í East Carolina golfliðinu lést í sundslysi

Trevor Times, 18 ára,  frá Williamsburg, Virginíu, hvarf s.l. mánudag þegar hann var á sundi í College Creek sem er vinsæll sundstaður í James City. Golflið East Carolina var tilkynnt seint á mánudagskvöldinu að Times væri saknað og hann álitinn látinn. Times átti að útskrifast frá highschool í næsta mánuði og hann var búinn að hljóta inntöku í golflið ECU (East Carolina University). Síðast sást til Times kl. 14:15 á mánudeginn á sundi nálægt sandrifi um 69 metra frá ströndu. Vitni á stöndinni sáu þegar Times sökk og kom ekki upp á yfirborðið. Skv. Steve Rubino hjá James City County Police Department var þegar hafin leit að honum m.a. með bát Lesa meira