Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2012 | 19:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2013: Scott Arnold (6. grein af 28)

Scott Arnold er frá Ástralíu; fæddur 13. september 1985 og er því 27 ára. Hann er í New South Wales golfklúbbnum heima í Ástralíu.

Sem stendur er Scott í 681. sæti á heimslistanum. Sem áhugamaður var Arnold nr. 1 á heimslista áhugamana 5 vikur í röð, árið 2009.

Scott gerðist atvinnumaður 2010. Á s.l. 2 árum hefir hann spilað á Áskorendamótaröð Evrópu, Evrópumótaröðinni, OneAsia Tour og ástralska PGA túrnum.

Scott vann fyrsta mót sitt í janúar 2012 á ástralska PGA, þ.e. Victorian Open.