Evróputúrinn: Fisher í forystu þegar ISPS Handa Wales Open er hálfnað
Það er Englendingurinn Ross Fisher, sem tók forystuna í dag á ISPS Handa Wales Open. Fisher spilaði á -5 undir pari, 66 höggum, fékk 6 fugla og 1 skolla. Samtals er Fisher því búinn að spila á -6 undir pari, samtals 136 höggum (71 66).
Ross Fisher er á „heimavelli“ á Celtic Manor en hann var, s.s. allir muna í sigurliði Evrópu í Ryder bikarnum. Eftir hringinn góða í dag sagði Fisher m.a.:„ Það er alltaf gaman að koma aftur á góðar veiðilendur, kunnuglegan stað. Þátttaka í Ryder bikarnum var frábær reynsla, ég spilaði virkilega vel þá viku og skemmti mér.
Það eru nokkrir staðir þar sem maður hugsar, já, pinninn var þarna í Ryder bikaarnum eða ég sló hérna og setti púttið niður eða sló höggið héðan. Maður reynir að halda í þessar minningar og reyna að fá jákvæða niðurstöðu þessa viku. Ég á góðar minningar og hef náð ágætis árangir hér, en þetta er völlur sem mér finnst henta mér.“
Í 2. sæti er forystumaður gærdagsins Lee Slattery, á samtals -4 undir pari, samtals 138 höggum (67 71).
Þrír kylfingar deila 3. sætinu Thaílendingurinn Thongchai Jaidee, Fabrizio Zanotti frá Paraguay og Englendingurinn Chris Wood, sem allir eru á samtals -3 undir pari, hver.
Til þess að sjá stöðuna þegar ISPS Handa Wales Open er hálfnað smellið HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024