Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2012 | 09:15

LET: Shanshan Feng leiðir fyrir lokahring Omega Dubai Ladies Masters

Kínverski kylfingurinn Shanshan Feng hefir 5 högga forystu á næstu konur, Caroline Masson frá Þýskalandi og Dewi Claire Schreefel frá Hollandi, fyrir lokahring Omega Dubai Masters.

Shanshan er búin að spila á samtals 19 undir pari, (66 65 67) meðan Caro Masson og Dewi Claire Schreefel eru á samtals 14 undir pari  Caro (68 68 69) og Dewi (69 71 63).  Dewi átti glæsihring og lægsta skor gærdagsins 63 högg og fékk 9 fugla og 9 pör á hring sínum.

Eftir 3. hring sagði Shanshan m.a. um spil sitt keppnisdagana 3 að hún hefði verið taugaóstyrk í fyrstu ekki náð að setja niður mörg pútt og fengið alltof marga ódýra skolla. Það hefði hins vegar lagast eftir því sem leið á keppnina. Hún hefði sett sér það markmið að verða meðal efstu 5 þannig að hún væri undir engri pressu.  Meðan á keppni stæði hefði hún þann vana að líta ekki á skortöfluna. Hún ætlaði sér einfaldlega að halda sér við leikáætlun sína á 4. og lokahringnum  líkt og á öllum öðrum hringjum þar á undan.

Caroline Hedwall er í 9. sæti sem stendur á 10 undir pari og sú sem á titil að verja Lexi Thompson deilir 10. sæti með 2 öðrum á samtals 9 undir pari.  Michelle Wie er ein af 6 kylfingum sem deilir 27. sæti á samtals 4 undir pari, þ.e. heilum 15 höggum frá forystukonunni Shanshan Feng frá Kína.

Til þess að sjá stöðuna á Omega Dubai Ladies Masters SMELLIÐ HÉR: