Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2012 | 16:00

Asíutúrinn: Sergio Garcia sigraði á Johor Iskandar – Thaworn Wiratchant efstur á peningalista Asíutúrsins

Þrumur, eldingar og miklar rigningar urðu til þess að ákvörðun var tekin nú síðdegis að stytta Johor Iskandar Open í Malasíu í 54 holu mót.

Þar með er ljóst að spænski kylfingurinn Sergio Garcia er sigurvegari mótsins.  Hann og Englendingurinn Jonathan Moore áttu glæsihringi í dag upp á 61 högg.

Sergio Garcia

Samtals spilaði Garcia á 18 undir pari, 198 höggum (68 69 61). Jonathan Moore varð í 2. sæti, 3 höggum á eftir Garcia á samtals 15 undir pari, 201 höggi  (69 71 61).

Í 3. sæti varð Thongchai Jaidee frá Thaílandi á 14 undir pari, 202 höggum (66 71 65). Í 4. sæti varð síðan sænsk-indverski kylfingurinn Daníel Chopra, sem leiddi eftir 2. hring en hann lauk keppni á 13 undir pari, 203 höggum (68 66 69).

Í 5. sæti varð síðan sá sem krýndur var efsti maður peningalistans á Asíutúrnum í dag, Thaworn Wiratchant frá Thaílandi, en hann lék á 11 undir pari, 205 höggum  (71 69 65). Wiratchant deildi 5. sætinu með Masanori Kobayashi frá Japan (71 67 67);  Angelo Que frá Filipseyjum  (67 70 68) Antonio Lascuna frá Filipseyjum (68 68 69) og Chapchai Nirat frá Thailandi  (68 67 70).

Til þess að sjá úrslitin í heild SMELLIÐ HÉR: