Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 29. 2012 | 17:30

PGA: Högg ársins nr. 8 – vipp Brandt Snedeker – nr. 7 högg Luke Donald úr karga – nr. 6 fugl Ernie Els á Opna breska – myndskeið

PGA Tour velur í lok ár hvers bestu höggin á  mótaröðinni á því ári sem er að líða.  Nú er aftur komið að þeim tíma ársins þar sem höggin góðu eru rifjuð upp.

Nr. 8 er vipp Brandt Snedeker á par-4 á 17. braut Tour Championship, sem tryggði honum sigurinn. Sjá má höggið með því að SMELLA HÉR: 

Nr. 7 er högg Luke Donald úr karga á 1. holu bráðabana á Transitions Championship.  Sjá má höggið með því að SMELLA HÉR:

Loks má hér sjá högg nr. 6 á PGA Tour 2012, sem er högg Ernie Els á par-4 lokaholu  Royal Lytham & St. Annes vallarins, þar sem Opna breska fór fram í ár.  Sjá má höggið með því að SMELLA HÉR: