Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 29. 2012 | 14:45

Tár trúðsins: Christina Kim þunglynd (6. grein af 8)

Hér kemur 6. hluti af góðri grein Stinu Sternberg, Golf Digest Women, um þunglyndi meðal toppíþróttamanna, þar sem m.a. er viðtal við Christinu Kim, sem nýlega hefir greinst með þunglyndi. Hér fer 6. hluti í lauslegri þýðingu:

Íþróttasálfræðingurinn frægi Dr. Bob Rotella, sem hefir haft marga af þekktustu kylfingum samtímans í meðferð og sem hefir skrifað nokkrar bækur um efnið top andlegur árangur trúir því að þunglyndi sé algengara meðal kylfinga á LPGA en PGA.

Rotella segir að ástæðan sé að hluta til fjárhagsleg – konur þurfi að hafa meira fyrir að afla til hnífs og skeiðar vegna þess að verðlaunafé sem miklu mun lægra og mun erfiðara sé fyrir þær að fá styrktarsamninga og að hluta vegna meiri skorts á jafnvægi sem karlmenn búi yfir.

„Maður sér tilhneigingu hjá foreldrum að ala dætur sínar þannig upp að þær eigi að fórna öllu,“ segir hann. „Ég veit ekki hvaða það kemur en það er tilhneiging hjá feðrum til þess að hafa áhyggjur af því að litlu dætur þeirra, ef þær eru t.d. á deiti, muni falla fyrir einhverjum náunganum sem afvegaleiðir þær frá takmarki þeirra að verða kylfingar.

Maður heyrir ekki of marga feður segja sonum sínum að fara ekki á deit, það muni drepa leik þeirra. Maður verður að komast yfir þetta og gera sér grein fyrir að það eru fleiri kostir því samfara að vera margbrotinn og eiga sér líf fyrir utan golfsins. Þetta er mikilvægt efni, vegna þess að í því meira jafnvægi sem líf ykkar er, þeim mun auðveldara er t.d. að fást við veikindi eða meiðsl.“