Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2012 | 13:45

Sólskinstúrinn: Leik frestað vegna veðurs – Schwartzel svo gott sem búinn tryggja sér sigur á Alfred Dunhill Championship

Charl Schwartzel er svo til búinn að tryggja sér sigur á Alfred Dunhill Championship. Hann er samtals búinn að spila á 21 undir pari (67 64 64). Sá sem er næstur honum, Frakkinn Grégory Bourdy, er á samtals 13 undir pari og þarf því að vinna upp 9 högg á 9 holum þ.e. fá fugla á hverja holu eða treysta á að Charl geri einhver stórvægileg mistök! Ekki mikið útlit fyrir það!

Nú fyrir nokkrum mínútum var mótinu frestað vegna veðurs og þá var síðasta holl, sem í eru m.a. Charl Schwartzel rétt búið að ljúka leik á fyrri 9.  Í dag er Charl Schwartzel á sléttu pari, fékk skolla á 8. braut sem hann tók tilbaka með fugli á 9. braut, áður en leik var frestað.

Til þess að sjá stöðuna á Alfred Dunhill Championship þegar eftir á að leika 9 holur SMELLIÐ HÉR: