Garrett Philips
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2012 | 16:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2013: Lacey Agnew, Perrine Delacour, Alejandra Llaneza, Garrett Phillips (3. grein af 27)

Hér verða næst kynntar þær 4 stúlkur af  7 sem deildu 32. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA sem fram fór á Daytona Beach í Flórída, dagana 28. nóvember – 2. desember 2012.  Þessar 4, sem kynntar eru í dag hljóta takmarkaðan spilarétt á LPGA næsta keppnistímabil. Þær eru:

1. Lacey Agnew

Lacey Agnew

Lacey Agnew er fædd 12. nóvember 1987 og er því nýorðin 25 ára.  Hún byrjaði að spila golf 14 ára og segir föður sinn hafa haft mest áhrif á að hún byrjaði. Meðal áhugamálanna er hverskyns íþróttir sem stunda má utandyra, körfubolti, tennis og borðtennis að fara í ræktina og lestur góðra bóka.

Lacey spilaði golf með golfliði Florida State University, þar sem hún varð 5 sinnum meðal efstu 10 á síðasta ári sínu og eins sigraði hún Pinehurst Challenge 2010. Lacey átti m.a. hring upp á 65 á Cougar Classic en þar með jafnaði hún lægsta skor á Florida State all-time.

Lacey Agney gerðist atvinnumaður 2010 eftir útskrift og spilaði fyrstu 2 árin á Symetra þar sem besti árangur hennar er T-9th árangur á Vidalia Championship, árið 2011.

Lacey var alger nýliði á LPGA  keppnistímabilið 2012 og komst í gegnum Q-school í fyrstu tilraun sinni 2011. Lacey hefir verið einstaklega óheppin í Q-school.  Í Q-school í fyrra, þ.e. 2011,  lenti hún í umspili  9 stúlkna sem lentu í 20. sæti en fékk því miður bara takmarkaðan spilarétt á LPGA.

Í Q-school 2012 var sömu sögu að segja, en kannski ekki alveg. Fyrir lokahringinn á 5 hringja úrtökumótinu var Lacey T-11, þ.e. deildi 11. sætinu með nokkrum öðrum og næsta örugg til þess að hljóta eitt af efstu 20 sætunum, sem hefðu tryggt henni fullan keppnisrétt á LPGA.  En …. Lacey gaf það frá sér með slæmum lokahring upp á 76 högg, sem urðu til þess að hún endaði í 32. sæti og fær bara takmarkaðan spilarétt (þ.e. þátttökurétt í 6 mótum á LPGA 2013).

2. Perrine Delacour

Franska stúlkan Perrine Delacour þegar hún sigraði á Opna írska U18 í Knightsbrook. – en í mótinu tóku m.a. þátt 6 stúlkur úr Keili

Perrine Delacour er í franska golflandsliðinu og sem stendur nr. 20 á heimslista áhugamanna. Hún er 19 ára, fædd í júní 1993. Heima í Frakklandi er hún í Ailette golfklúbbnum.

Árið 2009 sigraði Perrine á Girls’ British Open Amateur Championship undir 18 ára þegar mótið var haldið í West Lancashire Golf Club árið 2009.

Hún sigraði í Cecile de Rothschild Trophy í Morfontaine  golfklúbbnum í Frakklandi, 2011.  Eins vann Perrine  Opna írska í höggleik undir 18 ára í Knightsbrook, 2011, sama mót og 6 stúlkur úr Keili kepptu í nú í vor (2012).

Perrine Delacour var í forystu í ár á Helen Holm Championship á Troon, í Skotlandi en tapaði með 1 höggi fyrir velska kylfingnum Amy Boulden. Delacour komst í undanúrslit í ár á Ladies’ British Amateur Championship, vann m.a. ensku stúlkuna Kelly Tidy, í leik sem hlaut mikla umfjöllun vegna þess að álitið var að Perrine hefði sýnt af sér mjög óíþróttamannlega hegðun, sem m.a. fólst í því að hún truflaði Tidy meðan hún var að slá af teig.

Nú er Perrine komin með takmarkaðan spilarétt á LPGA. Við eigum eflaust eftir að heyra meira frá henni í framtíðinni!

3. Alejandra Llaneza…

Alejandra Llaneza

er frá Mexíkó og dóttir Jorge Llaneza og Ma. Concepcion Llaneza.  Sveifluþjálfi hennar er  Rafael Alarcon, sem einnig þjálfaði Lorena Ochoa. Meðal áhugamála Alejöndru er að spila fótbolta, tennis og að fara í bíó með vinum. Alejandra var í háskólanum í Arizona og spilaði með golfliðinu þar í 4 ár.  Hápunktar á ferli Alejöndru eru eftirfarandi:

– Hún er fimmfaldur unglingameistari í golfi í Mexíkó.

– Hún varð í 3. sæti í  Callaway Junior World Championship.

– Hún sigraði í  Optimist International, árið 2006.

– Alejandra er í mexíkanska landsliðinu og tók þátt í World Amateur Golf Team Championships, árið 2008.

– Alejandra varð í 2. sæti í Canadian Amateur, árið 2008.

– Hún varð í 2. sæti í  Dr. Donnis Thompson tournament, 2011 meðan hún var enn í University of Arizona.

– Árið 2008 var Alejandra tilnefnd til Pacific 10 Conference Honorable Mention.

– Alejandra sigraði á móti, sem haldið var í Wigwam,  á Cactus Tour, árið 2011.

4. Garrett Phillips

Garrett Philips

Garrett Phillips fæddist í Houston, Texas 20. ágúst 1986 og er því 26 ára. Garrett hefir spilað bæði á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour) og LPGA Futures Tour (nú Symetra Tour). Hún gerðist atvinnumaður í golfi eftir að hún útskrifaðist frá University of Georgia, þar sem hún spilaði golf með háskólaliðinu.

Fræðast má nánar um  Garrett Phillips með því að SMELLA HÉR: