
Hættulegustu golfvellir heims (4. grein af 10)
Carbrook golfklúbburinn í Brisbane, Ástralíu er hér talinn meðal hættulegustu golfvalla heims.
Það búast auðvitað allir við að sjá hákarla við stærsta kóralrif heims Great Barrier Reef, í Ástralíu, en kylfingar eru líka farnir að sjá hákarla við 15. brautina í Carbrook golfklúbbnum.
Þegar Logan áinn flæddi yfir golfvöllinn snemma á 9. áratug síðustu aldar bárust með allra handanna fiskitegundir þ.á.m. ungir hákarlar.
Nú er vatnið við 15. braut í Carbrook heimili þessara strandaglópa og það vekur alltaf eftirtekt þegar sést í hákarlaugga kíkja upp úr og skera vatnsyfirborðið í vatninu við 15. braut.
Hákarlarnir hafa nefnilega fjölgað sér og vatnshindrun í Carbrook farin að fá allt aðra merkingu – það borgar sig alls ekki að nota háf til þess að veiða bolta upp úr vatninu við 15. braut Carbrook golfvallarins hvað þá að seilast með hendinni ofan í vatnið þótt glitti í boltann og vatnið virðist ekkert of djupt! Jafnframt er mjög óhefðbundið skilti á við vatnið við 15. braut Carbrook golfvallarins: Bannað að synda!
- janúar. 15. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sirrý Hallgríms ——- 15. janúar 2021
- janúar. 15. 2021 | 09:00 PGA: 3 efstir & jafnir e. 1. dag Sony Open
- janúar. 15. 2021 | 08:00 Angel Cabrera handtekinn af Interpol í Brasilíu
- janúar. 14. 2021 | 20:49 Svar Kevin Kisners við því hvort hann geti sigrað hvar sem er
- janúar. 14. 2021 | 20:00 PGA: Pebble Beach mótið spilað án áhugamannanna vegna Covid
- janúar. 14. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Henriksen og Gunnar Smári Þorsteinsson – 14. janúar 2021
- janúar. 14. 2021 | 10:00 GSÍ: Reglur varðandi framkvæmd æfingar og keppni á Covid tímum
- janúar. 14. 2021 | 08:00 GR: Þórður Rafn nýr íþróttastjóri GR! Haukur Már kemur inn í þjálfarateymið!
- janúar. 14. 2021 | 07:00 LPGA: Yealimi Noh, meðal þeirra sem eru nýliðar aftur 2021!
- janúar. 13. 2021 | 18:00 PGA: Áhorfendum fækkað á Phoenix Open og grímuskylda!
- janúar. 13. 2021 | 16:30 Áskorendamótaröð Evrópu: Mótum í S-Afríku frestað
- janúar. 13. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðjón Frímann Þórunnarson – 13. janúar 2020
- janúar. 13. 2021 | 13:00 Evróputúrinn: Boðskortin á Sádí International
- janúar. 13. 2021 | 10:00 Sonur Gary Player hvetur föður sinn til að skila Trump frelsisorðunni
- janúar. 13. 2021 | 08:00 Vegas með Covid