Golfútbúnaður: Nike setur á markaðinn nýjan „Tiger“ golfskó – myndskeið
Í næstum ár núna hefir Tiger Woods verið í Nike tilraunagolfskó, sem hann bað sérstaklega um fyrir sig, en byggt er á FREE tækni Nike. Nike er nú búinn að fjöldaframleiða skóinn og fer hann í búðir á næstunni, þ.e. föstudaginn 8. júní n.k. Skórinn nefnist Nike TW ’13 og er fáanlegur í hvítu eða svörtu með rauðum áherslum hér og hvar. Út úr búð í Bandaríkjunum kemur skórinn til með að kosta $180, þ.e. u..þ.b. 23.000 íslenskar krónur og ætti að vera í kringum 30-35.000 íslenskar krónur hér á landi. Útgangspunkturinn við hönnun golfskósins var sú beiðni Tiger að hann vildi fá skó sem hefði sömu eiginleika og þeir sem Lesa meira
Evróputúrinn: Lee Slattery tekur forystuna á 1. degi ISPS Handa Wales Open
Englendingurinn Lee Slattery, 33 ára, er kominn í forystu á 1. degi ISPS Handa Wales Open í fremur hvössu veðri á Celtic Manor Resort, þar sem mótið fer fram. Slattery spilaði í dag á -4 undir pari, 67 höggum og fékk 5 fugla og 1 skolla. Þetta er frábær árangur hjá Slattery, sem komst í gegnum úrtökumóti fyrir Opna bandaríska á Walton Heath s.l. mánudag. „Það voru mjög erfiðar aðstæður í dag,“ sagði Slattery eftir hringinn í dag. „Það var mikill vindur. Ég held meiri en búist var við. Að byrja daginn vel með 2 fuglum skipti öllu. Það þýddi að ég hafði allt að vinna það sem eftir var.“ Nokkrir Lesa meira
Mesta eftirsjá stórkylfinga (13. grein af 20): Ian Poulter
Hverju skyldi enski kylfingurinn 36 ára, Ian Poulter sjá mest eftir? Það er kunnara en frá þurfi að segja að hann er einn af þeim hugsar lítið um það sem hann lætur út úr sér eða tweet-ar. Hann lýsti aðdáendum fótboltaliðsins Tottenham t.a.m. sem „yids“. Kannski að hann sjái eftir því eða klæðaburðinum úti á golfvelli, sem oft á tíðum er afar skrautlegur? Nei, ekkert af þessu, enda er það sem Poulter lætur út úr sér oft skemmtilegt og klæðaburðurinn inn á milli einstaklega lekker. Gefum Poulter orðið: „(Ef það er eitthvað sem ég sé eftir og vildi fá að endurtaka (fá mulligan á) ) þá er það drævið af 1. Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Helga Rún Guðmundsdóttir – 31. maí 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Helga Rún Guðmundsdóttir, GL. Helga Rún er fædd 31. maí 1970 og því 42 ára í dag. Hún er í kvennanefnd Golfklúbbsins Leynis á Akranesi. Nú um helgina, nánar tiltekið mánudaginn 28. maí, 2. í Hvítasunnu, tók afmæliskylfingurinn þátt í Hvítasunnumóti Guðmundar B Hannah á Garðavelli, á Akranesi og varð í verðlaunasæti þ.e. í 2. sæti af 96 þátttakendum með 41 glæsilegan punkt! Nýlegt viðtal við Helgu Rún hefir birtst á Golf1, sem sjá má HÉR: (Vert er að taka fram að forgjöf Helgu Rún er ranglega tilgreind í viðtalinu; eftir árangurinn frábæra er forgjöfin komin niður í 18,9!!!) Komast má á Facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að Lesa meira
Högg Oosthuizen fyrir albatross á Masters valið högg aprílmánaðar á Evróputúrnum – myndskeið
Aðhögg Louis Oosthuizen fyrir albatross á lokahring the Masters mótsins á Augusta National Golf Club hefir verið valið högg aprílmánaðar á netinu á vefsíðu Evrópumótaraðarinnar. Sjá má höggið með því að smella HÉR: Þetta var glæsihögg með 4 járni af 235 yarda (u.þ.b. 215 metra færi) á 575 yarda (526 metra) 2. braut Augusta, líka þekkt undir nafninu „Pink Dogwood.“ Oosthuizen er aðeins 1 af 4 sem fengið hafa albatross á The Masters og þetta er fyrsti albatrossinn, sem næst á 2. holu. Oosthuizen vann vefkosninguna með yfirburðum eða 95% atkvæða. Eftir hringinn sagði Oosthuizen m.a. í blaðaviðtali: „Þetta er fyrsti albatrossinn minn. Þetta var gott högg með 4-járni. Ég vissi að Lesa meira
GN: Sjómannadagsmót GN og Glófaxa
Hið árlega Sjómannadagsmót Golfklúbbs Neskaupsstaðar og Glófaxa fer fram á Grænanesvelli laugardaginn 2. júní n.k. og hefst kl. 10.00. Það er Glófaxi Vestmannaeyjum sem styrkir mótið eins og undanfarin ár og sendir GN bestu kveðjur og þakkir til Bergvins og hans fólks. Eins og lítur út núna er von á góðu veðri á Neskaupsstað um Sjómannadagshelgina og því kjörið tækifæri fyrir kylfinga að fjölmenna í þetta skemmtilega mót. Grænanesvöllur kom vel undan vetri og eru brautir/ flatir komnar í frábært stand. Það má skrá sig í mótið HÉR: og í GSM: 892-0588 (Siggi B) – 867-0232 (Elvar)
GK: Aron Bjarni Stefánsson, Bryndís María Ragnarsdóttir og Guðbjartur Ísak Ásgeirsson sigruðu á Vormóti Hafnarfjarðar 2012
Nú á laugardaginn s.l., 26. maí 2012, fór fram á Hvaleyrinni Vormót Hafnarfjarðar. Þátttakendur voru 96 og luku 89 keppni. Keppnisfyrirkomulag var höggleikur og punktakeppni. Verðlaun, gjafabréf að verðmæti kr. 50.000,- var í verðlaun fyrir besta skor bæði í karla og kvennaflokki og síðan voru verðlaun veitt fyrir 5 efstu sætin í punktakeppni. Eins voru veitt nándarverðlaun og dregið úr skorkortum í mótslok. Helstu úrslit urðu eftirfarandi: Besta skor: Í karlaflokki: Aron Bjarni Stefánsson, GSE, 77 högg Í kvennaflokki: Bryndís María Ragnarsdóttir, GK, 86 högg Punktakeppni með forgjöf: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls Hola F9 S9 Alls H1 CSA leiðréttingar fyrir Stableford keppnir +3 1 Guðbjartur Lesa meira
LEK: Ágústa Dúa Jónsdóttir, Guðrún Garðars, Jens Guðfinnur Jensson, Sæmundur Pálsson og Páll Bjarnason sigruðu á 6. viðmiðunar- mótinu á Þorláksvelli 26. maí s.l.
Síðastliðinn laugardag, 26. maí 2012 fór fram 6. viðmiðunarmót LEK á Þorláksvelli, í Þorlákshöfn. Þátttakendur voru 91 og luku 85 keppni. Margir bættu stöðu sína á stigalistanum með góðum árangri í mótinu, sérstaklega Páll Bjarnason í flokki 70+, sem var að taka þátt í sínu 4. móti og hlaut 330 stig, þar sem hann var bæði með besta skor og vann punktakeppnina í sínum flokki á Þorláksvelli. Páll er kominn í 5. sæti stigalistans í fl. 70+. Sjá má stigalistann í heild HÉR: Næstu viðmiðunarmót LEK verða 2. og 3. júní n.k.; það fyrra á Hvaleyrinni í Hafnarfirði og það síðara á Selsvelli að Flúðum. Helstu úrslit á Þorlásvelli urðu eftirfarandi: Lesa meira
Nýju strákarnir á Evróputúrnum (12. grein af 21): Matthew Nixon og Bernd Ritthammer
Í dag verður fram haldið kynningu á nýju strákunum á Evróputúrnum 2012, sem hlutu kortið sitt á lokaúrtökumóti Q-school túrsins í Girona, á Spáni 10.-15. desember á s.l. ári. Í kvöld verða Matthew Nixon og Bernd Ritthammer kynntir. Byrjum á Bernd Ritthammer, sem varð í 15. sæti í Q-school og keppir því á Evróputúrnum keppnistímabilið 2012. Bernd Ritthammer Bernd Ritthammer fæddist í Nuremberg, Þýskalandi 18. apríl 1987 og er því 25 ára. Hann byrjaði að spila golf 3 ára og var ákveðinn í að ljúka námi áður en hann helgaði sig golfinu. Hann afþakkaði þó golfskólastyrk við bandarískan háskóla og taldi að ef hann gerðist atvinnumaður sem fyrst myndi hann öðlast dýrmæta reynslu. Lesa meira
Vissuð þið að Cristie Kerr er víngerðarmaður og það til styrktar góðu málefni?
Móðir nr. 5 á Rolex-heimslistanum, Cristie Kerr greindist með brjóstakrabbamein árið 2003 Cristie sagðist ekki hafa getað setið hjá og gert ekki neitt þannig að hún hefir með ýmsu móti stutt við bakið á krabbameinsrannsóknum, m.a. fór hún af stað með átakið „Birdies for Breast Cancer“ þar sem hún gaf $50 fyrir hvern fugl sem hún fékk og auðvitað helmingi meir ef hún fékk örn, svo sem sjá má í myndskeiðinu HÉR: En Cristie er farin að huga að því hvað hún ætlar að gera eftir að golfferlinum lýkur. Og hún er þegar búin að finna sér ábatasama aðferð til þess að styrkja enn betur við krabbameinsrannsóknirnar, en það er Lesa meira









