Shanshan Feng
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2012 | 12:15

LET: Shanshan Feng sigraði á Omega Ladies Dubai Masters

Kínverska stúlkan Shanshan Feng var nú rétt í þessu að tryggja sér sigur á Omega Ladies Dubai Masters.

Þetta er algert metskor en Shanshan spilaði hringina 4 á samtals 21 undir pari, 267 höggum (66 65 67 69).

Í 2. sæti var Dewi Claire Schreefel frá Hollandi á samtals 16 undir pari, 272 höggum (69 71 63 69).

Í 3. sæti nokkuð á eftir Feng urðu Caroline Masson frá Þýskalandi og Becky Brewerton frá Wales báðar á samtals 12 undir pari, 276 höggum; Caroline (68 68 69 71), Becky (70 73 68 65).

Lexi Thompson hafnaði í 10. sæti og Michelle Wie í 19. sæti.

Til þess að sjá úrslitin á Omega Ladies Dubai Masters SMELLIÐ HÉR: