
LET: Spennan að ná hámarki á lokaúrtöku- mótinu í Marokkó – Ariya Jutanugarn frá Thaílandi efst þegar eftir á að spila 2 hringi
Þó Tinna „okkar“ Jóhannsdóttir, atvinnumaður úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, hafi ekki komist í gegnum niðurskurð á forúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröð kvenna í Marokkó, þá er lokaúrtökumótið enn í fullum gangi. Spennan er í hámarki þegar eftir er að spila 2 hringi.
Í forúrtökumótinu, sem Tinna keppti í var þátttakendum skipt upp í 2 riðla: A- og B-riðil. Spilaðir voru 4 hringir og þar eftir skorið niður. Niðurskurður í B-riðli miðaðist við 6 yfir pari og munaði aðeins 2 höggum að Tinna kæmist áfram í lokaúrtökumótið.
Í lokaúrtökumótinu eru spilaðir 5 hringir. Efstu 45 úr forúrtökumótum A- og B-riðils, auk 51 stúlku af LET , eða samtals 141 stúlka, keppa um þau 30 kort, sem í boði eru og fullan keppnisrétt á LET, sem þeim fylgir fyrir keppnistímabilið 2013.
Eftir daginn í dag þ.e. 4. dag lokaúrtökumótsins er skorið niður og aðeins 60 stúlkur fá að keppa um kortin 30 á lokahringnum, sem spilaður verður á Al Maaden golfvellinum, í Marrakesh, Marokkó, mánudaginn 17. desember 2012.
Sú sem er efst eftir 3. dag lokaúrtökumótsins er 17 ára stúlka frá Thailandi, Ariya Jutanugarn, sem átti sinn besta hring á ferlinum 8 undir pari, 64 högg í gær og jafnaði auk þess vallarmet Amelkis golfvallarins, sem hún keppti á. Samtals er Ariya á 14 undir pari, 202 höggum (68 70 64) eftir 3 hringi og á 1 högg á ensku stúlkuna Emily Taylor, sem er í 2. sæti.
Ariya er systir Moriyu Jutanugarn, sem varð í 1. sæti í lokaúrtökumóti Q-school LPGA og því verður að telja að við eigum eftir að heyra meira frá þeim systrum Ariyu og Moriyu í framtíðinni!!!
Ariya var mjög afslöppuð eftir glæsihring sinn.
„Í dag var járnaspilið mitt mjög gott og ég sló nálægt pinna. Ég setti niður mikið af púttum en missti samt stutt 1 metra pútt á par-5, 15. brautinni. Ég púttaði of veikt og missti það,“ sagði Ariya.
„En ég er mjög ánægð vegna þess að ég var að pútta svo illa í gær. Ég missti 4 feta pútt 4 sinnum í röð og leið svo illa. Í gær vann ég mikið í púttunum og í dag voru þau betri.“
„Ég er afslöppuð vegna þess að í gær (þ.e. fyrradag) var ég ekki að spila mjög vel en var á 2 undir pari. Mér fannst eins og allar hér væru að spila svo vel þannig að ég yrði að vinna það upp. Mér líður miklu betur nú.“
Bonita Bredenhann 20 ára frá Namibíu jafnaði líka vallarmetið á Amelkis golfvellinum í gær á besta hring ferils hennar til þessa 8 undir pari, 64 höggum og er nú á samtals 11 undir pari og deilir 3. sætinu ásamt spænsku stúlkunni Virginíu Espejo. Bonita hefir unnið hart að því að komast á LET. Hún fluttist frá Namibíu 15 ára til Suður-Afríku til þess að geta spilað á keppnisvöllunum þar. Svo reyndi hún fyrir sér í Q-school LET fyrr á árinu, til þess að prófa hvernig væri að vera í þeirri keppni. Komist Bonita í gegnum niðurskurð og verði hún ein af þeim 30 á mánudaginn sem hljóta kortið sitt á LET verður hún fyrst kvenkylfinga frá Namibíu til þess að spila á LET.
Það ekki bara á Alfred Dunhill, sem draumahöggin eru slegin. Bandaríska stúlkan Mallory Fraiche fór holu í högi á 15. braut Al Maaden golfvallarins, þegar hún kom í hús í dag á 66 höggum og deilir nú 5. sætinu í mótinu með áströlsku stúlkunum Söruh King og Nikki Campbell á 10 undir pari.
Sænski kylfingurinn Viva Schlasberg fór holu í höggi á 17. braut Amelkis og notaði til þess pitching wedge og færði sjálfri sér þannig fullkomna afmælisgjöf en hún átti 26 ára afmæli, þó hún sé sem stendur utan niðurskurðarlínu á sléttu pari, en niðurskurður er sem stendur miðaður við 1 undir pari.
Það verður spennandi að sjá hverjar komast í gegnum niðurskurðinn í dag og spila í 60 stúlkna lokaúrslitum um þau 30 kort, sem eru í boði. Skyldi Cheyenne Woods, frænka Tigers og fyrrverandi liðsfélagi Ólafíu „okkar“ Þórunnar Kristinsdóttur, GR, í Wake Forest t.a.m. komast áfram? Það er bara að fylgjast með hér á Golf 1.is – eina golffréttavefnum hér á landi, þar sem verið er að skrifa um lokaúrtökumót LET í Marokkó í augnablikinu!
Heimild: LET
- mars. 31. 2023 | 16:30 Gary Player þarf að „grátbiðja“ til að fá að spila á Augusta National
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 23. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kristín Sigurbergsdóttir – 23. mars 2023
- mars. 22. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Peter McEvoy og Davíð Arthur Friðriksson – 22. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore