Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 29. 2012 | 18:00

Hættulegustu golfvellir heims (4. grein af 10)

Carbrook golfklúbburinn í Brisbane, Ástralíu er hér talinn meðal hættulegustu golfvalla heims.

Það búast auðvitað allir við að sjá hákarla við stærsta kóralrif heims Great Barrier Reef, í Ástralíu, en kylfingar eru líka farnir að sjá hákarla við 15. brautina í Carbrook golfklúbbnum.

Þegar Logan áinn flæddi yfir golfvöllinn snemma á 9. áratug síðustu aldar bárust með allra handanna fiskitegundir þ.á.m. ungir hákarlar.

Nú er vatnið við 15. braut í Carbrook heimili þessara strandaglópa og það vekur alltaf eftirtekt þegar sést í hákarlaugga kíkja upp úr og skera vatnsyfirborðið í vatninu við 15. braut.

Hákarlarnir hafa nefnilega fjölgað sér og vatnshindrun í Carbrook farin að fá allt aðra merkingu – það borgar sig alls ekki að nota háf til þess að veiða bolta upp úr vatninu við 15. braut Carbrook golfvallarins hvað þá að seilast með hendinni ofan í vatnið þótt glitti í boltann og vatnið virðist ekkert of djupt!  Jafnframt er mjög óhefðbundið skilti á við vatnið við 15. braut Carbrook golfvallarins: Bannað að synda!

Það er bannað að synda í vatninu við 15. braut Carbrook golfvallarins í Ástralíu!