
Evróputúrinn: Shane Lowry átti högg októbermánaðar
Högg írska kylfingsins Shane Lowry á 11. braut á 4. degi Portugal Masters 2012 hefir verið valið högg októbermánaðar á Evróputúrnum.
Nánar tiltekið er það aðhögg Lowry á 11. braut Oceânico Victoria golfvallarins í Vilamoura,Portúgal, sem hlýtur nafnbótina.
Þó að nokkuð hvasst hafi verið þá setti Shane í fyrir erni. Við höggið góða notaði hann 7-járn.
Eftir mótið sagði Lowry m.a.: „Það er alltaf 1 högg sem maður lítur til baka til þegar maður sigrar í móti og þetta var svo sannarlega höggið. Þetta var í raun mjög erfitt högg – ég átti eftir 138 yarda (126 metra) það var vindur, þannig að ég hefði verið ánægður ef boltinn hefði lent einhvers staðar á flöt, ef ég á að vera hreinskilinn. En ég náði fallegu, litlu höggi með sjöunni ogboltinn stefndi beint á flaggið og á holuna allan tímann. Ég hélt að boltinn myndi vera nálægt holunni, vissi ekki að hann hefði dottið ofan í fyrr en ég heyrði í hrópunum í áhorfendunum. Þetta var sérstök stund og mjög sérstakur dagur.“
Högg Lowry hlaut 35% atkvæða í opnu kjöri á vefsíðu Evrópumótaraðarinnar, en högg Emiliano Grillo varð í 2. sæti, með 29% atkvæða.
Aðrir sem átt hafa högg mánaðarins á Evrópumótaröðinni auk Lowry eru: Sergio Garcia (janúar), Martin Kaymer (febrúar), Paul Casey (mars), Louis Oosthuizen (apríl), Luke Donald (maí), Pádraig Harrington (júní), Ian Poulter (júlí); Richie Ramsay (ágúst) og Justin Rose (september).
Hér má svo loks sjá frábært högg Shawn Lowry – SMELLIÐ HÉR:
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
- mars. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023
- mars. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023
- mars. 15. 2023 | 18:00 Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open