Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2012 | 16:55

Nýju stúlkurnar á LPGA 2013: Lauren Doughtie (11. grein af 27)

Í dag verður 1 af 7 stúlkum kynnt sem varð í  17. sæti á lokaúrtökumóti LPGA sem fram fór á Daytona Beach í Flórída, dagana 28. nóvember – 2. desember 2012. Stúlkurnar 7 fóru í bráðabana um lausu sætin 4 (þ.e. 17., 18., 19. og 20. sætið) en aðeins efstu 20 stúlkurnar á lokaúrtökumótinu hlutu full keppnisréttindi á LPGA fyrir keppnistímabilið 2013.  Þær 3 óheppnu sem töpuðu í bráðabananum, Breanna Elliott, Kelly Jacques og Jiayn Li hafa þegar verið kynntar, sem og þrjár af þeim heppnu, Irene Cho, Taylore Karle og Nicole, sem hlutu full keppnisréttindi.  Í dag verður sú síðasta kynnt sem varð í 17. sæti, bandaríska stúlkan Lauren Doughtie.

Á morgun verður hafist handa við að kynna stúlkurnar 6, sem deildu 11. sætinu og flugu inn á LPGA: Marinu Stuetz, Caroline Masson, Austin Ernst, Brooke Pancake, Kim Welch og Kaylu Mortellaro.

Lauren Doughtie fæddist í dag, 16. desember árið 1986 í Williamston, Norður-Karólínu og er því 26 ára. Hún er dóttir Mike og Susan Doughtie og á eina eldri systur, Ashley,  Lauren útskrifaðist frá NC State með gráðu í viðskiptafræði árið 2009 og spilaði öll 4 ár sín með Wolfpack háskólaliðinu. Sjá má afrek Lauren í bandaríska háskólagolfinu með því að SMELLA HÉR: 

Strax að lokinni útskrift árið 2009 komst Lauren á Futures (nú Symetra) Tour þar sem hún hefir spilað s.l. 3 ár. Sem áhugamaður vann hún m.a. Virginia Women’s State Amateur Championship, árið 2008.

Næsta ár mun Lauren í fyrsta sinn keppa á LPGA þar sem hún var ein af þeim 4 heppnu sem kræktu sér í síðustu sætin í gegnum lokaúrtökumót Q-school LPGA!