Rory McIlroy er uppáhaldskylfingur Ingvars
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2012 | 11:30

Rory er að kaupa sér hús í Flórída fyrir 1,3 milljarð króna

Mikið hefir verið látið í áströlskum golffjölmiðlum með það að Rory McIlroy, nr. 1 á heimslistanum, hafi ekki mætt í Opna ástralska vegna þess að honum fannst $1 milljón of lítil upphæð bara fyrir það að mæta og fór fram á $2 milljónir.  Ekki var gengið að þeim kröfum hans.

En Rory þarf nú einu sinni svona mikinn pening til þess að eiga fyrir nýjustu fjárfestingu sinni. Skv. fjölmiðlum vestra er Rory nefnilega að kaupa sér $10,9 milljóna dollara (u.þ.b. 1,36 milljarða króna) hús í  Palm Beach Gardens í Flórída.

Púttflötin fyrir utan nýja húsið hans Rory McIlroy í Palm Beach Garden í Flórída.

Húsið sem er byggt 2012, skartar af einstakri hönnun á 10.000 ferfetum (u.þ.b. 3.300 fermetrum).  Í því eru m.a. 6 svefnherbergi, 9 baðherbergi, heimsklassa líkamsræktarsalur, Zen hönnun á báðum hæðum og einkabátahöfn að baka til í húsinu.

Eins er púttflöt í bakgarðinum.

Rory er talinn líklegur til þess að vilja spila á golfvellinum, sem er handan við götuna og tilheyrir einkaklúbbi Jack Nicklaus, The Bears Club.

„Rory hefir leigt hús í the Loxahatchee River í nokkur ár,” sagði heimildarmaður sem ekki vildi láta nafn síns getið. “Honum líkar svo vel þarna að það er ekki nema eðilegt að hann vilji kaupa á þessum stað.“

McIlroy setti húsið sitt í Norður-Írlandi á söluskrá nýlega skv. ráðum endurskoðenda sinna sem sögðu það ekki borga sig að halda húsinu, þar sem hann væri sjaldnast þar.

Hús Rory í Moneyreagh, rétt fyrir utan Belfast var sett á söluskrá í september og er andvirði þess  €2.3m  (380 milljónir íslenskra króna).

Sögusagnir eru á kreiki um að tennisstjarnan Caroline Wozniacki, kæresta Rory muni flytja inn í nýja húsið í Palm Beach Gardens.

Heimild: Irish Golf Desk