
Asíutúrinn: Sergio Garcia sigraði á Johor Iskandar – Thaworn Wiratchant efstur á peningalista Asíutúrsins
Þrumur, eldingar og miklar rigningar urðu til þess að ákvörðun var tekin nú síðdegis að stytta Johor Iskandar Open í Malasíu í 54 holu mót.
Þar með er ljóst að spænski kylfingurinn Sergio Garcia er sigurvegari mótsins. Hann og Englendingurinn Jonathan Moore áttu glæsihringi í dag upp á 61 högg.
Samtals spilaði Garcia á 18 undir pari, 198 höggum (68 69 61). Jonathan Moore varð í 2. sæti, 3 höggum á eftir Garcia á samtals 15 undir pari, 201 höggi (69 71 61).
Í 3. sæti varð Thongchai Jaidee frá Thaílandi á 14 undir pari, 202 höggum (66 71 65). Í 4. sæti varð síðan sænsk-indverski kylfingurinn Daníel Chopra, sem leiddi eftir 2. hring en hann lauk keppni á 13 undir pari, 203 höggum (68 66 69).
Í 5. sæti varð síðan sá sem krýndur var efsti maður peningalistans á Asíutúrnum í dag, Thaworn Wiratchant frá Thaílandi, en hann lék á 11 undir pari, 205 höggum (71 69 65). Wiratchant deildi 5. sætinu með Masanori Kobayashi frá Japan (71 67 67); Angelo Que frá Filipseyjum (67 70 68) Antonio Lascuna frá Filipseyjum (68 68 69) og Chapchai Nirat frá Thailandi (68 67 70).
Til þess að sjá úrslitin í heild SMELLIÐ HÉR:
- janúar. 15. 2021 | 09:00 PGA: 3 efstir & jafnir e. 1. dag Sony Open
- janúar. 15. 2021 | 08:00 Angel Cabrera handtekinn af Interpol í Brasilíu
- janúar. 14. 2021 | 20:49 Svar Kevin Kisners við því hvort hann geti sigrað hvar sem er
- janúar. 14. 2021 | 20:00 PGA: Pebble Beach mótið spilað án áhugamannanna vegna Covid
- janúar. 14. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Henriksen og Gunnar Smári Þorsteinsson – 14. janúar 2021
- janúar. 14. 2021 | 10:00 GSÍ: Reglur varðandi framkvæmd æfingar og keppni á Covid tímum
- janúar. 14. 2021 | 08:00 GR: Þórður Rafn nýr íþróttastjóri GR! Haukur Már kemur inn í þjálfarateymið!
- janúar. 14. 2021 | 07:00 LPGA: Yealimi Noh, meðal þeirra sem eru nýliðar aftur 2021!
- janúar. 13. 2021 | 18:00 PGA: Áhorfendum fækkað á Phoenix Open og grímuskylda!
- janúar. 13. 2021 | 16:30 Áskorendamótaröð Evrópu: Mótum í S-Afríku frestað
- janúar. 13. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðjón Frímann Þórunnarson – 13. janúar 2020
- janúar. 13. 2021 | 13:00 Evróputúrinn: Boðskortin á Sádí International
- janúar. 13. 2021 | 10:00 Sonur Gary Player hvetur föður sinn til að skila Trump frelsisorðunni
- janúar. 13. 2021 | 08:00 Vegas með Covid
- janúar. 12. 2021 | 20:00 Paige Spiranac svarar fyrir sig