Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 30. 2012 | 13:45

GOS: Hlynur Geir kylfingur ársins og Alexandra Eir efnilegasti kylfingur GOS – Símon Leví hlaut háttvísibikarinn

Á aðalfundi Golfklúbbs Selfoss er hefð fyrir því að veita viðurkenningu fyrir Kylfing ársins, Efnilegasta kylfinginn, mestu lækkun forgjafar og Háttvísisbikar GSÍ, sem var gefinn af Golfsambandi Ísland til GOS á 40 ára afmæli klúbbsins 2001. Hlynur Geir Hjartarson var valinn kylfingur ársins, en Hlynur varð stigameistari GSÍ 2012. Einnig setti Hlynur glæsilegt vallarmet í Meistaramóti GOS;  62 högg og um leið mótsmet Meistarmótsins eða 19 högg undir pari á fjórum hringjum. Alexandra Eir Grétarsdóttir var valin Efnilegasti kylfingur GOS 2012. Alexandra hefur náð miklum framförum og árangri í sumar. Sigraði t.d á Áskorendamótaröð GSÍ 2012 og varð Klúbbmeistari GOS 2012 í kvennaflokki. Alexandra fékk einnig bikar fyrir mesta lækkun Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 30. 2012 | 12:50

GOS: Bárður Guðmundarson endurkjörinn formaður Golfklúbbs Selfoss

Aðalfundur Golfklúbbs Selfoss fór fram miðvikudaginn 28. nóvember s.l. Bárður Guðmundarson var endurkjörin sem formaður Golfklúbbs Selfoss á aðalfundi klúbbsins, með miklu lófaklappi. Bárður hefur stýrt GOS með miklum ágætum síðan 2006. Gríðalega mikilvægir tímar eru næstu árin hjá GOS vegna nýrrar brúarsmíði og aukins landsvæðis undir nýjan völl, því er mikilvægt að hafa öflugan formann. Nýr inn í stjórn GOS var kjörinn Axel Óli Ægisson. Hér fyrir neðan er listi yfir nýja stjórn og nefndir GOS fyrir árið 2013. Formaður: Bárður Guðmundarson Gjaldkeri:    Jens Uwe Friðriksson Ritari:      Jónbjörg Kjartansdóttir Meðstjórnandi: Halldór Morthens Meðstjórnandi: Axel Óli Ægisson Varamaður:  Leifur Viðarsson        Varamaður:  Guðjón Öfjörð Einarsson Mótanefnd: Axel Óli Ægisson, formaður Ástmundur Sigmarsson Hreiðar Jónsson Ragnar Sigurðarson Vilhjálmur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 30. 2012 | 12:40

LPGA: Moriya Jutanugarn leiðir eftir 2. hring á lokaúrtökumóti LPGA

Dagana 28. nóvember – 2. desember 2012 fer fram lokaúrtökumót LPGA (þ.e. 3. stig Q-school LPGA). Spilað er á LPGA International golfvellinum í Daytona Beach, Flórída og leikið á tveimur völlum þ.e. Champions og Legends golfvöllunum. Þátttökugjaldið er býsna hátt eða $ 2.500 (300.000 íslenskar krónur) kostar það að fá að spreyta sig á þessu 5 hringja úrtökumóti þar sem aðeins 40 efstu og þeim sem jafnar eru í 40. sæti er tryggt sæti á LPGA mótaröðinni keppnistímabilið 2013.  Allar hinar sem þátt taka í lokaúrtökumótinu fá spilarétt á Symetra Tour, sem er stökkpallurinn inn á LPGA – líkt og LET Access á Evrópumótaröð kvenna. Þegar tveir hringir hafa verið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 30. 2012 | 12:15

PGA: Nick Watney efstur á World Challenge – hápunktar og högg 1. dags

Það er bandaríski kylfingurinn Nick Watney, sem leiðir eftir 1. dag World Challenge, en mótið hófst í gær á Sherwood CC í Thousand Oaks í Kaliforníu. Watney kom í hús á 5 undir pari, 67 höggum; skilaði „hreinu skorkorti“ með 5 fuglum og 13 pörum. Í 2. sæti eftir 1. dag eru Keegan Bradley, Graeme McDowell og Jim Furyk; allir á 3 undir pari, 69 höggum þ.e. 2 höggum á eftir forystumanninum. Fimmta sætinu deila síðan aðrir 3 kylfingar: Tiger Woods, sem er gestgjafi mótsins; Webb Simpson og Bo Van Pelt allir á 2 undir pari 70 höggum. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á World Challenge SMELLIÐ Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 29. 2012 | 18:00

Hættulegustu golfvellir heims (4. grein af 10)

Carbrook golfklúbburinn í Brisbane, Ástralíu er hér talinn meðal hættulegustu golfvalla heims. Það búast auðvitað allir við að sjá hákarla við stærsta kóralrif heims Great Barrier Reef, í Ástralíu, en kylfingar eru líka farnir að sjá hákarla við 15. brautina í Carbrook golfklúbbnum. Þegar Logan áinn flæddi yfir golfvöllinn snemma á 9. áratug síðustu aldar bárust með allra handanna fiskitegundir þ.á.m. ungir hákarlar. Nú er vatnið við 15. braut í Carbrook heimili þessara strandaglópa og það vekur alltaf eftirtekt þegar sést í hákarlaugga kíkja upp úr og skera vatnsyfirborðið í vatninu við 15. braut. Hákarlarnir hafa nefnilega fjölgað sér og vatnshindrun í Carbrook farin að fá allt aðra merkingu – Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 29. 2012 | 17:30

PGA: Högg ársins nr. 8 – vipp Brandt Snedeker – nr. 7 högg Luke Donald úr karga – nr. 6 fugl Ernie Els á Opna breska – myndskeið

PGA Tour velur í lok ár hvers bestu höggin á  mótaröðinni á því ári sem er að líða.  Nú er aftur komið að þeim tíma ársins þar sem höggin góðu eru rifjuð upp. Nr. 8 er vipp Brandt Snedeker á par-4 á 17. braut Tour Championship, sem tryggði honum sigurinn. Sjá má höggið með því að SMELLA HÉR:  Nr. 7 er högg Luke Donald úr karga á 1. holu bráðabana á Transitions Championship.  Sjá má höggið með því að SMELLA HÉR: Loks má hér sjá högg nr. 6 á PGA Tour 2012, sem er högg Ernie Els á par-4 lokaholu  Royal Lytham & St. Annes vallarins, þar sem Opna breska Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 29. 2012 | 17:00

Evróputúrinn: Shane Lowry átti högg októbermánaðar

Högg írska kylfingsins Shane Lowry á 11. braut á 4. degi Portugal Masters 2012 hefir verið valið högg októbermánaðar á Evróputúrnum. Nánar tiltekið er það aðhögg Lowry á 11. braut Oceânico Victoria golfvallarins í Vilamoura,Portúgal, sem hlýtur nafnbótina. Þó að nokkuð hvasst hafi verið þá setti Shane í fyrir erni. Við höggið góða notaði hann 7-járn. Eftir mótið sagði Lowry m.a.: „Það er alltaf 1 högg sem maður lítur til baka til þegar maður sigrar í móti og þetta var svo sannarlega höggið. Þetta  var í raun mjög erfitt högg – ég átti eftir 138 yarda (126 metra) það var vindur, þannig að ég hefði verið ánægður ef boltinn hefði lent einhvers Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 29. 2012 | 14:45

Tár trúðsins: Christina Kim þunglynd (6. grein af 8)

Hér kemur 6. hluti af góðri grein Stinu Sternberg, Golf Digest Women, um þunglyndi meðal toppíþróttamanna, þar sem m.a. er viðtal við Christinu Kim, sem nýlega hefir greinst með þunglyndi. Hér fer 6. hluti í lauslegri þýðingu: Íþróttasálfræðingurinn frægi Dr. Bob Rotella, sem hefir haft marga af þekktustu kylfingum samtímans í meðferð og sem hefir skrifað nokkrar bækur um efnið top andlegur árangur trúir því að þunglyndi sé algengara meðal kylfinga á LPGA en PGA. Rotella segir að ástæðan sé að hluta til fjárhagsleg – konur þurfi að hafa meira fyrir að afla til hnífs og skeiðar vegna þess að verðlaunafé sem miklu mun lægra og mun erfiðara sé fyrir þær Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 29. 2012 | 13:00

Golf á Íslandi: Læknar kynntu golfíþróttina fyrstir fyrir Íslendingum

„Snemmsumars 1935 mátti sjá menn með torkennilegan búnað á ferð í Reykjavík. Þeir báru með sér poka og upp úr þeim stóð eitthvað sem tilsýndar líktist hrífusköftum eða prikum.  Og leið þessara manna lá til sama staðar. Þeir voru á ferð inn að Laugum – þó ekki til að fara þar í sund eða þvo þvotta eins og flestir aðrir heldur til að iðka íþrótt, sem fæstir bæjarbúar kunnu deili á.  Þar vippuðu menn sér inn fyrir girðingu, gengu fram og til baka og sveilfuðu tólum sínum.  Þeir virtust hafa gaman af sem sást best á því að þeir komu aftur og aftur sömu erinda.“ Svona hefst 800 bls. verk Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 29. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Santiago Luna – 29. nóvember 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Santiago Luna.  Santiago fæddist 29. nóvember 1962 í Madríd á Spáni og á því 50 ára stórafmæli í dag. Pabbi Luna var starfsmaður í Puerta de Hierro Golf Club í Madríd og þar steig Santiago sín fyrstu spor í golfíþróttinni. Hann gerðist atvinnumaður árið 1982 og var meira en 20 ár á Evrópumótaröðinni, þar sem hann spilaði í meir en 500 mótum. Hann var meðal efstu 100 á lista þeirra bestu í Evrópu (Order of Merit) oftar en 12 sinnum, en besti árangur hans var 31. sætið árið 1998. Eini sigur hans á Evrópumótaröðinni er Madeira Island Open, 1995, en hann er með 10 sigra í allt á Lesa meira