
Nýju strákarnir á Evróputúrnum (13. grein af 21): Joakim Lagergren og Thomas Nörret
Í dag verða þeir Joakim Lagergren og Th0mas Nörret kynntir, en þeir eru norrænir frændur okkar sem komust í gegnum Q-school Evróputúrsins í Girona á Spáni, 10.-15. desember sl.
Byrjum á Joakim Lagergren:
Joakim Lagergren fæddist 15. nóvember 1991 og er því 20 ára og á sama afmælisdag og ekki ófrægari kylfingar og Lorena Ochoa og Ottó „okkar“ Sigurðsson. Joakim byrjaði að spila golf 6 ára þegar stjúpfaðir hans, Ola Eliasson, varð fjölskyldumeðlimur. Hann hlaut innblástur með því að fylgja Eliasson eftir á golfvellinum á mótum og ákvað að hann ætlaði að verða eins og stjúpi sinn, en hann er enn þjálfari Joakim.
Lagergren gerðist atvinnumaður 2010 og byrjaði ferilinn í the Nordic League. Þrír sigrar á þeirri mótaröð áunnu honum kortið á Áskorendamótaröðinni 2011 og hann varð 86. á stigalistanum, en besta frammistaða hans var í Norwegian Challenge, þar sem hann landaði 6. sætinu. Hann vann undanúrtökumótið í Q-school á El Valle Golf Resort, áður en hann tók 12. kortiðá lokaúrtökumótinu í Girona.
Áhugamál Joakim fyrir utan golfið er tónlist en hann er mikill aðdáanda sænsku hljómsveitarinnar Swedish House Mafia.
Thomas Nörret
Daninn Thomas Nörret er fæddur 17. febrúar 1974 í Kolding í Danmörku og því 38 ára. Nörret gerðist atvinnumaður í golfi 1999 og er því búinn að vera í atvinnumennsku í 13 ár. Hann spilaði í bandaríska háskólagolfinu í Texas á golfskólastyrk en hann sneri heim til Danmerkur eftir 1 ár og lauk námi sínu þar.Í dag er hann nr. 560 á heimslistanum. Thomas Nörret er kvæntur konu sinni Mette (þau giftu sig 1998) og eiga 3 börn: Victor (2000); Mathias (2002) og Fridu (2006). Áhugamál Nörret fyrir utan golfið eru tölvur, bækur og íþróttir almennt.
Að námi loknu spilaði hann í 5 ár á Áskorendamótaröðinni, en tók sér síðan 6 ára hlé.
Nörret sneri sér aftur að keppnisgolfi 2010. Hann varð 11. í Q-school 2010 og fékk kortið sitt fyrir keppnistímabilið 2011 en varð aðeins í 155. sæti á stigalistanum og varð því að fara aftur í Q-school. Í Girona náði hann sér í 13. kortið og keppir því nú í ár, 2012, á Evróputúrnum. Nörret er mikill vinur Søren Kjeldsen og er auk þess mikill hlaupagarpur.
- apríl. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2023
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gerða Hammer og Finnbogi Haukur Alexandersson – 15. apríl 2023
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1
- apríl. 10. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Illugadóttir —-– 10. apríl 2023
- apríl. 10. 2023 | 13:00 Masters 2023: Jon Rahm: „Þessi var fyrir Seve“
- apríl. 10. 2023 | 00:20 Masters 2023: Sam Bennett hlaut silfurbikarinn
- apríl. 9. 2023 | 23:00 Master 2023: Jon Rahm sigraði!!!
- apríl. 9. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Hinrik Arnarson – 9. apríl 2023