Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 29. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Santiago Luna – 29. nóvember 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Santiago Luna.  Santiago fæddist 29. nóvember 1962 í Madríd á Spáni og á því 50 ára stórafmæli í dag. Pabbi Luna var starfsmaður í Puerta de Hierro Golf Club í Madríd og þar steig Santiago sín fyrstu spor í golfíþróttinni. Hann gerðist atvinnumaður árið 1982 og var meira en 20 ár á Evrópumótaröðinni, þar sem hann spilaði í meir en 500 mótum. Hann var meðal efstu 100 á lista þeirra bestu í Evrópu (Order of Merit) oftar en 12 sinnum, en besti árangur hans var 31. sætið árið 1998. Eini sigur hans á Evrópumótaröðinni er Madeira Island Open, 1995, en hann er með 10 sigra í allt á atvinnumannsferli sínum. Eins var hann annar af liðstvennd Spánar á Heimsbikarsmótinu 1999, þegar Spánn varð í 2. sæti.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Santiago Luna, 29. nóvember 1962; Perry Parker, 29. nóvember 1964 (48 ára);  Guy Hill, 29. nóvember 1970 (42 ára);  Tonya Gill 29. nóvember 1970 (42 ára) og  Danny Chia, 29. nóvember 1972 (40 ára stórafmæli!!!)

….. og …..

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is