Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2012 | 21:30

Hver er kylfingurinn: Ben Hogan? (2/9) 7. grein af 24 um „The Match“

Hér verður fram haldið kynningu á  einni af 4 aðalsöguhetjum í bók Mark Frost: “The Match – The day the game of golf changed forever.”    Ben Hogan var annar af 2 atvinnumönnunum (hinn var Byron Nelson) sem kepptu við tvo áhugamenn í fjórleik (þ.e. Ken Venturi og Harvie Ward sem þegar hafa verið kynntir til sögunnar) vegna veðmáls milljónamæringanna Eddie Lowery og George Coleman, árið 1956, en Eddie taldi að enginn gæti sigrað tvo starfsmenn sína, áhugamennina Venturi og Ward í fjórleik.  Coleman tók veðmálinu og mætti með þá Ben Hogan og Byron Nelson, sem er líkt og hann hefði mætt með Rory McIlroy og Luke Donald til að keppa við einhverja áhugamenn í dag.

Kynningin á Ben Hogan er nokkuð löng (í 9 hlutum) en við verðum að átta okkur á því að Ben Hogan er svona einskonar Rory eða Tiger síns tíma.

Hogan hætti á síðasta ári  í menntaskóla til að gerast atvinnumaður í Texas Open í San Antonio, seint í janúar 1930, 17 og 1/2 árs. Hogan hitti Valerie Fox í sunnudagsskóla í Forth Worth kringum 1925 og þau hittust aftur 1932 þegar hann fékk láglaunastarf sem golfleiðbeinandi í Cleburne, þangað sem fjölskylda hennar hafði flutt. Þau giftust 1935 á heimili foreldra hennar.

Þó að Hogan væri í 13. sæti á peningalistanum 1938 varð Hogan að taka að sér starf aðstoðarkennara og var ráðinn það árið af Century Country Club í Purchase, New York. Hann vann í Century sem aðstoðarmaður og síðan sem aðalkennari til 1941 þegar hann tók að sér starf yfirkennara í Hershey Country Club í Hershey, Pennsylvania.

Atvinnumennskan

Fyrstu ár Hogan sem atvinnumanns voru erfið og Hogan varð gjaldþrota oftar en einu sinni. Hann vann ekki fyrsta mótið sitt sem atvinnumaður og einstaklingur þar til í mars 1940 en þá vann hann líka 3 mót í röð í Norður-Karólínu. Jafnvel þó að það hafi tekið Hogan 10 ár að tryggja sér fyrsta sigur sinn, trúði eiginkona Hogan, Valerie á hann og hjálpaði hann í gegnum erfiðu árin, þegar hann átti m.a. í vandræðum með húkkin, sem hann læknaði síðar.

Ben Hogan var besti kylfingur samtíðar sinnar og er enn getið sem eins af bestu kylfingum allra tíma. „Haukurinn“ (ens. The Hawk“) bjó yfir járnvilja og ákveðni, sem sameinuð voru óumdeilanlegum golfhæfileikum hans, sem mynduðu áru í kringum hann sem hræddu keppinauta hans. Í Skotlandi var Hogan þekktur sem „The Wee Ice Man“ eða í sumum útgáfum „Wee Ice Mon,“ viðurnefni sem hann vann til í frægum sigri hans á Opna breska, þegar það var haldið á Carnoustie, 1953.  Það sem verið var að vísa til var stálframkoma hans, en hann virtist næsta taugalaus, en það var bara afleiðing golfsveiflu sem hann hafði tileinkað sig til þess að ná betri árangri undir pressu. Hogan talaði sjaldan þegar hann var að keppa og fáir andstæðinga komust hjá því að visna undan ísköldu augnaráði hans. En Hogan var líka virtur af samkeppni sinni vegna yfirburða golfvallarstjórnunar hans. Á toppárum sínum reyndi hann sjaldnast að taka högg, sem hann hafði ekki æft til þrautar.