
PGA: Scott Stallings leiðir á Memorial – hápunktar og högg 1. dags
Það er Bandaríkjamaðurinn Scott Stallings sem tekið hefir forystu á Memorial móti Jack Nicklaus, sem hófst í Dublin, Ohio í gær. Scott spilaði golfvöll Muirfield Village GC á -6 undir pari 66 höggum á hring þar sem hann fékk örn, 6 fugla og 2 skolla.
Öðru sætinu deila hjartaþeginn Eric Compton og Spencer Levin, en sá síðarnefndi var búinn að leiða mestallt mótið, þar til Stallings komst einu höggi framyfir. Báðir spiluðu þeir Compton og Levin því á -5 undir pari, 67 höggum, hvor.
Þá skal vikið að frægu nöfnunum: Tiger Woods sýndi góða takta, sem margir túlka að hann sé að ná sér á strik eftir ófarirnar á The Masters og The Players þar sem hann varð í 40. sæti. Tiger spilaði í gær á -2 undir pari, 70 höggum og er sem stendur T-11 ásamt 8 öðrum kylfingum þ.á.m. Ernie Els og Adam Scott.
Til tíðinda taldist líka að Phil Mickelson dró sig úr Memorial mótinu eftir arfaslakan hring upp á 79 högg. Lefty bar við m.a. að hann hefði spilað á mörgum mótum undanfarið og m.a. ferðast til Evrópu og væri andlega þreytur. Hann ætlaði að hvílast og fara til Butch (Harmon) til þess að fara yfir nokkra hluti í sveiflu sinni. Sjá myndskeið með viðtali við Phil eftir hringinn HÉR:
Nr. 1 á heimslistanum Luke Donald spilaði á -1 undir pari, 71 höggi og deilir 20. sætinu ásamt 14 öðrum kylfingum, þ.á.m. nr. 2 á heimslistanum Rory McIlroy, sem virðist vera að ná sér á strik aftur eftir að hafa varið miklum tíma með kærestunni sinni, Caroline Wozniacki, að því að sumir vilja meina á kostnað æfinga. Aðrir þekktir kylfingar í þessum 15 manna hóp í 20. sæti er m.a. Rickie Fowler, sem átti frábært pútt fyrir erni sem sjá má HÉR:
Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Memorial smellið HÉR:
Til þess að sjá hápunkta 1. dags Memorial smellið HÉR:
Til þess að sjá högg dagsins á Memorial smellið HÉR:
- apríl. 16. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2021
- apríl. 16. 2021 | 10:00 Tiger fjarlægði golfvöll
- apríl. 7. 2021 | 10:00 Valdís Þóra segir skilið við atvinnumennskuna í golfi
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 2. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jenny Sigurðardóttir – 2. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 18:00 PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open
- febrúar. 1. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída