Nýju stúlkurnar á LPGA 2013: Paz Echeverria, Min Seo Kwak og Sue Kim (4. grein af 27)
Hér verða næst kynntar 3 stúlkur af 7 sem deildu 32. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA sem fram fór á Daytona Beach í Flórída, dagana 28. nóvember – 2. desember 2012. Hinar 4: Lacey Agnew, Perrine Delacour, Alejandra Llaneza og Garrett Phillips hafa þegar verið kynntar. Þessar 3, sem kynntar eru í dag hljóta takmarkaðan spilarétt á LPGA næsta keppnistímabil. Þær eru: 1. Paz Echverria Paz Echverria er kylfingur frá Santiago, Chile. Hún fæddist í Chile 5. júlí 1985 og er því 27 ára. Meðal hápunkta í ferli hennar er að hún var fimm sinnum valin kylfingur ársins í Chile (2006 – 2010). Paz hefir 5 sinnum verið í landsliði Chile í World Lesa meira
LET: Shanshan Feng sigraði á Omega Ladies Dubai Masters
Kínverska stúlkan Shanshan Feng var nú rétt í þessu að tryggja sér sigur á Omega Ladies Dubai Masters. Þetta er algert metskor en Shanshan spilaði hringina 4 á samtals 21 undir pari, 267 höggum (66 65 67 69). Í 2. sæti var Dewi Claire Schreefel frá Hollandi á samtals 16 undir pari, 272 höggum (69 71 63 69). Í 3. sæti nokkuð á eftir Feng urðu Caroline Masson frá Þýskalandi og Becky Brewerton frá Wales báðar á samtals 12 undir pari, 276 höggum; Caroline (68 68 69 71), Becky (70 73 68 65). Lexi Thompson hafnaði í 10. sæti og Michelle Wie í 19. sæti. Til þess að sjá úrslitin Lesa meira
Rory er að kaupa sér hús í Flórída fyrir 1,3 milljarð króna
Mikið hefir verið látið í áströlskum golffjölmiðlum með það að Rory McIlroy, nr. 1 á heimslistanum, hafi ekki mætt í Opna ástralska vegna þess að honum fannst $1 milljón of lítil upphæð bara fyrir það að mæta og fór fram á $2 milljónir. Ekki var gengið að þeim kröfum hans. En Rory þarf nú einu sinni svona mikinn pening til þess að eiga fyrir nýjustu fjárfestingu sinni. Skv. fjölmiðlum vestra er Rory nefnilega að kaupa sér $10,9 milljóna dollara (u.þ.b. 1,36 milljarða króna) hús í Palm Beach Gardens í Flórída. Húsið sem er byggt 2012, skartar af einstakri hönnun á 10.000 ferfetum (u.þ.b. 3.300 fermetrum). Í því eru m.a. 6 svefnherbergi, Lesa meira
Senden með 2. högga forystu á Rose fyrir lokahring Australian Open
Það er Ástralinn John Senden, sem tekið hefir forystuna fyrir lokahring Opna ástralska (ens.: Australian Open); en hann á tvö högg á þann sem næstur kemur, Englendinginn Justin Rose. Fraser er búinn að spila á samtals 7 undir pari, 209 höggum (66 73 70) á The Lakes Course í Sydney. Justin Rose hins vegar á samtals 5 undir pari, 211 höggum (68 73 70). Þriðja sætinu deila 3 ástralskir kylfingar: Kieran Pratt, Peter Senior og Matthew Jones allir á samtals 4 undir pari, 212 höggum og 6. sætinu deila enn aðrir 3 kylfingar þ.á.m. Bandaríkjamaðurinn Kyle Stanley á samtals 3 undir pari, 213 höggum. Adam Scott deilir 9. sætinu ásamt 8 öðrum kylfingum á samtals Lesa meira
LET: Shanshan Feng leiðir fyrir lokahring Omega Dubai Ladies Masters
Kínverski kylfingurinn Shanshan Feng hefir 5 högga forystu á næstu konur, Caroline Masson frá Þýskalandi og Dewi Claire Schreefel frá Hollandi, fyrir lokahring Omega Dubai Masters. Shanshan er búin að spila á samtals 19 undir pari, (66 65 67) meðan Caro Masson og Dewi Claire Schreefel eru á samtals 14 undir pari Caro (68 68 69) og Dewi (69 71 63). Dewi átti glæsihring og lægsta skor gærdagsins 63 högg og fékk 9 fugla og 9 pör á hring sínum. Eftir 3. hring sagði Shanshan m.a. um spil sitt keppnisdagana 3 að hún hefði verið taugaóstyrk í fyrstu ekki náð að setja niður mörg pútt og fengið alltof marga ódýra Lesa meira
Asíutúrinn: Schwartzel enn efstur þegar Thailand Golf Championship er hálfnað
Eftir 2. dag Thailand Golf Championship er Charl Schwartzel frá Suður-Afríku enn efstur. Hann er búinn að spila báða hringi sína í mótinu á 65 þ.e. samtals á 14 undir pari, 130 höggum. Í 2. sæti, 3 höggum á eftir er „heimamaðurinn“ Thitiphun Chuayprakong á samtals 11 undir pari, 133 höggum (66 67). Sænsk-indverski kylfingurinn Daníel Chopra er í 3. sæti á samtals 10 undir pari (67 67) og Japaninn Masanori Kobayashi er í 4. sæti á samtals 9 undir pari. Landi Kobayashi, Ryo Ishikawa er síðan í 5. sæti á samtals 8 undir pari, 136 höggum (70 66). Fimm kylfingar deila síðan 6. sæti á samtals 6 undir pari, þ.á.m. Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Ben Hogan? (2/9) 7. grein af 24 um „The Match“
Hér verður fram haldið kynningu á einni af 4 aðalsöguhetjum í bók Mark Frost: “The Match – The day the game of golf changed forever.” Ben Hogan var annar af 2 atvinnumönnunum (hinn var Byron Nelson) sem kepptu við tvo áhugamenn í fjórleik (þ.e. Ken Venturi og Harvie Ward sem þegar hafa verið kynntir til sögunnar) vegna veðmáls milljónamæringanna Eddie Lowery og George Coleman, árið 1956, en Eddie taldi að enginn gæti sigrað tvo starfsmenn sína, áhugamennina Venturi og Ward í fjórleik. Coleman tók veðmálinu og mætti með þá Ben Hogan og Byron Nelson, sem er líkt og hann hefði mætt með Rory McIlroy og Luke Donald til að keppa við einhverja áhugamenn í dag. Kynningin á Ben Hogan er nokkuð löng (í 9 hlutum) Lesa meira
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2013: Scott Arnold (6. grein af 28)
Scott Arnold er frá Ástralíu; fæddur 13. september 1985 og er því 27 ára. Hann er í New South Wales golfklúbbnum heima í Ástralíu. Sem stendur er Scott í 681. sæti á heimslistanum. Sem áhugamaður var Arnold nr. 1 á heimslista áhugamana 5 vikur í röð, árið 2009. Scott gerðist atvinnumaður 2010. Á s.l. 2 árum hefir hann spilað á Áskorendamótaröð Evrópu, Evrópumótaröðinni, OneAsia Tour og ástralska PGA túrnum. Scott vann fyrsta mót sitt í janúar 2012 á ástralska PGA, þ.e. Victorian Open.
Nýju stúlkurnar á LPGA 2013: Lacey Agnew, Perrine Delacour, Alejandra Llaneza, Garrett Phillips (3. grein af 27)
Hér verða næst kynntar þær 4 stúlkur af 7 sem deildu 32. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA sem fram fór á Daytona Beach í Flórída, dagana 28. nóvember – 2. desember 2012. Þessar 4, sem kynntar eru í dag hljóta takmarkaðan spilarétt á LPGA næsta keppnistímabil. Þær eru: 1. Lacey Agnew Lacey Agnew er fædd 12. nóvember 1987 og er því nýorðin 25 ára. Hún byrjaði að spila golf 14 ára og segir föður sinn hafa haft mest áhrif á að hún byrjaði. Meðal áhugamálanna er hverskyns íþróttir sem stunda má utandyra, körfubolti, tennis og borðtennis að fara í ræktina og lestur góðra bóka. Lacey spilaði golf með golfliði Florida State Lesa meira
GR: Jón Pétur áfram formaður Golfklúbbs Reykjavíkur
Jón Pétur Jónsson var endurkjörinn formaður Golfklúbbs Reykjavíkur á aðalfundi klúbbsins sem fram fór í golfskálanum í Grafarholti miðvikudaginn 5. desember s.l.. Jón Pétur er að hefja sitt sjötta ár sem formaður Golfklúbbs Reykjavíkur. Nýkjörinn formaður vill koma á framfæri þökkum til félagsmanna með það traust sem honum var sýnt með endurkjöri. Helga Harðardóttur sem hefur verið gjaldkeri klúbbsins gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu og í hennar stað var kjörin Guðný Helga Guðmundsdóttir til eins árs. Aðrir stjórnarmeðlimir gáfu kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Félagsmönnum var kynnt starfsárið sem var að líða. Hagnaður á rekstri klúbbsins á starfsárinu var um 7,2 milljónir króna, en til samanburðar Lesa meira










