
Senden með 2. högga forystu á Rose fyrir lokahring Australian Open
Það er Ástralinn John Senden, sem tekið hefir forystuna fyrir lokahring Opna ástralska (ens.: Australian Open); en hann á tvö högg á þann sem næstur kemur, Englendinginn Justin Rose.
Fraser er búinn að spila á samtals 7 undir pari, 209 höggum (66 73 70) á The Lakes Course í Sydney. Justin Rose hins vegar á samtals 5 undir pari, 211 höggum (68 73 70).
Þriðja sætinu deila 3 ástralskir kylfingar: Kieran Pratt, Peter Senior og Matthew Jones allir á samtals 4 undir pari, 212 höggum og 6. sætinu deila enn aðrir 3 kylfingar þ.á.m. Bandaríkjamaðurinn Kyle Stanley á samtals 3 undir pari, 213 höggum.
Adam Scott deilir 9. sætinu ásamt 8 öðrum kylfingum á samtals 2 undir pari, 214 höggum og virðist ekki til stórræðnanna.
Tom Watson sem komst svo glæsilega í gegnum niðurskurð í gær á 68 höggum, tók því rólega í dag og átti aftur „skammarhring“ upp á 78 högg í dag, eins og fyrsta daginn, en eftir þann hring sagðist Watson skammast sín fyrir skorið. Hann er búinn að spila samtals á 8 yfir pari, 224 höggum og deilir næstneðsta sætinu. Það verður þó ekki tekið frá hinum 63 ára Watson að hann komst í gegnum niðurskurð í keppni á móti kylfingum sem eru stundum meira en þrefalt yngri en hann!!!
Til þess að sjá stöðuna á Opna ástralska eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR:
- mars. 31. 2023 | 16:30 Gary Player þarf að „grátbiðja“ til að fá að spila á Augusta National
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 23. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kristín Sigurbergsdóttir – 23. mars 2023
- mars. 22. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Peter McEvoy og Davíð Arthur Friðriksson – 22. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore