Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2012 | 15:00

Frægir kylfingar: Clint Eastwood

Clint Eastwood fæddist 31. maí 1930 og varð því 82 ára á þessu ári. Hann er leikari en mikill áhugakylfingur líka. Meðal þekktustu hlutverka Eastwood eru eflaust sjónvarpsþættirnir um Rawhide (1959-1966) og Spagettívestrarnir m.a. „The man with no name.“ „Play Misty for me“ frá árinu 1971 var fyrsta myndin sem hann lék í og leikstýrði jafnframt, en upp frá því hefir hann leikstýrt flestum myndum sem hann hefir leikið í. Nýjasta kvikmynd Clint Eastwood, sem kom út á þessu ári er „Trouble with the curve.“

Allan kvikmyndaferil sinn var Clint þekktur af því að spila golf í tökuhléum. Á lista sem Golf Digest tók saman yfir bestu kylfinga í Hollywood árið 2007 var Clint sagður vera með 14,4 í forgjöf og Clint er svo sannarlega með betri kylfingum í Hollywood.

Clint Eastwood er tvíkvæntur og á 7 börn.

Clint Eastwood

Sem 21 árs liðsmaður Bandaríkjahers í Fort Ord í Monterey Kaliforníu spilaði Clint Eastwood af og til golf í Pacific Grove. En til þess að halda upp á endurkomu vinar úr kóreanska stríðinu spiluðu félagarnir fyrsta hring beggja á Pebble Beach. Fjörutíu og átta árum síðar keyptu Clint Eastwood og hópur vina hans, þ.á.m. Arnold Palmer golfvellina á Pebble Beach fyrir $ 820 milljónir. „Okkur fannst bara að bandarískur golfstaður eins og Pebble Beach ætti að vera í eigu Bandaríkjamanna,“ sagði Clint Eastwood í viðtali við Golf Digest 2004.

Clint Eastwood varð 82 árs á þessu ári og spilar enn daglega golf á golfvelli sínum í Tehama, í Carmel, Kaliforníu.  Komast má á heimasíðu Tehama golfvallar Clint Eastwood með því að SMELLA HÉR: