Viðtalið: Daníel Hilmarsson, GKG
Daníel Hilmarsson, í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar er einn þeirra sem spilar bæði á Unglingamótaröð Arion banka og Eimskipsmótaröðinni, í ár, 2012. Hér fer viðtal kvöldsins við Daníel: Fullt nafn: Daníel Hilmarsson. Klúbbur: GKG. Hvar og hvenær fæddistu? Ég fæddist í Reykjavík þann 11. Janúar árið 1994. Hvar ertu alinn upp? Í Hafnarfirði. Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Ég bý heima hjá foreldrum mínum sem spila bæði golf. Hvenær byrjaðir þú í golfi? Árið 2009. Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Pabbi var oft í golfi þannig ég ákvað bara að skella mér með og síðan þá hef ég ekki stoppað. Hvað starfar þú Lesa meira
GKS: Hulda Magnúsardóttir sigraði í 9 holu upphitunarmóti á Siglufirði
Í dag fór fram á Hólsvelli á Siglufirði 9 holu upphitunarmót. Mótið var innanfélagsmót og spilað með fullu setti en ekki 1 kylfu eins og oft áður, vegna þess að völlurinn kemur vel undan vetri og spáð var góðu veðri. Leikfyrirkomulag var punktakeppni með forgjöf. Þátttakendur voru 17, þar af 4 kvenkylfingar. Helstu úrslit í mótinu urðu þau Hulda Guðveig Magnúsardóttir sigraði í punktakeppninni; var með 22 glæsipunkta!!!. Á besta skori dagsins var Jóhann Már Sigurbjörnsson, en hann spilaði holurnar 9 á 37 höggum. Úrslit í punktakeppninni: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls Hola F9 S9 Alls H1 1 Hulda Guðveig Magnúsardóttir GKS 21 F 0 22 22 Lesa meira
GSF: Unnar Ingimundur Jósepsson og Stefán Jóhannsson sigruðu á Auðbjargarmótinu – Sjómannadagsmóti á Seyðisfirði
Auðbjargarmót – Sjómannadagsmót 2012 er haldið til heiðurs sjómönnum og fjölskyldum þeirra og fór fram á Hagavelli, á Seyðisfirði í dag. Verðlaun voru að venju vegleg. Leikfyrirkomulag var punktakeppni með forgjöf og veitt verðlaun fyrir 5 efstu sætin í henni og höggleikur án forgjafar og veitt verðlaun fyrir 3 efstu sætin í honum. Sami aðili gat ekki tekið verðlaun bæði í höggleik og punktakeppni. Þátttakendur voru 46. Á besta skori dagsins var Unnar Ingimundur Jósepsson, Golfklúbbi Seyðisfjarðar (GSF). Unnar Ingimundur spilaði Hagavöll á 73 glæsilegum höggum!!! Hann varð jafnframt í 3. sæti í punktakeppninni með 39 punkta. Sigurður Hreinsson, Golfklúbbi Húsavíkur (GH), varð í 2. sæti, 3 höggum á eftir Lesa meira
LET: Carlota Ciganda í forystu á Deloitte Ladies Open í Hollandi eftir 2. dag
Það er spænski afmæliskylfingur gærdagsins Carlota Ciganda sem tekið hefir forystu fyrir lokadag Deloitte Ladie Open í Broekpolder GC í Rotterdam, Hollandi. Ciganda er samtals búin að spila á -6 undir pari, samtals 138 höggum (71 67). Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir er finnska stúlkan Ursula Wikström og í 3. sæti er enska stúlkan Florentyna Parker á -4 undir pari. Í fjórða sæti er síðan hópur 7 kvenkylfinga m.a. hin sænska Carin Koch, „heimakonan“ Dewi Claire Schreefel og franska stúlkan Elena Giraud, sem leiddi í gær. Allar hafa þær spilað á samtals -3 undir pari, hver. Til þess að sjá stöðuna á Deloitte Ladies Open eftir 2. Lesa meira
Evróputúrinn: Thongchai Jaidee leiðir fyrir lokadag ISPS Handa Wales Open
Það er gaman að sjá Thaílendinginn Thongchai Jaidee í forystu fyrir lokadag ISPS Handa Wales Open. Thongchai Jaidee er búinn að spila á samtals -7 undir pari, samtals 206 höggum (71 68 67). Í dag átti hann besta hring sinn, en á honum litu dagsins ljós 7 fuglar og 3 skollar. Forysta Jaidee er samt naum aðeins 1 högg, en jafnir í 2. sæti eru „heimamaðurinn“ Joost Luiten og Englendingurinn Ross Fisher á samtals -6 undir pari, 207 höggum. Í 4. sæti er enn annar Hollendingur Tim Sluiter á -5 undir pari, samtals 208 höggum. Fimmta sætinu deila síðan Þjóðverjinn Marcel Siem og Spánverjinn Carlos del Morla á -4 undir Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Charles Sifford – 2. júní 2012
