Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 9. 2012 | 14:00

LET: Carlota Ciganda í sögubækurnar – Er fyrsti kylfingurinn í 27 ár sem er efst á peningalistanum og nýliði ársins

Spænski kylfingurinn Carlota Ciganda hefir skrifað sig í sögubækurnar fyrir að verða fyrsti LET kylfingurinn í 27 ár til þess að verða efst á ISPS Handa Order of Merit (peningalista LET) og hljóta jafnframt titilinn Nýliði ársins. Fyrir 27 árum var það Laura Davies, sem vann þetta afrek. Hinn 22 ára Ciganda frá Pamplona á Spáni náði þessum glæsta árangri eftir að hafa tvívegis sigrað á nýliðaári sínu auk þess að hafa 9 sinnum verið meðal 10 efstu í mótum. Hún er aðeins 3. spænski kylfingurinn til þess að sigra á peningalista LET og reyndar bætti hún enn einni rós í hnappagatið þegar hún var valin Kylfingur ársins af leikmönnum LET. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 9. 2012 | 10:55

Evróputúrinn: Jiménez kylfingur nóvembermánaðar

Miguel Angel Jiménez hefir verið útnefndur kylfingur nóvembermánaðar á Evróputúrnum eftir metsigur hans á UBS Hong Kong Open. Jiménez bætti við einum titilinum enn við þá sem hann vann í Kína 2005 og 2008 í Fanling. Það sem stóð upp úr hér var þó að Spánverjinn skrifaði sig í sögubækurnar fyrir að vera elsti sigurvegari á Evróputúrnum. Jimenéz var  48 ára og 318 daga gamall þegar hann sigraði í UBS Hong Kong Open. Fyrra metið átti Írinn Des Smyth, sem 48 ára og 34 daga gamall vann  Madeira Islands Open, árið 2001.

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 9. 2012 | 10:15

Asíutúrinn: Charl Schwartzel vann yfirburðasigur á Thailand Golf Championship

Það var Charl Schwartzel frá Suður-Afríku sem sigraði á Thailand Golf Championship. Hann var á samtals skori upp á 25 undir pari, 263 höggum (65 65 68 65) og átti 11 högg á næstu menn sigurvegara The Masters, Bubba Watson og „heimamanninn“ Thitiphun Chuayprakong, sem voru á 14 undir pari, hvor. Í 4. sæti varð Sergio Garcia á samtals 12 undir pari, 276 höggum (69 69 70 68). Hyun-bin Park frá Suður-Kóreu varð í 5. sæti á 11 undir pari, 277 höggum (68 74 67 68). Síðan voru 5 kylfingar sem deildu 6. sætinu þ.á.m. sænsk-indverski kylfingurinn Daniel Chopra á samtals 10 undir pari og 4 sem deildu 11. sætinu á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 9. 2012 | 09:45

Peter Senior sigraði á Australian Open

Það var Ástralinn Peter Senior sem sigraði á Opna ástralska (ens.: Australian Open). Senior spilaði á samtals 284 höggum (75 68 69 72). Með sigrinum varð Senior sá elsti til þess að sigra á Opna ástralska eða 53 ára! Í 2. og 3. sæti voru einnig „heimamenn“ þ.e. Brendan Jones var aðeins 1 höggi á eftir Senior og landaði 2. sætinu og Cameron Percy var enn öðru höggi á eftir í 3. sæti. Fjórða sætinu deildu 3 kylfingar á samtals 287 höggum hver, 3 höggum á eftir Peter Senior, en þeirra á meðal var Englendingurinn Justin Rose. Adam Scott varð í 14. sæti á samtals 290 höggum, 6 höggum á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 9. 2012 | 07:00

Sólskinstúrinn: Morten Örum Madsen í forystu ásamt Tim Clark eftir 1. dag Nelson Mandela Championship

Danski nýliðinn á Evrópumótaröðinni Morten Örum Madsen er þegar kominn í golffréttirnar, en hann er einn af þeim kylfingum, sem Golf 1 er að kynna þessa daganna í greinaflokknum „Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2013.“ SMELLIÐ HÉR: Örum Madsen varð í 16. sæti  á PGA Catalunya golfstaðnum í Girona á Spáni, í lokaúrtökumóti, sem fram fór 24.-29. nóvember í s.l. mánuði og tryggði sér þar með keppnisrétt 2013 á Evrópumótaröðinni. Örum Madsen er þegar að slá í gegn á fyrsta móti sínu þ.e. Nelson Mandela Championship styrkt af ISPS Handa, í Suður-Afríku. Hann sagði um mikla spilamennsku sína að undanförnu: „Ég átti 3 daga heima eftir að ég kom úr Q-school og þar til Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2012 | 21:00

Golfgrín á laugardegi

Maður var á göngu eftir götu þegar hann varð fyrir aðkasti manns sem var sérlega skítugur og illa til fara og þar að auki heimilislaus. Hann bað þann sem hann var að ónáða um nokkrar krónur fyrir mat. Sá ónáðaði tók upp veskið sitt, rétti manninum 2000 krónur og spurði: „Ef ég læt þig hafa þennan pening, ætlarðu þá að kaupa bjór fyrir hann í staðinn fyrir mat?“ „Nei, ég hætti að drekka fyrir áratugum síðan,“ sagði heimilislausi maðurinn. „Muntu þá nota peninginn til þess að borga vallargjöld og spila golf í staðinn fyrir að nota peninginn til að kaupa mat?“ spurði maðurinn. „Ertu geggjaður?“ svaraði sá heimilislausi. „Ég hef Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2012 | 20:00

Hver er kylfingurinn: Ben Hogan? (3/9) 8. grein af 24 um „The Match“

Hér verður fram haldið kynningu á  einni af 4 aðalsöguhetjum í bók Mark Frost: “The Match – The day the game of golf changed forever.”    Ben Hogan var annar af 2 atvinnumönnunum (hinn var Byron Nelson) sem kepptu við tvo áhugamenn í fjórleik (þ.e. Ken Venturi og Harvie Ward sem þegar hafa verið kynntir til sögunnar) vegna veðmáls milljónamæringanna Eddie Lowery og George Coleman, árið 1956, en Eddie taldi að enginn gæti sigrað tvo starfsmenn sína, áhugamennina Venturi og Ward í fjórleik.  Coleman tók veðmálinu og mætti með þá Ben Hogan og Byron Nelson, sem er líkt og hann hefði mætt með Rory McIlroy og Luke Donald til að keppa við einhverja áhugamenn í dag. Kynningin á Ben Hogan er nokkuð löng (í 9 hlutum) Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2012 | 19:30

Afmæliskylfingur dagsins: Ágústa Sveinsdóttir – 8. desember 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Ágústa Sveinsdóttir. Ágústa er fædd 8. desember 1954. Hún er í Golfklúbbnum Keili, í Hafnarfirði og hefir tekið þátt í ýmsum opnum mótum s.l. sumar og er yfirleitt meðal efstu keppenda.   Sjá má viðtal við Ágústu sem birtist hér á Golf 1 fyrir um ári síðan SMELLIÐ HÉR:  Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Ágústu til hamingju með daginn hér að neðan: Ágústa Sveinsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið Ágústa!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Laurie Auchterlonie, f. 8. desember 1868 – d. 20. janúar 1948;  Edward Harvie Ward Jr., (f.8. desember 1925 – d.4. september 2004  – Einn af Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2012 | 19:15

LET: Tinna á 74 höggum á 3. degi í Lalla Aïcha Tour School 2013

Tinna Jóhannsdóttir, atvinnumaður úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði lék á 74 höggum á 3. degi  Lalla Aïcha Tour School 2013 í dag, en mótið fer fram í Amelkis Golf Club & Al Maaden Golf Resort í Marrakech, í Marokkó. B-riðillinn, sem Tinna leikur í spilaði á Amelkis golfvellinum, sem reynst hefir Tinnu erfiðari, þannig að það er gott að hún að Al Maaden eftir á morgun! Samtals er Tinna búin að spila á 4 yfir pari, 220 höggum (74 72 74) og er í 42. sæti. Frænka Tiger Woods, Cheyenne Woods, sem líka spilar í úrtökumótinu skaust upp fyrir Tinnu í dag og er komin í 30. sæti eftir frábæran hring upp Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2012 | 19:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2013: Callum Macaulay (7. grein af 28)

Skotinn Callum Macaulay er einn af þeim 4 sem urðu í 20. sæti á lokaúrtökumóti Q-school Evrópumótaraðarinnar á PGA Catalunya golfstaðnum í Girona á Spáni, sem fram fór 24.-29. nóvember í s.l. mánuði og tryggði sér þar með keppnisrétt 2013 á Evrópumótaröðinni. Hann hefir áður tekið þátt í Q-school, árið 2009 en þá fór hann upp í gegnum öll 3 stigin og spilaði í lokaúrtökumótinu. Macaulay er fæddur 6. desember 1983 í Falkirk í Skotlandi og varð því 29 ára í fyrradag. Hann gerðist atvinnumaður 2008. Callum Macaulay kvæntist eiginkonu sinni, Claire-Marie, í fyrra, 2011. Aðaláhugamálin eru golf og ruðningsbolti. Macaulay er nr. 634 á heimslistanum í dag. Hann hefir m.a. verið Lesa meira