
Hættulegustu golfvellir heims (4. grein af 10)
Carbrook golfklúbburinn í Brisbane, Ástralíu er hér talinn meðal hættulegustu golfvalla heims.
Það búast auðvitað allir við að sjá hákarla við stærsta kóralrif heims Great Barrier Reef, í Ástralíu, en kylfingar eru líka farnir að sjá hákarla við 15. brautina í Carbrook golfklúbbnum.
Þegar Logan áinn flæddi yfir golfvöllinn snemma á 9. áratug síðustu aldar bárust með allra handanna fiskitegundir þ.á.m. ungir hákarlar.
Nú er vatnið við 15. braut í Carbrook heimili þessara strandaglópa og það vekur alltaf eftirtekt þegar sést í hákarlaugga kíkja upp úr og skera vatnsyfirborðið í vatninu við 15. braut.
Hákarlarnir hafa nefnilega fjölgað sér og vatnshindrun í Carbrook farin að fá allt aðra merkingu – það borgar sig alls ekki að nota háf til þess að veiða bolta upp úr vatninu við 15. braut Carbrook golfvallarins hvað þá að seilast með hendinni ofan í vatnið þótt glitti í boltann og vatnið virðist ekkert of djupt! Jafnframt er mjög óhefðbundið skilti á við vatnið við 15. braut Carbrook golfvallarins: Bannað að synda!
- mars. 31. 2023 | 16:30 Gary Player þarf að „grátbiðja“ til að fá að spila á Augusta National
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 23. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kristín Sigurbergsdóttir – 23. mars 2023
- mars. 22. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Peter McEvoy og Davíð Arthur Friðriksson – 22. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore