Viðtal við Tiger Woods 14 ára – myndskeið
Á golffréttamiðlum hérlendis hefir myndskeið af Tiger Woods, 14 ára, farið eins og eldur í sinu. Í myndskeiðinu sést Tiger m.a. halda golfkúlu á lofti með kylfunni sinni og er ansi hreint flinkur. Eins sést Earl Woods, föður Tiger bregða fyrir. Annars er Tiger bara sýndur við heimanámið og í tölvuleik, sem allir venjulegir 14 ára strákar sinna af og til. Til þess að sjá myndskeiðið með Tiger Woods 14 ára SMELLIÐ HÉR:
LET: Tinna á 72 höggum eftir 2. dag í Lalla Aïcha Tour School 2013
Tinna Jóhannsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Keili spilaði 2. hring sinn á Lalla Aïcha Tour School 2013 í dag, en mótið fer fram í Amelkis Golf Club & Al Maaden Golf Resort í Marrakech, Marokkó. Í dag lék Tinna Al Maaden golfvöllinn og byrjaði á 1. teig. Hún var á 72 höggum og er því samtals búin að spila á 2 yfir pari, 146 höggum (74 72). Í dag fékk Tinna 2 fugla, 14 pör og 2 skolla. Hún er sem stendur í 37. sæti, en sætisröðun getur enn breyst því nokkrar eiga eftir að ljúka leik. Cheynne Woods, frænka Tiger, sem spilar í sama riðli og Tinna kom í hús í dag Lesa meira
Marcus Fraser leiðir þegar Australian Open er hálfnað
Það er Ástralinn Marcus Fraser, sem leiðir þegar Opna ástralska (ens.: Australian Open) er hálfnað. Hann er búinn að spila á samtals 6 undir pari, 138 höggum (69 69) , þ.e. jafnt og fínt golf á the Lakes Course í Sydney. Í 2. sæti eru landar hans John Senden, sem leiddi í gær og Brendan Jones, 1 höggi á eftir og einn í 4. sæti er enn einn Ástralinn, Nick Cullen, 2 höggum á eftir Marcus Fraser. Það er ekki fyrr en í 5. sæti sem einhver utan Ástralíu situr á fleti, en þar er Justin Rose á samtals 3 undir pari, 141 höggi (68 73). Fimmta sætinu deilir Rose Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Luke Donald – 7. desember 2012
Það er nr. 2 á heimslistanum, Luke Donald, sem er afmæliskylfingur dagsins. Luke Campbell Donald fæddist 7. desember 1977 í Hemel Hempstead, Herts í Hertfordshire og er því 35 ára í dag. Pabbi Luke var frá Stranraer í suðvesturhluta Skotlands, en hann varð bráðkvaddur fyrir ári síðan. Vegna þess að rætur Luke liggja í Stranraer hefir hann alltaf talið sig hálfskoskan. Luke á bróður Christian og saman spiluðu þeir golf í Hazlemere og Beaconsfield golfklúbbunum á yngri árum og þegar Luke fór að skara fram úr var bróðir hans m.a.s. kylfusveinn hans og lengi vel frameftir eftir þegar Luke fór að spila á öllum helstu mótaröðum heims. Eitthvað sinnaðist þeim Lesa meira
Golfútbúnaður: Hver er munurinn á „cast“ og „forged“ járnum? Kynning á Mizuno JPX-800 Pro forged járnum og álit Luke Donald á þeim – myndskeið
Fyrir þá sem gaman hafa af fréttum um golfútbúnað er þetta myndskeið áhugavert, þó það sé orðið 1 árs gamalt. Þar lýsir yfirmaður R&D hjá Mizuno hver munurinn á „cast“ og „forged“ járnum er. Nr. 2 á heimslistanum Luke Donald lýsir síðan hvað skipti hann mestu þegar hann velur sér járn. Merkilegt að það eru sömu hlutirnir og hjá okkur hinum – þ.e. meðal þess sem Luke horfir til er útlit og lögun kylfunnar og hvernig tilfinningin er þegar kylfan slær boltann. Hjá Luke er enginn titringur sem myndast þegar slegið er – höggið er mjúkt og það er það sem notendur Mizuno kylfa kunna svo vel að meta! Mizuno Lesa meira
GHG: Fannar Ingi Steingrímsson valinn kylfingur ársins
Aðalfundur GHG var haldinn miðvikudaginn 5. desember 2012. Erlingur Arthúrsson var endurkjörinn formaður til 2ja ára. Alfreð Maríusson, Steindór Gestsson og Sigrún Arndal voru einnig endurkjörin í aðalstjórn. Í varastjórn voru kosin til eins árs Þorsteinn Ingi Ómarsson, Össur Emil Friðgeirsson og Harpa Rós Björgvinsdóttir. Á fundinum var samþykkt nýtt aðalskipulag fyrir 18 holu völl í Gufudal sem hannað er af Hannesi Þorsteinssyni golfvallararkitekt. Veittar voru viðurkenningar á fundinum og var Fannar Ingi Steingrímsson valinn kylfingur ársins 2012 og Katrín Eik Össurardóttir fékk viðurkenningu fyrir mestar framfarir. Barna og unglinganefnd veitti Birni Ásgeiri Ásgeirssyni viðurkenningu sem efnilegasti kylfingurinn meðal yngri kylfinga GHG. Fundurinn samþykkti hækkun á félagsgjöldum sem verða eftirfarandi: Árgjald 19-66 Lesa meira
Auðveld púttæfing – myndskeið
Nú þegar varla er hægt að spila golf utandyra hér á landi – allt á kafi í snjó, of hvasst eða vellir blautir og í óspilanlegu ástandi þá fara allir alvöru kylfingar á æfingasvæðið eða æfa stutta spilið og þá sérstaklega púttstrokuna innandyra. Hér er hugmynd að púttæfingu fyrir þá sem pútta of hart, þ.e. of fast þannig að jafnvel þó kúla sé í beinni stefnu á holu og hitti hana jafnvel þá skoppar boltinn upp úr vegna þess að of miklum krafti var beitt. Afar ergilegt! En svo eru „feimnu“ pútterarnir þeir sem ekki drífa að holu, skortir e.t.v. sjálfstraust. Stundum lendir bolti þeirra allt of langt frá holu Lesa meira
Asíutúrinn: Schwartzel efstur á Thailand Golf Championship
Í dag hófst Thailand Golf Championship, sem er mót á Asíutúrnum. Efstur eftir 1. dag er Charl Schwartzel, en hann lék á glæsilegum 7 undir pari, 65 höggum. Aðeins 1 höggi á eftir er „heimamaðurinn“ Thitiphun Chuayprakong á 6 undir pari, 66 höggum. Í 3. sæti er svo Javi Colomo, sem spilar á Evrópumótaröðinni en því sæti deilir hann með indversk-sænska kylfingnum Daníel Chopra, en langt er síðan Chopra hefir verið svo ofarlega í móti. Báðir eru þeir á 5 undir pari, 67 höggum. Fimm kylfingar deila síðan 5. sætinu Masters sigurvegarinn Bubba Watson; tveir suður-kóreanskir kylfingar: Hyun-bin Park og Joong-kyung Mo; heimamaðurinn Kiradech Aphibarnrat og Japaninn Masanori Kobayashi. Lee Westwood og Ryo Ishikawa eru Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Ben Hogan? (1/9) 6. grein af 24 um „The Match“
Hér verður fram haldið kynningu á einni af 4 aðalsöguhetjum í bók Mark Frost: “The Match – The day the game of golf changed forever.” Ben Hogan var annar af 2 atvinnumönnunum (hinn var Byron Nelson) sem kepptu við tvo áhugamenn í fjórleik (þ.e. Ken Venturi og Harvie Ward sem þegar hafa verið kynntir til sögunnar) vegna veðmáls milljónamæringanna Eddie Lowery og George Coleman, árið 1956, en Eddie taldi að enginn gæti sigrað tvo starfsmenn sína, áhugamennina Venturi og Ward í fjórleik. Coleman tók veðmálinu og mætti með þá Ben Hogan og Byron Nelson, sem er líkt og hann hefði mætt með Rory McIlroy og Luke Donald til að keppa við einhverja áhugamenn í dag. Kynningin á Ben Hogan er nokkuð löng Lesa meira
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2013: Alexander Levy (5. grein af 28)
Frakkinn Alexander Levy er einn af þeim 5 sem urðu í 24. sæti á lokaúrtökumóti Q-school Evrópumótaraðarinnar á PGA Catalunya golfstaðnum í Girona á Spáni, sem fram fór 24.-29. nóvember í s.l. mánuði og tryggði sér þar með keppnisrétt 2013 á Evrópumótaröðinni, í fyrstu tilraun. Alexander Levy er fæddur 1. ágúst 1990 i Orange, Kaliforníu og því 22 ára. Hann fluttist aftur til Frakklands 1994 (4 ára) og býr í dag í Bandaul í Frakklandi og er í golfklúbbnum Golf PGA France du Vaudreuil. Levy er með tvöfalt ríkisfang þ.e. er bæði franskur og bandarískur. Levy er nr. 608 á heimslistanum í dag. Levy hefir m.a. keppt í landsliðum Frakka t.a.m. Lesa meira









