
LPGA: Moriya Jutanugarn leiðir eftir 2. hring á lokaúrtökumóti LPGA
Dagana 28. nóvember – 2. desember 2012 fer fram lokaúrtökumót LPGA (þ.e. 3. stig Q-school LPGA). Spilað er á LPGA International golfvellinum í Daytona Beach, Flórída og leikið á tveimur völlum þ.e. Champions og Legends golfvöllunum.
Þátttökugjaldið er býsna hátt eða $ 2.500 (300.000 íslenskar krónur) kostar það að fá að spreyta sig á þessu 5 hringja úrtökumóti þar sem aðeins 40 efstu og þeim sem jafnar eru í 40. sæti er tryggt sæti á LPGA mótaröðinni keppnistímabilið 2013. Allar hinar sem þátt taka í lokaúrtökumótinu fá spilarétt á Symetra Tour, sem er stökkpallurinn inn á LPGA – líkt og LET Access á Evrópumótaröð kvenna.
Þegar tveir hringir hafa verið leiknir á lokaúrtökumóti LPGA 2013 er 18 ára stúlka frá Thaílandi efst; Moriya Jutanugarn. Hún er búin að spila hringina tvo á 10 undir pari, samtals 134 höggum (68 66).
Í 2. sæti er bandaríska stúlkan Lacey Agnew, 3 höggum á eftir Jutanugarn, á samtals 7 undir pari, 137 höggum (70 67).
Í 3. sæti er síðan Christina Kim, sem greinst hefir með þunglyndi, en eina ástæðu þess nefnir hún að þurfa í fyrsta skipti á ferlinum að fara í Q-school, en Golf1 hefir einmitt undanfarna daga verið að birta grein Golf Digest Women um þunglyndi meðal íþróttamanna og í 2 síðustu hlutunum, sem birtast í dag og á morgun er einmitt viðtal við Christinu. Það er gott til þess að vita að henni gengur a.m.k. þrátt fyrir veikindi sín vel í þessu mjög svo stressþrungna lokaúrtökumóti – en hún er í 3. sæti!!! Christina er á samtals 5 undir pari, 139 höggum (72 67).
Fjórða sætinu deila síðan Kim Welch (68 72) frá Bandaríkjunum og Ayako Uehara (70 70) frá Japan á samtals á 4 undir pari, 140 höggum, hvor.
Til þess að sjá stöðuna í heild eftir 2. dag lokaúrtökumóti LPGA í Flórída SMELLIÐ HÉR:
- mars. 31. 2023 | 16:30 Gary Player þarf að „grátbiðja“ til að fá að spila á Augusta National
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 23. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kristín Sigurbergsdóttir – 23. mars 2023
- mars. 22. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Peter McEvoy og Davíð Arthur Friðriksson – 22. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore