
Nýju stúlkurnar á LPGA 2013: Paz Echeverria, Min Seo Kwak og Sue Kim (4. grein af 27)
Hér verða næst kynntar 3 stúlkur af 7 sem deildu 32. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA sem fram fór á Daytona Beach í Flórída, dagana 28. nóvember – 2. desember 2012. Hinar 4: Lacey Agnew, Perrine Delacour, Alejandra Llaneza og Garrett Phillips hafa þegar verið kynntar. Þessar 3, sem kynntar eru í dag hljóta takmarkaðan spilarétt á LPGA næsta keppnistímabil. Þær eru:
1. Paz Echverria
Paz Echverria er kylfingur frá Santiago, Chile. Hún fæddist í Chile 5. júlí 1985 og er því 27 ára. Meðal hápunkta í ferli hennar er að hún var fimm sinnum valin kylfingur ársins í Chile (2006 – 2010). Paz hefir 5 sinnum verið í landsliði Chile í World Amateur (2002, 2004, 2006, 2008, 2010). Paz hefir 4 sinnum orðið chileanskur meistari í holukeppni (2003, 2005, 2009, 2010) og fimm sinnum í höggleik (2005, 2006, 2008 – 2010). Hún varð tvívegis suður-amerískur meistari í holukeppni, (2009, 2010). Hún varð í 11. sæti á HSBC LPGA Brasil Cup í Rio de Janiero, Brasilíu 2011. Paz hefir aðallega spila á Futures (nú Symetra) Tour í Bandaríkjunum frá árinu 2010.
2. Min Seo Kwak
Min Seo fæddist 10. september 1990 í Seoul í Suður-Kóreu og er því 21 árs. Hún byrjaði að spila golf 12 ára og segir foreldra sína hafa haft mest áhrif á golfferil sinn. Meðal áhugamála Min Seo eru körfubolti, sund og kappakstursbílar. Hún komst inn á LPGA í 4. tilraun sinni.
Sem áhugamaður sigraði Min Seo á Seoul City Tournament árið 2006 og Junior Kyoung in Daily News Tournament, árið 2007.
Hún gerðist atvinnumaður í golfi 2008 og spilaði fyrst á Symetra mótaröðinni 2009-2011, þar sem besti árangur hennar er 3. sæti á Eagle Classic, 2011. Kwak var nýliði á LPGA í fyrra en varð að fara aftur í Q-school LPGA.
3. Sue Kim
Sue Kim fæddist 5. mars 1991 í Suður-Kóreu og er því 21 árs. Ung fluttist hún til Kanada, þar sem hún bjó í Langley. Hún er aðeins 1,59 m á hæð og 53 kg. Árið 2009 þegar hún var 18 ára hætti hún í háskólanum í Denver þar sem hún var við nám í 1 semestur og spilaði með kvennagolfliði skólans. Árið þar á eftir gerðist hún atvinnumaður í golfi. Hér má sjá upphafshögg Kim, sem atvinnukylfings í Canadian PGA Women’s Championship með því að SMELLA HÉR:
Hér má sjá nokkra af hápunktum á ferli Sue Kim:
Sigraði tvívegis á British Columbia (BC) Junior Girls’ Championship (2005, 2007).
Varð tvisvar sinnum í 2. sæti á the Canadian Women’s Amateur Championship (2007, 2009).
Komst í fjórðungsúrslit 2007 á U.S. Girls’ Junior Championship.
Vann Telus BC Sportsman Award, 2007.
Keppti í 3 CN Canadian Women’s Open Championships (2008 – 2010).
Hún hlaut BC Sports Award, 2009.
Varð í 2. sæti á CPGA Championship, 2010.
Keppti á U.S. Women’s Open Championship risamótinu 2011.
- maí. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir – 11. maí 2022
- maí. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Jóhannsson og Mike Souchak – 10. maí 2022
- maí. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir – 9. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jens Gud ———-– 8. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 01:00 PGA: Keegan Bradley efstur f. lokahring Wells Fargo
- maí. 8. 2022 | 00:01 LET: Ana Pelaez í forystu f. lokahring Madrid Open
- maí. 7. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (19/2022)
- maí. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Brenden Pappas – 7. maí 2022
- maí. 7. 2022 | 12:30 Norman neitað um undanþágu til að spila á Opna breska
- maí. 7. 2022 | 06:45 PGA: Day leiðir e. 2. dag Wells Fargo
- maí. 7. 2022 | 06:00 LET: Koivisto efst e. 2. dag Madrid Open
- maí. 6. 2022 | 23:00 NGL: Bjarki bestur íslensku kylfinganna á Barncancerfonden Open
- maí. 6. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Long í forystu e. 2. dag á The Belfry
- maí. 6. 2022 | 18:00 Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur Kristins íþróttakona ársins hjá EKU
- maí. 6. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Dean Larsson – 6. maí 2022