
LET: Shanshan Feng leiðir fyrir lokahring Omega Dubai Ladies Masters
Kínverski kylfingurinn Shanshan Feng hefir 5 högga forystu á næstu konur, Caroline Masson frá Þýskalandi og Dewi Claire Schreefel frá Hollandi, fyrir lokahring Omega Dubai Masters.
Shanshan er búin að spila á samtals 19 undir pari, (66 65 67) meðan Caro Masson og Dewi Claire Schreefel eru á samtals 14 undir pari Caro (68 68 69) og Dewi (69 71 63). Dewi átti glæsihring og lægsta skor gærdagsins 63 högg og fékk 9 fugla og 9 pör á hring sínum.
Eftir 3. hring sagði Shanshan m.a. um spil sitt keppnisdagana 3 að hún hefði verið taugaóstyrk í fyrstu ekki náð að setja niður mörg pútt og fengið alltof marga ódýra skolla. Það hefði hins vegar lagast eftir því sem leið á keppnina. Hún hefði sett sér það markmið að verða meðal efstu 5 þannig að hún væri undir engri pressu. Meðan á keppni stæði hefði hún þann vana að líta ekki á skortöfluna. Hún ætlaði sér einfaldlega að halda sér við leikáætlun sína á 4. og lokahringnum líkt og á öllum öðrum hringjum þar á undan.
Caroline Hedwall er í 9. sæti sem stendur á 10 undir pari og sú sem á titil að verja Lexi Thompson deilir 10. sæti með 2 öðrum á samtals 9 undir pari. Michelle Wie er ein af 6 kylfingum sem deilir 27. sæti á samtals 4 undir pari, þ.e. heilum 15 höggum frá forystukonunni Shanshan Feng frá Kína.
Til þess að sjá stöðuna á Omega Dubai Ladies Masters SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024