Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Lee Trevino – 1. desember 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Lee Trevino, en hann fæddist 1. desember 1939, í Dallas, Texas og því 73 ára í dag. Hann er oft uppnefndur „Supermex“ eða „The Merry Mex“ vegna mexíkansks uppruna síns, en móðir hans, Juanita, er mexíkönsk og Lee mikið átrúnaðargoð meðal mexíkanskra golfaðdáenda. Lee gerðist atvinnumaður í golfi árið 1960 og hefir því spilað leikinn göfuga í 51 ár á atvinnumannsstigi og á þeim tíma sigrað alls 89 sinnum, þar af 29 sinnum á PGA, 29 sinnum á Champions Tour og 31 sinnum á öðrum mótaröðum. Af helstu afrekum Lee mætti nefna að hann hefir í 6 skipti sigrað á risamótum golfsins, Opna bandaríska árin 1968 og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2012 | 10:00

NÝTT: Bókarkynning: “The Match – The day the game of golf changed forever” – Inngangur (1. grein af 24)

Mark Frost er höfundur metsölubókarinnar: “The Match – The day the game of golf changed forever.” Hann hefir áður ritað tvær bækur um golf, sem hafa sögulegt gildi, en þær fjalla um tvo af upphafsmönnum golfíþróttarinnar í Bandaríkjunum.  Fyrri bókin er “The Grand Slam: Bobby Jones, America, and the Story of Golf” sem fjallar um atvinnukylfinginn Bobby Jones, sem er einn af aðeins 5 kylfingum til dagsins í dag, sem unnið hefir öll risamót í golfíþróttinni. Seinni bókin er “The Greatest Game Ever Played” og fjallar um Bandaríkjamanninn Francis Quimet sem var fyrsti áhugamaðurinn til að sigra US Open, árið 1913 og þar með tvo af fremstu kylfingum heims þess Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2012 | 09:00

Álit Tiger á breytingunum á St. Andrews – samþykkur sumu en finnst breytingin á 17. braut Old Course óþörf

Tiger Woods þekkir Old Course á St. Andrews út og inn en hann á metið fyrir lægsta heildarskori á vellinum í móti þ.e. 19 undir pari, sem hann setti á Opna breska 2000. En þegar Tiger kemur aftur til að spila Old Course árið 2015 mun völlurinn verða aðeins breyttur og 14 faldur sigurvegari risamóta er alls ekki samþykkur öllum breytingunum, sem golfvallararkítektinn Martin Hawtree er þegar farinn að vinna að, með blessun R&S. Breytingarnar sem gera á eru þær fyrstu á vellinum í 70 ár og fyrsti áfanginn er þegar hafinn, en meðal þess sem gera á er að víkka hina erfiðu 17. Road glompu. Hér er stutt samantekt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2012 | 07:00

LPGA: Moriya Jutanugarn með 6 högga forystu á lokaúrtökumóti LPGA eftir 3. hring

Moriya Jutanugarn frá Thaílandi jók forystu sína úr 3 í 6 högg eftir 3. hring föstudagsins á lokaúrtökumóti LPGA. Jutanugarn átti 3. hring upp á  3 undir pari 69 högg og er samtals á 13 undir pari 203 högg. Japanska stúlkan  Ayako Uehara var líka á 69 höggum og er komin í 2. sætið á samtals 7 undir pari. Rebecca Lee-Bentham endurtók leik sinn frá deginum þar áður og var á 5 undir pari, 67 höggum. Hún fór úr T-31 stöðu í 3. sætið  sem hún deilir með Lacey Agnew (74). Áhugamaðurinn Marita Engzelius var líkt og forystukonan Jutanugarn  á 3 undir pari, 69 höggum og lauk þriðja hring T-5 á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2012 | 02:30

PGA: Graeme McDowell í efsta sæti á World Challenge þegar mótið er hálfnað

Norður-írski kylfingurinn Graeme McDowell er í efsta sæti þegar World Challenge mót Tiger Woods er hálfnað. Leikið er á golfvelli Sherwood Oaks CC í Thousand Oaks, Kaliforníu. McDowell er á samtals 9 undir pari, 135 höggum (69 66) og er kominn með 3 högga forskot á Bandaríkjamennina Bo Van Pelt, Keegan Bradley og Jim Furyk, sem eru í 2. sæti. Einn í 5. sæti er nr. 3 á heimslistanum, Tiger Woods á samtals 5 undir pari, 139 högg (70 69). Rickie Fowler og forystumaður 1. dags Nick Watney deila síðan 6. sætinu á 4 undir pari, 140 höggum, hvor. Til þess að sjá stöðuna á World Challenge þegar mótið er hálfnað SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 30. 2012 | 19:00

Hættulegustu golfvellir heims (5. grein af 10)

Næst er ferðinni haldið í Singapore Island Country Club, en golfvöllurinn þar er með hættulegustu í heiminum. Þetta er sögufrægur golfklúbbur, sá elsti og einn af virtustu  klúbbunum á eyþjóðinni Singapore. Þar hafa kylfingar orðið fyrir árásum ýmissa villtra dýra. Frægt er atvik, sem átti sér stað fyrir 30 árum, þegar kylfingurinn Jim Stewart stóð andspænis 3 metra löngum cobra …. ekki dræver  heldur alvöru cobraslöngu. Hann drap hana en horfði sér til skelfingar þegar annar snákur skreið úr kjafti snáksins. Það hefir margt breyst í Singapore síðan 1982 en hringur á vellinum er enn ævintýri og óvissuferð. Nú til dags eru félagar varaðir við villigöltum sem ráfa um völlinn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 30. 2012 | 18:45

Tár trúðsins: Christina Kim þunglynd (7. grein af 8)

Hér fer næstsíðasti hluti af góðri grein Stinu Sternberg, sem birtist í Golf Digest Woman á morgun þ.e. í desemberblaðinu. Þar er fjallað um þunglyndi toppíþróttamanna og m.a. viðtal við Christinu Kim, sem nýlega hefir greinst með þunglyndi.  Hún er sem stendur í 3. sæti í Q-school LPGA þ.e. lokaúrtökumótinu á Daytona Beach þannig að vonandi léttir það lundina aðeins.  En hér fer næstsíðasti hluti greinar Christina Kim skrifaði um flókið samband sitt við föður sinn í bók sem hún gaf út 2010 og hét  Swinging From My Heels (en hana skrifaði hún ásamt golffréttamanninum Alan Shipnuck). Hún segir nú að pabbi hennar, sem líka sé sveifluþjálfari hennar og var Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 30. 2012 | 18:15

LET: Aditi Ashok, Becky Brewerton og Stefania Croce í efsta sæti eftir 1. dag Hero Women´s Indian Open

Það eru 3 stúlkur sem deila forystunni eftir 1. dag Hero Women´s Indian Open: ung 14 ára indversk stúlka að nafni Aditi Ashok og aðeins reyndari kylfingar Becky Brewerton frá Wales og Stefania Croce frá Ítalíu. Spilað er á DLF golfvellinum í Gurgaon á Indlandi og standa þrjár kvenmótaraðir að mótinu Women’s Golf Association of India (WGAI), Ladies Asian Golf Tour (LAGT) og Ladies European Tour (LET). Aditi hlaut 5 fugla, 11 pör og 2 skolla á frábærum hring sínum og ef henni tækist að sigra mótið yrði hún yngsti sigurvegari á LET, en hins vegar ekki á Asíumótaröðunum því þar hefir hún þegar sigrað í ágúst 2010, þá 13 ára. Hópur 6 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 30. 2012 | 18:00

Afmæliskylfingur dagsins: Anthony Kang – 30. nóvember 2012

Afmæliskylfingur dagsins er bandarísk/kóreanski kylfingurinn Anthony Kang, Hann er fæddur  í Suður-Kóreu, 30. nóvember 1972 og á því 40 ára merkisafmæli í dag. Kang flutti til Bandaríkjanna 10 ára og var m.a. við nám og spilaði með golfliði Oregon State University. Kang gerðist atvinnumaður í golfi 1996. Hann hefir spilað á Asíutúrnum frá árinu 1998 og hefir unnið sér inn yfir 1 milljón bandaríkjadala í verðlaunafé. Hann hefir unnið 3 sinnum á Asíutúrnum og 1 sinni á Evróputúrnum, þ.e. á Maybank Malaysian Open 2009.  Við þann sigur fékk hann 2 ára keppnisrétt á Evróputúrnum. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:    Alessandro Tadini, 30. nóvember 1973  (Sjá má Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 30. 2012 | 14:30

Sólskinstúrinn: Paul Lawrie efstur á Nedbank Golf Challenge þegar mótið er hálfnað

Það er Skotinn Paul Lawrie, sem leiðir á Nedbank Golf Challenge, þegar mótið er hálfnað. Leikið er í Gary Player Country Club í Sun City, Suður-AFríku.  Lawrie er samtals búinn að spila á 4 undir pari, 140 höggum (71 69).  Í dag lék Lawrie á 3 undir pari, fékk 4 fugla 13 pör og 1 skolla. Í 2. sæti er þýski kylfingurinn Martin Kaymer, aðeins 1 höggi á eftir á 3 undir pari, 141 höggi (72 69). Þriðja sætinu deila Bill Haas, Francesco Molinari, Louis Oosthuizen og Charl Schwartzel; allir á samtals 1 höggi undir pari, hver. Til þess að sjá stöðuna þegar Nedbank Golf Challenge er hálfnað SMELLIÐ HÉR: