Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2012 | 21:15

LET: Giraud, Kirchmayr, Lunn og Parker leiða á Deloitte Ladies Open í Hollandi

Það eru 4 stúlkur sem eru í forystu eftir 1 dag Deloitte Ladies Open sem hófst í Golfclub Broekpolder í Rotterdam í dag.  Þetta eru þær: Elena Giraud frá Frakklandi, Steffi Kirchmayr frá Þýskalandi, Karen Lunn frá Ástralíu og Florentyna Parker frá Englandi. Þær spiluðu allar á -4 undir pari hver, þ.e. á 68 höggum.

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir eru enska stúlkan Hannah Burke og hin ítalska Diana Luna.

Rússnesku stúlkunni Anastasíu Kostínu gekk því miður illa; hún spilaði á +10 yfir pari, 82 höggum og er í einu neðstu sætanna. Mótið fer líklega bara í reynslubankann hjá henni.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Deloitte Ladies Open smellið HÉR: