Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2012 | 20:00

Hver er kylfingurinn: Byron Nelson? (2/4) 16. grein af 24 um „The Match“

Hér verður fram haldið kynningu á einni af 4 aðalsöguhetjum í bók Mark Frost: “The Match – The day the game of golf changed forever.” Byron Nelson var annar af 2 atvinnumönnunum (hinn var Ben Hogan, sem þegar hefir verið kynntur) sem kepptu við tvo áhugamenn í fjórleik (þ.e. Ken Venturi og Harvie Ward sem einnig hafa þegar verið kynntir til sögunnar) vegna veðmáls milljónamæringanna Eddie Lowery og George Coleman, árið 1956, en Eddie taldi að enginn gæti sigrað tvo starfsmenn sína, áhugamennina Venturi og Ward í fjórleik. Coleman tók veðmálinu og mætti með þá Ben Hogan og Byron Nelson, sem er líkt og hann hefði mætt með Rory McIlroy og Luke Donald til að keppa við einhverja áhugamenn í dag. Kynningin Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2012 | 18:40

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2013: Björn Åkesson (14. grein af 28)

Í dag verður annar af tveimur kylfingum kynntir sem deildu með sér 14. sætinu á lokaúrtökumóti Q-school Evrópumótaraðarinnar sem fram fór á PGA Catalunya golfstaðnum í Girona, Spáni, dagana 24.-29. nóvember s.l. Í dag verður byrjað á Svíanum Björn Åkesson.  Björn Åkesson fæddist 4. janúar 1989 í Malmö, Svíþjóð og er því 23 ára.  Hann spilaði íshokkí, fótbolta og golf sem krakki en einbeitti sér að golfinu vegna hæðar sinnar. Gefum Birni orðið: „Þegar ég var um 14 ára gamall uxu allir strákarnir í kringum mig en ég var eitthvað seinþroska, Ég fór úr því að vera virkilega góður íshokkímaður í miðlungs. Þannig að það var meira gaman í golfi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2012 | 17:00

Sólskinstúrinn: Charl Schwartzel sigraði á Alfred Dunhill Championship

Charl Schwartzel frá Suður-Afríku sigraði glæsilega á „heimavelli“ þ.e. Leopard Creek golfvellinum í Malelane í Suður-Afríku nú rétt í þessu. Búið var að fresta mótinu vegna veðurs en síðan stytti upp og var því fram haldið. Schwartzel spilaði á samtals 24 undir pari, 264 höggum (67 64 64 69) og átti heil 12 högg á næsta keppanda, Svíann Kristoffer Broberg, sem var á 12 undir pari 276 höggum (70 69 67 70). Fjórir kylfingar deildu 3. sætinu á 11 undir pari, þ.á.m. Grégory Bourdy frá Frakklandi. Til þess að sjá úrslitin á Alfred Dunhill Championship SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2012 | 16:55

Nýju stúlkurnar á LPGA 2013: Lauren Doughtie (11. grein af 27)

Í dag verður 1 af 7 stúlkum kynnt sem varð í  17. sæti á lokaúrtökumóti LPGA sem fram fór á Daytona Beach í Flórída, dagana 28. nóvember – 2. desember 2012. Stúlkurnar 7 fóru í bráðabana um lausu sætin 4 (þ.e. 17., 18., 19. og 20. sætið) en aðeins efstu 20 stúlkurnar á lokaúrtökumótinu hlutu full keppnisréttindi á LPGA fyrir keppnistímabilið 2013.  Þær 3 óheppnu sem töpuðu í bráðabananum, Breanna Elliott, Kelly Jacques og Jiayn Li hafa þegar verið kynntar, sem og þrjár af þeim heppnu, Irene Cho, Taylore Karle og Nicole, sem hlutu full keppnisréttindi.  Í dag verður sú síðasta kynnt sem varð í 17. sæti, bandaríska stúlkan Lauren Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2012 | 16:30

LET: Ariya Jutanugarn eykur forystu sína í Marokkó

Nú er ljóst hvaða 60 stúlkur spila um eitt af  30 kortum á LET og fullan keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna árið 2013 á morgun. Í efsta sæti er 17 ára stúlka, Ariya Jutanugarn, sem er aldeilis búin að slá í gegn – er búin að spila á samtals 21 undir pari, 267 höggum (68 70 64 65). Ariya er með 3 högga forystu á Emily Taylor sem heldur 2. sætinu á samtals 18 undir pari og í 3. sæti er Bonita Bredenhann frá Namibíu, sem búin er að spila á samtals 16 undir pari. Ein af þeim 60 sem komst í gegnum lokaniðurskurðinn er Cheyenne Woods og er hún ein Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2012 | 16:00

Asíutúrinn: Sergio Garcia sigraði á Johor Iskandar – Thaworn Wiratchant efstur á peningalista Asíutúrsins

Þrumur, eldingar og miklar rigningar urðu til þess að ákvörðun var tekin nú síðdegis að stytta Johor Iskandar Open í Malasíu í 54 holu mót. Þar með er ljóst að spænski kylfingurinn Sergio Garcia er sigurvegari mótsins.  Hann og Englendingurinn Jonathan Moore áttu glæsihringi í dag upp á 61 högg. Samtals spilaði Garcia á 18 undir pari, 198 höggum (68 69 61). Jonathan Moore varð í 2. sæti, 3 höggum á eftir Garcia á samtals 15 undir pari, 201 höggi  (69 71 61). Í 3. sæti varð Thongchai Jaidee frá Thaílandi á 14 undir pari, 202 höggum (66 71 65). Í 4. sæti varð síðan sænsk-indverski kylfingurinn Daníel Chopra, sem leiddi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2012 | 15:00

Frægir kylfingar: Clint Eastwood

Clint Eastwood fæddist 31. maí 1930 og varð því 82 ára á þessu ári. Hann er leikari en mikill áhugakylfingur líka. Meðal þekktustu hlutverka Eastwood eru eflaust sjónvarpsþættirnir um Rawhide (1959-1966) og Spagettívestrarnir m.a. „The man with no name.“ „Play Misty for me“ frá árinu 1971 var fyrsta myndin sem hann lék í og leikstýrði jafnframt, en upp frá því hefir hann leikstýrt flestum myndum sem hann hefir leikið í. Nýjasta kvikmynd Clint Eastwood, sem kom út á þessu ári er „Trouble with the curve.“ Allan kvikmyndaferil sinn var Clint þekktur af því að spila golf í tökuhléum. Á lista sem Golf Digest tók saman yfir bestu kylfinga í Hollywood Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2012 | 13:45

Sólskinstúrinn: Leik frestað vegna veðurs – Schwartzel svo gott sem búinn tryggja sér sigur á Alfred Dunhill Championship

Charl Schwartzel er svo til búinn að tryggja sér sigur á Alfred Dunhill Championship. Hann er samtals búinn að spila á 21 undir pari (67 64 64). Sá sem er næstur honum, Frakkinn Grégory Bourdy, er á samtals 13 undir pari og þarf því að vinna upp 9 högg á 9 holum þ.e. fá fugla á hverja holu eða treysta á að Charl geri einhver stórvægileg mistök! Ekki mikið útlit fyrir það! Nú fyrir nokkrum mínútum var mótinu frestað vegna veðurs og þá var síðasta holl, sem í eru m.a. Charl Schwartzel rétt búið að ljúka leik á fyrri 9.  Í dag er Charl Schwartzel á sléttu pari, fékk skolla Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2012 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Paul McGinley – 16. desember 2012

Það er írski kylfingurinn Paul McGinley og aðstoðarfyrirliði undanfarandi Ryder Cup liða Evrópu sem er afmæliskylfingur dagsins. McGinley er fæddur 16. desember 1966 og því 46 ára í dag. Meirihluti kraftaverkaliðs Evrópu í Medinah er á því að gera eigi McGinley að fyrirliða liðs Evrópu í Ryder Cup sem fram fer í Gleneagles, Skotlandi, 2014. Hafa heimsins besti Rory McIlroy og Pádraig Harrington m.a. tjáð sig um það nýlega að þeim finnist að velja eigi McGinley. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Steven Spray, 16. desember 1940 (72 ára);  Brian Clark, 16. desember 1963 (49 ára);  Cathy Johnston-Forbes, 16. desember 1963 (49 ára);  Brent Franklin, 16. desember 1965 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2012 | 11:00

LET: Spennan að ná hámarki á lokaúrtöku- mótinu í Marokkó – Ariya Jutanugarn frá Thaílandi efst þegar eftir á að spila 2 hringi

Þó Tinna „okkar“ Jóhannsdóttir, atvinnumaður úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, hafi ekki komist í gegnum niðurskurð á forúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröð kvenna í Marokkó, þá er lokaúrtökumótið enn í fullum gangi. Spennan er í hámarki þegar eftir er að spila 2 hringi. Í forúrtökumótinu, sem Tinna keppti í var þátttakendum skipt upp í 2 riðla: A- og B-riðil. Spilaðir voru 4 hringir og þar eftir skorið niður. Niðurskurður í B-riðli miðaðist við 6 yfir pari og munaði aðeins 2 höggum að Tinna kæmist áfram í lokaúrtökumótið. Í lokaúrtökumótinu eru spilaðir 5 hringir.  Efstu 45 úr forúrtökumótum A- og B-riðils, auk 51 stúlku af LET , eða samtals 141 stúlka, keppa um Lesa meira