Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2012 | 20:30

Evróputúrinn: Fisher í forystu þegar ISPS Handa Wales Open er hálfnað

Það er Englendingurinn Ross Fisher, sem tók forystuna í dag á ISPS Handa Wales Open. Fisher spilaði á -5 undir pari, 66 höggum, fékk 6 fugla og 1 skolla. Samtals er Fisher því búinn að spila á -6 undir pari, samtals 136 höggum (71 66).

Ross Fisher er á „heimavelli“ á Celtic Manor en hann var, s.s. allir muna í sigurliði Evrópu í Ryder bikarnum.  Eftir hringinn góða í dag sagði Fisher m.a.:„ Það er alltaf gaman að koma aftur á góðar veiðilendur, kunnuglegan stað. Þátttaka í Ryder bikarnum var frábær reynsla, ég spilaði virkilega vel þá viku og skemmti mér.

Það eru nokkrir staðir þar sem maður hugsar, já, pinninn var þarna í Ryder bikaarnum eða ég sló hérna og setti púttið niður eða sló höggið héðan. Maður reynir að halda í þessar minningar og reyna að fá jákvæða niðurstöðu þessa viku. Ég á góðar minningar og hef náð ágætis árangir hér, en þetta er völlur sem mér finnst henta mér.“

Í 2. sæti er forystumaður gærdagsins Lee Slattery, á samtals -4 undir pari, samtals 138 höggum (67 71).

Þrír kylfingar deila 3. sætinu Thaílendingurinn Thongchai Jaidee, Fabrizio Zanotti frá Paraguay og Englendingurinn Chris Wood, sem allir eru á samtals -3 undir pari, hver.

Til þess að sjá stöðuna þegar ISPS Handa Wales Open er hálfnað smellið HÉR: