
Bandaríska háskólagolfið: Trevor Times nýliði í East Carolina golfliðinu lést í sundslysi
Trevor Times, 18 ára, frá Williamsburg, Virginíu, hvarf s.l. mánudag þegar hann var á sundi í College Creek sem er vinsæll sundstaður í James City. Golflið East Carolina var tilkynnt seint á mánudagskvöldinu að Times væri saknað og hann álitinn látinn. Times átti að útskrifast frá highschool í næsta mánuði og hann var búinn að hljóta inntöku í golflið ECU (East Carolina University).
Síðast sást til Times kl. 14:15 á mánudeginn á sundi nálægt sandrifi um 69 metra frá ströndu. Vitni á stöndinni sáu þegar Times sökk og kom ekki upp á yfirborðið. Skv. Steve Rubino hjá James City County Police Department var þegar hafin leit að honum m.a. með bát frá Virginia Marine Resource Commission og þyrlu strandgæslunnar.
Leitin bar engan árangur þennan dag og var hætt kl. 20:15 um kvöldið vegna myrkurs.
Hins vegar fann köfunarlið lík Times næsta morgun kl. u.þ.b. 10:20. Það var um 32 metra frá landi í 3 metra djúpum sjónum og síðar þennan dag bar faðir Trevor, Terryl Times, skurðlæknir frá Williamsburg, kennsl á son sinn.
„Við trúðum því ekki að lík hans væri á sama stað og hann sökk vegna þess að straumarnir á þessu svæði eru mjög sterkir, fara inn og út og í hringiðu,“ sagði Rubino.
Sterkir straumar og mikið útsog eru venjan í College Creek þar sem nokkur dauðsföll hafa orðið s.l. 15 ár.
Trevor Times myndi hafa útskrifast eftir minna en mánuð. Hann spilaði í golfliði Jamestown High School og var síðasta haust í hóp AA í menntaskólaliðinu. Hann tók einnig þátt í 10 mótum AJGA á sl. 4 árum og varð T-11 í Frederica Junior Open árið 2011. Hann var í undanúrslitum í holukeppni sem haldin var á vegum golfsambands Virginia State í júní fyrir ári síðan.
Harold Varner, besti kylfingur ECU sagði á NCAA.com að liðsandinn hefði snarsnúist úr hressum í dapran við fréttirnar.
„Við sátum að snæðingi og ætluðum aldeilis að sigra holukeppnina en stemmningin datt niður í „reynum að vakna á morgun,“ sagði Varner.
Varner, er líkt og Trevor Times var einn af örfáum svörtum kylfingum í NCAA Division I. Hann sagðist hafa þróað sérstakt samband við Times.
„Af öllum nýliðunum, þá var hann sá fyrsti sem ég spilaði golf við,“ sagði Varner, 21, efribekkingur frá Gastonia NC. „Þegar hann kom í háskólann annað skiptið varði ég nokkrum tíma með honum. Hann minnti mig heilmikið á sjálfan mig. Það sem ég dáðist að hjá honum var hversu námsfús hann var. Hann hungraði í að læra. Ég veit að ECU myndi hafa hentað honum vel.“
Jarðaför Trevor Times fer fram á morgun kl. 14:00 í Williamsburg, Va. Blóm eru afþökkuð en fjölskyldan hefir beint því til þeirra, sem vilja minnast Trevor Times að senda framlög til ECU Educational Foundation Inc./Golf.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024