Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2013: Matteo Delpodio (15. grein af 28)
Í dag verður hinn kylfingurinn kynntur sem varð í 14. sæti á lokaúrtökumóti Q-school Evrópumótaraðarinnar á PGA Catalunya golfstaðnum, í Girona á Spáni, dagana 24.-29. nóvember s.l…. Matteo Delpodio frá Ítalíu. Matteo fæddist 23. júní 1985 í Torínó á Ítalíu og er því 27 ára. Hann byrjaði næstum í golfi fyrir tilviljun þegar hann lenti í skíðaslysi og fótbraut sig. Hann sló bolta til þess að hafa ofan af fyrir sér meðan hann var í gifsi. Þegar fótbrotið var gróið fór hann á golfvöll og fékk síðan golfbakteríuna. Matteo byrjaði í Torino Golf Club La Mandria þegar hann var 16 ára, sama klúbbi og Molinari bræður eru í og sama Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2013: Brooke Pancake (12. grein af 27)
Pönnukaka er komin á LPGA!!! Í dag verður byrjað að kynna þær 6 stúlkur, sem deildu 11. sætinu á lokaúrtökumóti Q-school á Daytona Beach og flugu inn á LPGA: Marinu Stuetz, Caroline Masson, Austin Ernst, Brooke Pancake, Kim Welch og Kaylu Mortellaro. Byrjað verður á pönnukökunni okkar, Brooke Pancake (en pönnukaka var viðurnefni hennar í háskólagolfinu). Brooke Pancake fæddist 6. júní 1990 í Chattanooga, Tennessee og varð því 22 ára í ár. Hún byrjaði að spila golf 8 ára en það var afi hennar, Jimbo Eakin, sem kenndi henni. „Ég byrjaði svolítið seint miðað við alla toppkylfingana í dag. Ég var ekki komin á fullt í golfið fyrr en við 10 Lesa meira
Man nokkur eftir „kamarshögginu“ fræga?
Í Golf á Íslandi, 800 bls. stórvirki þeirra Steinars J. Lúðvíkssonar og Gullveigar Sæmundsdóttir, er m.a. rifjuð upp sagan af „kamarshögginu“ fræga og er það ein af mörgum skemmtilegum sögum í ritverkinu. Kamarshöggið var slegið á Íslandsmótinu á Akureyri 1961. Það var kylfingurinn góðkunni Hallgrímur Þorgrímsson (Halli Togga) sem sló höggið þannig að boltinn flaug í gegnum forláta kamar sem var á Jaðarsvelli, en heimamenn höfðu komið honum upp til hægðarauka fyrir keppendur. Segir svo í frásögn í Golf á Íslandi: „Vildi það gesti hússins (kamarsins) til lífs að hann sat en boltinn var í axlarhæð standandi manns. Halli varð að greiða manninum kappleikjargjaldið tilbaka en aumingja maðurinn var ófær um Lesa meira
LET: Ariya Jutanugarn efst í Q-school í Marokkó – Cheyenne Woods hlaut ekki kortið sitt á LET
Í dag lauk lokaúrtökumóti LET og hlutu efstu 30 stúlkurnar af 60 sem spiluðu lokahringinn á Al Maaden golfvellinum kortið sitt á Evrópumótaröð kvenna fyrir keppnistímabili 2013. Cheyenne Woods, frænka Tigers var því miður ein af þeim sem deildi 36. sætinu og hlaut því ekki fullan keppnisrétt á LET keppnistímabilið 2013. Hin 17 ára thaílenska Ariya Jutanugarn varð efst; spilaði hringina 5 á lokaúrtökumótinu á samtals 24 undir pari, 336 höggum (68 70 64 65 69) og setti m.a. vallarmet á 3. degi, sem jafnframt var persónulega besti hringur hennar til þessa. Þær 30 stúlkur sem hlutu fullan keppnisrétt á LET eru eftirfarandi: 1. Ariya Jutanugarn frá Thailandi; 2. Nikki Lesa meira
Ótrúlegt!!! Ryder Cup lið Evrópu var ekki valið lið ársins af BBC
Í gær fór fram val á liði ársins á BBC sjónvarpsstöðinni bresku og jafnframt var valinn íþróttamaður ársins. Íþróttamaður ársins í Bretlandi í ár er hjólreiðakappinn Bradley Wiggins og er hann vel að verðlaununum kominn. Val á liði ársins er hins vegar umdeildara, en valið var Team GB þ.e. lið Breta á Olympíuleikunum, sem fram fóru að þessu sinni í London. Mörgum finnst hreint ótrúlegt að töfralið Evrópu í Ryder bikarnum, sem sneri gjörtapaðri stöðu í einn magnaðasta sigur síðari tíma skuli ekki hafa verið valið. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá Ian Poulter og Justin Rose ræða við Gary Lineker um „kraftaverkið í Medinah“ eins og sögulegur umsnúningurinn í einni Lesa meira
Davis Love III og sonur hans Dru sigra í feðga-keppninni – myndskeið
„Loves conquer all“ er fyrirsögn fréttar á PGA um feðga-mótið (með Texas fyrirkomulagi) þ.e. PNC Father-Son Challenge, sem fram fór nú um helgina í Ritz Carlton golfklúbbnum í Orlandó, Flórída. Þar er vísað til sigurs Love-feðga Davis og Dru, en þeir sigruðu þá Larry Nelson, sem var að gera sér vonir um að verða næsti fyrirliði Bandaríkjamanna í Ryder Cup 2014 og son hans, Josh. Sigurhringur Love-feðga var upp á 11 undir pari 61 högg og áttu þeir 1 högg á Nelson-feðga, sem töpuðu því naumlega Larry Nelson og Josh hafa 2 sinnum áður sigrað í mótinu 2007 og 2008, en síðan var gert 3 ára hlé og var mótið nú Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Þór Gunnarsson – 17. desember 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Gunnar Þór Gunnarsson. Gunnar er fæddur 17. desember 1964. Hann er í þeim skemmtilega golffélagsskap Elítunni, sem er hópur 20 hressra kylfinga, sem flestir eru í GR. Meðlimir Elítunnar eru ekki grænir í golfi þótt félagsjakkinn sé það (eins og í öðrum frægum golfklúbbi :-)) en meðaltal forgjafar meðlima er 9,8. Afmæliskylfingurinn er með 9,4 í forgjöf. Elítan heldur m.a. úti vefsíðu sem sjá má með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Rocco Mediate, 17. desember 1962 (50 ára merkisafmæli!!!); Tim Clark, 17. desember 1975 (37 ára); Tracey Boyes, 17. desember 1981 (31 árs) ….. og ….. Hafdís Alda (15 ára!!!! Lesa meira
Sólskinstúrinn: Schwartzel náði ekki að slá met Tiger
Charl Schwartzel vann í gær með miklum 12 högga mun á Alfred Dunhill Championship á Leopard Creek golfvellinum í Malelane, Suður-Afríku. Vikuna þar áður á Thaíland Golf Championship á Asíutúrnum vann hann með 11 högga mun. Spurningin í gær var aldrei HVORT hinn 28 ára Schwartzel myndi sigra í mótinu og bæta þar með við 8. Evróputitli sínum, en Alfred Dunhill er samstarfsverkefni Sólskinstúrsins og Evrópumótaraðarinnar, heldur hvort honum myndi takast að slá met Tiger Woods, sem sigraði með 15 högga mun á næsta mann í Opna bandaríska 2000. Það er til dagsins í dag stærsti munur á kylfingi í 1. og 2. sæti í sögu Evrópumótaraðarinnar. Schwartzel hélt áfram frábærum Lesa meira
Síðasti heimslisti 2012 birtur í gær – Olesen og Coetzee spila á Masters
Í gær var birtur 52. og síðasti heimslisti ársins 2012, en hann er birtur vikurlega og endurspeglar hverjir eru heimsins bestu kylfingar á hverjum tíma. Röð efstu kylfinga er óbreytt: 1. sæti Rory McIlroy, 2. sæti Luke Donald, 3. sæti Tiger Woods, 4. sæti Justin Rose, 5. sæti Adam Scott, 6. sæti Louis Oosthuizen, 7. sæti Lee Westwood, 8. sæti Bubba Watson, 9. sæti Jason Dufner og 10. sæti Brandt Snedeker. Það sem vekur athygli er að Charl Schwartzel frá Suður-Afríku fór upp í 14. sætið fyrir glæsilegan sigur sinn í Malelane í Suður-Afríku á Alfred Dunhill mótinu nú um helgina, en hann var kominn upp í 23. sætið (úr 27. Lesa meira
Popovic með stór plön fyrir árið 2013
Frá því að Daniel Popovic sigraði á Australian PGA Championship í gær hefir hann haldið upp á sigurinn með vinum í alla nótt og tekið við ótal hamingjuóskum. Það má segja að ekki hafi verið vinsælli sigurvegari í 11 ára sögu mótsins á Coolum golfstaðnum í Ástralíu og Popovic var meira en ánægður að rétta mönnum, sem vildu drekka hans skál Joe Kirkwood silfurbikarinn – verðlaunagripinn í mótinu. Það fyrsta sem Popovic sagði eftir sigurinn var: „2013 verður algjörlega öðruvísi en ég var búinn að planleggja fyrir 2 vikum.“ Og það er hverju orði sannara. Í staðinn fyrir að fara í gegnum öll stig PGA ástralasíu túrsins í von um að Lesa meira