Það er Charles Sifford sem er afmæliskylfingur dagsins. Charles Sifford fæddist í Charlotte, Norður-Karólínu 2. júní 1922 og á því 90 ára stórafmæli í dag! Hann hóf feril sinn í golfi 13 ára þegar hann gegndi störfum kaddýs. Seinna keppti hann á golfmótum svartra þar sem svörtum var ekki heimiluð þátttaka á PGA. Hann reyndi fyrst að komast á PGA 1952 á Phoenix Open og notaði boð þáverandi heimsmeistara í boxi Joe Louis, en varð m.a. fyrir líflátshótunum vegna litarháttar síns og mátti þola allskyns kynþáttatengd meiðyrði þegar hann keppti í mótum upp frá því. Sifford sigraði 1957 Long Beach Open, sem var óopinbert PGA mót en þá styrkt af Lesa meira
PGA: Rory McIlroy komst ekki í gegnum niðurskurð á Memorial
Norður-Írski undrakylfingurinn Rory McIlroy , sem er sem stendur í 2. sæti heimslistans á ekki sjö dagana sæla. Reyndar ekki einu sinni tvo því fyrstu 2 dagarnir á Memorial voru langt frá því að vera einhverjir sæludagar og svo fær hann ekki að spila um helgina heldur verður sneyptur að taka pokann sinn. Nema að það sé gert með ráðnum hug… til þess að hann geti hvílt sig af andlegri þreytu og búið sig undir titilvörnina á Opna bandaríska, líkt og Phil Mickelson. Þeir félagar eiga það sameiginlegt að hafa varið (of ?) miklum tíma með eiginkonu og kærestu á flandri um Evrópu, nánar tiltekið Róm og París; Phil til þess Lesa meira
LPGA: Stacy Lewis og Mika Miyazato leiða eftir 1. hring Shoprite LPGA Classic
Í gær hófst í Seaview í Galloway, New Jersey Shoprite LPGA Classic mótið, þar sem þátt taka flestar bestu kvenkylfinganna á Rolex-heimslistanum. Í efsta sæti eftir 1. hring eru bandaríska stúlkan Stacy Lewis og hin japanska MIKA (þ.e.a.s. ekki Ai) heldur MIKA Miyazato (á japönsku: 宮里美香, en EKKIi 宮里 藍) Stacy og Mika spiluðu báðar á 65 höggum, -6 undir pari þessa par-71 golfvallar A Dolce Resort. Stacy byrjaði ekki vel, fékk slæman skramba (6) á par-4 2. brautina, en tók hann strax á næstu braut aftur með glæsierni og fékk síðan 5 fugla á afgang vallarins. MIka Miyazato Mika Miyazato hins vegar átti glæsihring með minni sviptingum. Mika spilaði skollafrítt, fékk Lesa meira
PGA: Tiger Woods í 2. sæti þegar Memorial er hálfnað – hápunktar og högg 2. dags
Tiger Woods flaug í gegnum niðurskurð og ekki bara það…. hann deilir 2. sæti á Memorial móti Jack Nicklaus ásamt þeim Scott Stallings og Spencer Levin. Þessir þrír kappar eru allir búnir að spila á samtals -5 undir pari á samtals 139 höggum, aðeins 1 höggi á eftir forystumanninum frá Suður-Afríku, Rory Sabbatini. Tiger er búinn að vera nokkuð stöðugur (70 69). Aðstæður til golfleiks voru erfiðar í Muirfield Village, en það var fremur hvasst og kalt og Tiger kvefaður og illa upplagður, sem gerir afrek hans þeim mun eftirtektarverðara. Tiger byrjaði vel var með 3 fugla á fyrstu 6 holunum. Líkt og Rory McIlroy í fyrradag (á fimmtudaginn) lenti Tiger í Lesa meira
GV: Huginn Helgason, Skúli Már Gunnarsson og Baldvin Þór Sigurbjörnsson sigruðu á Opna Sjómannamóti Ísfélags Vestmannaeyja
Í dag fór fram Opna Sjómannamót Ísfélags Vestmannaeyja. Góð þátttaka var en 93 voru skráðir í mótið. Leikfyrirkomulag var punktakeppni og keppt í 3 forgjafarflokkum. Veitt voru verðlaun fyrir sigurvegara í hverjum flokki auk margra aukaverðlauna. Huginn Helgason, GV var með 40 punkta í forgjafarlægsta flokknum (0-10,4), líkt og Skúli Már Gunnarsson, GV sem spilaði í forgjafarflokki 2 (10,5-24,4). Það var hins vegar Baldvin Þór Sigurbjörnsson, GV, (24,5-36) sem nældi sér í flesta punkta eða 45 talsins, sem er glæsilegur árangur! Helstu úrslit voru eftirfarandi: Fgj. 0-10,4: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls Hola F9 S9 Alls H1 CSA leiðréttingar fyrir Stableford keppnir 0 1 Huginn Helgason GV Lesa meira










