Enn að finnast golfboltar í afmælisgolfboltaleik Hótel Sögu
Í tilefni af 50 ára afmæli Hótel Sögu komu þeir á Hótel Sögu fyrir sérmerktum golfboltum á golfvöllum um allt land. Enn eru nokkrir vel faldir boltar sem enginn hefir fundið, en afmælisleikur Hótel Sögu rennur út nú í árslok, þannig að nú fer hver að verða síðastur að skyggnast um eftir golfboltum, sé á annað borð allt ekki komið í kaf undir snjó. Fyrir þann sem finnur golfbolta merktan Hótel Sögu, bíður frábær vinningur á Hótel Sögu. Það var hann Bjarni Pétursson, sem fann Hótel Sögu golfboltann í haust á Jaðarsvelli á Akureyri. Bjarni spilar ekki mikið golf en var að slá nokkrum boltum með konunni sinni og fann Hótel Lesa meira
NGA: Alexander komst ekki í gegnum niðurskurð í Southern Dunes mótinu
Alexander Gylfason tók þátt í 5. móti NGA Pro Golf Tour – Bridgestone Winter Series, en leikið var Southern Dunes Golf & CC í Haines City í Flórída. Mótið stendur dagana 27.-29. nóvember og var skorið niður í gær eftir seinni dag mótsins og komust 36. efstu og þeir sem jafnir voru í 36. sætinu áfram í lokaumferðina. Alexander Gylfason komst því miður ekki í gegnum niðurskurð að þessu sinni. Hann lék á samtas 24 yfir pari, 168 höggum (81 87) og var nokkuð mörgum höggum frá því að ná niðurskurði. Í efsta sæti eftir 2 hringi eru heimamaðurinn James Vargas, frá Miami (68 68) og Ryan Brehm frá Michigan (67 Lesa meira
Nökkvi lauk keppni á Leesburg Open með hring upp á 71 högg
Nökkvi Gunnarsson, NK, spilaði seinni hringinn á 3. móti Florida Professional Golf Tour, Leesburg Open, í gær. Að þessu sinni var spilað á golfvelli Arlington Ridge golfklúbbsins, í Flórída. Nökkvi lék hringina 2 á samtals 4 yfir pari, 144 höggum (73 71) og lauk keppni í 22. sæti. Hann fór upp um 5 sæti en hann var jafn öðrum í 27. sæti eftir fyrri daginn. Jafnframt vann Nökkvi sér inn skinna-vinninga á 7. holu á fyrri hring og 16. holu á seinni hring en þar fékk Nökkvi glæsiörn, en hvor vinningur um sig var upp á $330 (u.þ.b. 40.000,- íslenskar krónur samtals) Í efsta sæti á Leesburg Open varð „heimamaðurinn“ Roger Rowland á Lesa meira
Rory: „Þetta var í fyrsta og eina skiptið sem ég notaði magapútter!“
Kylfingar er misjafnlega virkir á samskiptasíðunum. Rory McIlroy er t.a.m ekki jafnvirkur og Ian Poulter, en engu að síður setti Rory þessa mynd af sér inn á Twitter í gær. Með myndinni var eftirfarandi texti: „Þetta var í fyrsta og eina skiptið sem ég notaði magapútter!“ Heimsins besti er því ekki í mjög svo fjölmennum hópi heimsklassagolfara sem koma til með að sjá eftir „bestu kylfunni í pokanum“ magapútternum, þegar bann R&A við notkun slíkra púttera árið 2016 kemur til framkvæmda. Kylfingurinn Keegan Bradley hefir hótað málsókn verði magapútterarnir eða m.ö.o. „belly-arnir“ bannaðir og margir horfa með eftirsjá á eftir þeim kylfingar eins og Adam Scott o.fl.
GSG: Árlegt Skötumót GSG fer fram 15. desember n.k. – Takið daginn frá og mætið í skötuveislu í Sandgerði!!!
Árlegt skötumót (Veisla GSG) fer fram 15. desember 2012. Ekki er nauðsynlegt að mæta með kylfur. Aðalega verður notast við borðbúnað (fer eftir veðri). Mótið stendur yfir frá kl. 11:30 – 13:30. Innifalið í þátttökugjaldi er Skata og saltfiskur. Hvergi betri Skata sunnan Vestfjarða!!! 🙂 Ath skráning á golf.is og gsggolf@simnet.is. Þátttökugjald 2500 kr á mann. Ath skráning á golf.is og gsggolf@simnet eða 8637756. Mjög áríðandi er að skrá sig sem fyrst – Allir velkomnir!!!
GL: Þórður Emil endurkjörinn formaður GL – Hagnaður GL 12 milljónir
Í gær 27. nóvember 2012 fór fram aðalfundur Golfklúbbsins Leynis. Á fundinn mættu um 40 fundarmenn. Formaður GL las skýrslu stjórnar og gjaldkeri fór yfir helstu lykilstærðir í reikningnum, tekjur og gjöld. Skýrslu stjórnar má sjá með því að SMELLA HÉR: Á fundinum voru veittar viðurkenningar, Guðmundar og Ólafsbikarinn var veittur sjálfboðaliðum sem unnu við áhaldahúsið. Alfreð Alfreðsson veitti bikarnum móttöku fyrir hönd sjálfboðaliða. Háttvísibikarinn GSÍ hlaut Friðrik Berg Sigþórsson, mestu forgjafar framför á árinu hlaut Halldóri Karvel Bjarnason og að lokum veitti formaður GL Valdísi Þóru Jónsdóttur viðurkenningu fyrir afrek hennar á liðnu ári. Ella María Gunnarsdóttir fór yfir viðhorfskönnunina frá september og þjóðfundinn sem haldinn var í nóvember. Þessa Lesa meira
Hættulegustu golfvellir heims (3. grein af 10)
Næsti hættulegi golfvöllurinn sem við heimsækjum er í Indonesíu. Þetta er Merapi golfvöllurinn í Yogyakarta. Hann er við rætur eins virkasta eldfjalls í heimi, Merapi og geta gos brotist út með skömmum fyrirvara. Síðast gaus í desember 2010 og þá skemmdist m.a. golfvöllurinn af grárri leireðju, sem kom upp úr fjallinu. Þar áður gaus Merapi 2007 og þar áður 2006 og virðist fjallið því gjósa á 1-3 ára fresti. Það sem fólki er sérstaklega hættulegt eins og í öðrum gosum eru eitraðar gosgufur og askan, sem fer yfir allt og er heit og brennir. 2010 létu 153 lífið og 320.000 fóru á vergang. Fólk sem hefir spilað völlinn, sem Lesa meira
Tár trúðsins: Christina Kim þunglynd (5. grein af 8)
Hér verður fram haldið með 5. hluta af góðri grein Stinu Sternberg hjá Golf Digest Women um þunglyndi af því tilefni að LPGA kylfingurinn Christina Kim, greindist nú nýlega með þunglyndi. Í grein hennar gefa tvöfaldi risamótsmeistarinn John Daly, sem manna fyrstur viðurkenndi fyrir heiminum að hann hefði þurft að berjast við þunglyndi og LPGA kylfingurinn ástralski, Lindsey Wright, góð ráð, en þau telja sig hafa náð nokkrum bata eftir langa baráttu við þunglyndi. Hér kemur 5. hluti greinarinnar: Það er rökrænt að álykta að ef 6,7% af bandarísku þjóðinni þjáist af skapgerðarbrestum, þá sé þetta nokkuð sem hái 1 af hverjum 15 kylfingum á stóru mótaröðunum. Lardon (geðlæknir golfstjarnanna Lesa meira
Ian Poulter: „Málum yfirvaraskegg á Monu Lisu – það verða örugglega allir jafn hrifnir af því og breytingunum fyrirhuguðu á Old Course.“
Nú nýverið tilkynntu forsvarsmenn R&A um að þeir hefðu samþykkt tillögu golfvallararkítektsins Martin Hawtrees á Old Course á St. Andrews. Það eru ekki allir jafnhrifnir af því að breytingar skuli fyrirhugaðar á jafn sögufrægum golfvelli og þeir síðustu til þess að tjá sig um það eru Ryder Cup hetja Evrópu í Medinah 2012, Ian Poulter og sænski kylfingurinn, snjalli, Robert Karlson. Poulter sagði m.a. eftirfarandi um breytingarnar fyrirhuguðu: „Ég veit, málum bara yfirvaraskegg á Monu Lisu og ég er viss um að allir verði yfir sig hrifnir. Þetta er það sama þegar verið er að eyðileggja frábæran völl, St. Andrews.“ Annar sem tók í sama streng og Poults er Svíinn Robert Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Atli Þór Þorvaldsson – 28. nóvember 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Atli Þór Þorvaldsson. Atli Þór er fæddur 28. nóvember 1962 og á því 50 ára stórafmæli í dag!!! Atli Þór er kvæntur Hafdísi Halldórsdóttur og á 3 börn. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Atli Þór Þorvaldsson (50 ára stórafmæli – Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Dick Rhyan, 28. nóvember 1934 (78 ára); Cesar Monasterio, 28. nóvember 1963 (49 ára); David Ecob, 28. nóvember 1965 (47 ára); Anna Rún Sigurrósardóttir, GO, 28. nóvember 1968 (44 ára; Vaughn Groenewald, 28. nóvember 1974 (38 ára); Angela Stanford, 28. nóvember 1977 (35 ára) ….. Lesa meira







