
Senden með 2. högga forystu á Rose fyrir lokahring Australian Open
Það er Ástralinn John Senden, sem tekið hefir forystuna fyrir lokahring Opna ástralska (ens.: Australian Open); en hann á tvö högg á þann sem næstur kemur, Englendinginn Justin Rose.
Fraser er búinn að spila á samtals 7 undir pari, 209 höggum (66 73 70) á The Lakes Course í Sydney. Justin Rose hins vegar á samtals 5 undir pari, 211 höggum (68 73 70).
Þriðja sætinu deila 3 ástralskir kylfingar: Kieran Pratt, Peter Senior og Matthew Jones allir á samtals 4 undir pari, 212 höggum og 6. sætinu deila enn aðrir 3 kylfingar þ.á.m. Bandaríkjamaðurinn Kyle Stanley á samtals 3 undir pari, 213 höggum.
Adam Scott deilir 9. sætinu ásamt 8 öðrum kylfingum á samtals 2 undir pari, 214 höggum og virðist ekki til stórræðnanna.
Tom Watson sem komst svo glæsilega í gegnum niðurskurð í gær á 68 höggum, tók því rólega í dag og átti aftur „skammarhring“ upp á 78 högg í dag, eins og fyrsta daginn, en eftir þann hring sagðist Watson skammast sín fyrir skorið. Hann er búinn að spila samtals á 8 yfir pari, 224 höggum og deilir næstneðsta sætinu. Það verður þó ekki tekið frá hinum 63 ára Watson að hann komst í gegnum niðurskurð í keppni á móti kylfingum sem eru stundum meira en þrefalt yngri en hann!!!
Til þess að sjá stöðuna á Opna ástralska eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR:
- maí. 24. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bill Haas og Nick Dougherty – 24. maí 2022
- maí. 23. 2022 | 22:00 PGA Championship 2022: Justin Thomas sigraði!!!
- maí. 23. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Olga Gunnarsdóttir – 23. maí 2022
- maí. 15. 2022 | 23:59 PGA: KH Lee sigraði á AT&T Byron Nelson mótinu
- maí. 15. 2022 | 21:00 NGL: Axel Bóasson sigraði á Rewell Elisefarm Challenge
- maí. 15. 2022 | 20:00 LPGA: Minjee Lee sigraði á Cognizant Founders Cup
- maí. 15. 2022 | 18:00 Evróputúrinn: Horsefield sigraði á Soudal Open
- maí. 15. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ken Venturi ——– 15. maí 2022
- maí. 14. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (20/2022)
- maí. 14. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Hafsteinn Baldursson og Shaun Norris – 14. maí 2022
- maí. 13. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Finnur Sturluson – 13. maí 2022
- maí. 12. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birgir Björn Magnússon – 12. maí 2022
- maí. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir – 11. maí 2022
- maí. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Jóhannsson og Mike Souchak – 10. maí 2022
- maí. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir – 9. maí 2022