Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2012 | 09:45

Senden með 2. högga forystu á Rose fyrir lokahring Australian Open

Það er Ástralinn John Senden, sem tekið hefir forystuna fyrir lokahring Opna ástralska (ens.: Australian Open); en hann á tvö högg á þann sem næstur kemur, Englendinginn Justin Rose.

Fraser er búinn að spila á samtals 7 undir pari,  209 höggum (66 73 70) á The Lakes Course í Sydney. Justin Rose hins vegar á samtals 5 undir pari, 211 höggum (68 73 70).

Þriðja sætinu deila 3 ástralskir kylfingar: Kieran Pratt, Peter Senior og Matthew Jones allir á samtals 4 undir pari, 212 höggum og 6. sætinu deila enn aðrir 3 kylfingar þ.á.m. Bandaríkjamaðurinn Kyle Stanley á samtals 3 undir pari, 213 höggum.

Adam Scott deilir 9. sætinu ásamt 8 öðrum kylfingum á samtals 2 undir pari, 214 höggum og virðist ekki til stórræðnanna.

Tom Watson sem komst svo glæsilega í gegnum niðurskurð í gær á 68 höggum, tók því rólega í dag og átti aftur „skammarhring“ upp á 78 högg í dag, eins og fyrsta daginn, en eftir þann hring sagðist Watson skammast sín fyrir skorið. Hann er búinn að spila samtals á 8 yfir pari, 224 höggum og deilir næstneðsta sætinu.  Það verður þó ekki tekið frá hinum 63 ára Watson að hann komst í gegnum niðurskurð í keppni á móti kylfingum sem eru stundum meira en þrefalt yngri en hann!!!

Til þess að sjá stöðuna á Opna ástralska eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR: