Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2012 | 17:00

Sólskinstúrinn: Charl Schwartzel sigraði á Alfred Dunhill Championship

Charl Schwartzel frá Suður-Afríku sigraði glæsilega á „heimavelli“ þ.e. Leopard Creek golfvellinum í Malelane í Suður-Afríku nú rétt í þessu.

Búið var að fresta mótinu vegna veðurs en síðan stytti upp og var því fram haldið.

Schwartzel spilaði á samtals 24 undir pari, 264 höggum (67 64 64 69) og átti heil 12 högg á næsta keppanda, Svíann Kristoffer Broberg, sem var á 12 undir pari 276 höggum (70 69 67 70).

Fjórir kylfingar deildu 3. sætinu á 11 undir pari, þ.á.m. Grégory Bourdy frá Frakklandi.

Til þess að sjá úrslitin á Alfred Dunhill Championship SMELLIÐ HÉR: