Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 30. 2012 | 12:15

PGA: Nick Watney efstur á World Challenge – hápunktar og högg 1. dags

Það er bandaríski kylfingurinn Nick Watney, sem leiðir eftir 1. dag World Challenge, en mótið hófst í gær á Sherwood CC í Thousand Oaks í Kaliforníu.

Watney kom í hús á 5 undir pari, 67 höggum; skilaði „hreinu skorkorti“ með 5 fuglum og 13 pörum.

Í 2. sæti eftir 1. dag eru Keegan Bradley, Graeme McDowell og Jim Furyk; allir á 3 undir pari, 69 höggum þ.e. 2 höggum á eftir forystumanninum.

Fimmta sætinu deila síðan aðrir 3 kylfingar: Tiger Woods, sem er gestgjafi mótsins; Webb Simpson og Bo Van Pelt allir á 2 undir pari 70 höggum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á World Challenge SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á World Challenge SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá högg 1. dags á World Challenge sem  Ian Poulter átti á par-5 16. braut Sherwood vallarins SMELLIÐ HÉR: