
Afmæliskylfingur dagsins: Santiago Luna – 29. nóvember 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Santiago Luna. Santiago fæddist 29. nóvember 1962 í Madríd á Spáni og á því 50 ára stórafmæli í dag. Pabbi Luna var starfsmaður í Puerta de Hierro Golf Club í Madríd og þar steig Santiago sín fyrstu spor í golfíþróttinni. Hann gerðist atvinnumaður árið 1982 og var meira en 20 ár á Evrópumótaröðinni, þar sem hann spilaði í meir en 500 mótum. Hann var meðal efstu 100 á lista þeirra bestu í Evrópu (Order of Merit) oftar en 12 sinnum, en besti árangur hans var 31. sætið árið 1998. Eini sigur hans á Evrópumótaröðinni er Madeira Island Open, 1995, en hann er með 10 sigra í allt á atvinnumannsferli sínum. Eins var hann annar af liðstvennd Spánar á Heimsbikarsmótinu 1999, þegar Spánn varð í 2. sæti.
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Santiago Luna, 29. nóvember 1962; Perry Parker, 29. nóvember 1964 (48 ára); Guy Hill, 29. nóvember 1970 (42 ára); Tonya Gill 29. nóvember 1970 (42 ára) og Danny Chia, 29. nóvember 1972 (40 ára stórafmæli!!!)
….. og …..


- janúar. 28. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (4/2023)
- janúar. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2023
- janúar. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bjarni Benediktsson – 26. janúar 2023
- janúar. 25. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sjöfn Har, Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2023
- janúar. 24. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingunn Einarsdóttir – 24. janúar 2023
- janúar. 23. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Yani Tseng ———– 23. janúar 2023
- janúar. 23. 2023 | 06:00 PGA: Xander Schauffele með fyrsta albatrossinn á ferlinum á AmEx Open
- janúar. 23. 2023 | 05:15 Hvað var í sigurpoka Brooke Henderson?
- janúar. 23. 2023 | 05:00 PGA: Rahm rúllaði upp AmEx Open
- janúar. 22. 2023 | 22:40 Champions: Stricker sigraði í Hawaii
- janúar. 22. 2023 | 22:30 LPGA: Sigur Brooke Henderson öruggur á Hilton Grand Vacations TOC!!!
- janúar. 22. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sigurbjörn Sigfússon og Unnur Ólöf Halldórsdóttir – 22. janúar 2023
- janúar. 22. 2023 | 14:45 Evróputúrinn: Victor Perez sigraði á Abu Dhabi HSBC meistaramótinu
- janúar. 21. 2023 | 23:59 LPGA: Brooke Henderson leiðir á Hilton Grand Vacations TOC f. lokahringinn
- janúar. 21. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (3/2023)