Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2012 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hansína Þorkelsdóttir – 1. júní 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Hansína Þorkelsdóttir. Hansína er fædd 1. júní 1979 og því 33 ára í dag. Hún er ein af okkar bestu kylfingum og er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Hansína er alin upp í Mosfellsbænum, en býr í Reykjavík. Hún hefir spilað á íslensku mótaröðinni undanfarin sumur og hefir tekið þátt í fjölmörgum opnum mótum það sem af er ársins með góðum árangri t.a.m.: Opna Annars í Páskum móti GKJ, 9. apríl 2012 og Opna Icelandair Golfers, 12. maí 2012, á Hvaleyrinni.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Marisa Isabel Baena, 1. júní 1977 (35 ára) kólombísk á LPGA;  Tano Goya (Argentínumaður á Evróputúrnum) 1. júní 1988 (24 ára) og  Carlota Ciganda, 1. júní 1990 (22 ára) …. og …..


Villimey Iceland (22 ára)

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is