Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2012 | 15:00

Mesta eftirsjá stórkylfinga (14. grein af 20): Seve Ballesteros

Áður en Seve Ballesteros dó 7. maí 2011 talaði hann um mestu eftirsjá sína – þ.á.m. höggið á par-5, 15. braut á lokahring the Masters 1986, sem kostaði hann verðlaunasætið á þessu eina dáðasta risamóti í golfheiminum.  En það var ekki mesta eftirsjá Ballesteros.  Hann sagðist sjá mest eftir því að hafa gerst atvinnumaður 16 ára.

Það sem Seve sagði um mestu eftirsjá lifs síns var eftirfarandi: [Ég var] of ungur, alltof ungur.  Þó að golfið hafi gefið mér mikið, þá kostaði það mig líka mikið sem persónu.  Þetta var bara ekki eðlilegt og gekk alltof hratt fyrir sig. Það hafði í för með sér erfitt líf fyrir mig. Ég ætti að hafa tekið meiri tíma í að fullorðnast.  Ég hugsa að þá myndi ég ekki hafa gert sum mistök og huganlega átt hamingjuríkari feril.“

Heimild: Golf Digest