Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2012 | 20:00

Hver er kylfingurinn: Byron Nelson? (2/4) 16. grein af 24 um „The Match“

Hér verður fram haldið kynningu á einni af 4 aðalsöguhetjum í bók Mark Frost: “The Match – The day the game of golf changed forever.” Byron Nelson var annar af 2 atvinnumönnunum (hinn var Ben Hogan, sem þegar hefir verið kynntur) sem kepptu við tvo áhugamenn í fjórleik (þ.e. Ken Venturi og Harvie Ward sem einnig hafa þegar verið kynntir til sögunnar) vegna veðmáls milljónamæringanna Eddie Lowery og George Coleman, árið 1956, en Eddie taldi að enginn gæti sigrað tvo starfsmenn sína, áhugamennina Venturi og Ward í fjórleik. Coleman tók veðmálinu og mætti með þá Ben Hogan og Byron Nelson, sem er líkt og hann hefði mætt með Rory McIlroy og Luke Donald til að keppa við einhverja áhugamenn í dag.

Kynningin á Byron Nelson verður í 4 hlutum og fer 2. hlutinn hér í kvöld:

Helstu sigrar Byron Nelson í golfinu

Eftir að Byron Nelson gerðist atvinnumaður 1932 þá varð hann að bíða í 3 ár eftir fyrsta sigrinum sem kom árið 1935 á the New Jersey State Open. Hann fylgdi sigrinum eftir með sigri á the Metropolitan Open árið eftir. Hann vann það mót með $5 dollara í vasanum

Byron Nelson fyrsta risamót sitt The Masters árið 1937, átti þá 2 högg á Ralph Guldahl. Í því móti átti Byron hring upp á 66 sem þá var lægsta skor á the Masters og það met stóð þar til Raymond Floyd átti hring upp á 65 á the Masters árið 1976.  Byron vann 4 risamót í viðbót Opna bandaríska árið 1939, PGA Championship árið 1940 og 1945 og í annað sinn á the Masters 1942.

Byron Nelson glímdi við blóðstorknunarsjúkdóm, sem olli því að blóð hans storknaði 4 sinnum hægar en í venjulegu fólki, sem varð til þess að hann komst hjá herþjónustu í 2. heimstyrjöldinni. Stundum hefir því ranglega verið haldið fram að hann hafi verið blæðari, en það er ekki rétt. Byron Nelson vann alls 52 mót og hlaut Vardon Trophy árið 1939.  Hann spilaði í Ryder Cup liðum Bandaríkjanna 1937 og 1947 og var fyrirliði 1965.

Eftir árið 1946 dró Byron úr mótum sem hann spilaði á, þó hann hafi í mörg ár haldið áfram að mæta á the Masters bæði sem keppandi og síðar sem sá sem tók heiðursupphafshöggið.

Metárið 1945

Árið 1945 var metár hjá Byron Nelson en hann vann 18 af 35 mótum á PGA Tour sem hann tók þátt í þar af 11 mót í röð. Hann á þau met enn, engum hefir enn tekist að slá þau …. og verður eflaust langt í það. Byron Nelson missti hins vegar af mörgum tækifærum til sigra á þessu blómaskeiði sínu vegna heimstyrjaldarinnar og vann aðeins PGA Championship 1945.  Menn hafa mikið rætt um hversu marktækur þessi árangur Byron hafi verið því PGA Tour skorti marga af sínum bestu kylfingum vegna stríðsins. Á móti kemur að bestu kylfingar þess tíma Ben Hogan og Sam Snead spiluðu a.m.k. þetta mikla metár Byron á túrnum. Þeir báðir,  Snead og Hogan unnu líka oftar en 1 sinni á PGA árið 1945. Á þessu ári varð Byron Nelson 7 sinnum í 2. sæti og setti met hvað snerti meðaltalsskor  (68.33 á 18 holur) en það met stóð til ársins 2000 þegar Tiger setti nýtt.

Þetta ár er þekkt sem besta ár kylfings á PGA Tour og Arnold Palmer hefir sagt: „Ég hugsa ekki að nokkur muni nokkru sinni ná því sem Byron gerði að sigra 11 sinnum í röð á einu ári.“  Tiger Woods hefir sagt að þetta ár, 1945, sé eitt besta ár íþróttasögunnar.

Heimild: Wikipedia