Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2012 | 10:30

Lið Asíu sigraði í Royal Trophy

Lið Asíu vann 2. sigur sinn í Royal Trophy en liðið hefir aðeins unnið 1 sinni, 2009 meðan lið Evrópu hefir sigrað 4 sinnum. Eftir að hafa verið undir 3 1/2 gegn 1/2 vinningi á föstudeginum var lið Asíu í mikilli sókn í gær og náði í 3 vinninga á móti 1 vinningi Evrópu. Staðan sem sagt 4 1/2 – 3 1/2 fyrir 8 tvímenningsleiki dagsins í dag, Evrópu í vil. José Maria Olázabal fyrirliði Evrópu varð að draga sig úr keppni vegna meiðsla í hálsvöðva þannig að ákveðið var fyrirhugaður leikur hans við Bae Sang-moon frá Suður-Kóreu skyldi falla á jöfnu. Fyrirliði liðs Asíu, Joe Ozaki var búinn að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2012 | 10:00

Asíutúrinn: Sergio Garcia að slá í gegn á 3. degi Johor Iskandar – lék á 11 undir pari – 61 höggi!!!

Í Horizon Hills Golf & Country Club í Johor Bahru, Malasíu  fer fram dagana 13.-16. desember 2012 Iskandar Johor Open. Slæmt veður hefir sett strik í reikninginn og hafa orðið miklar tafir í mótinu. Á 3. degi mótsins var það spænski kylfingurinn Sergio Garcia sem fór á kostum, átti hring upp á 61 högg!!!  Hringurinn var frábær en hann deildi bara lægsta skori dagsins með Englendingnum, Jonathan Moore, sem einnig átti hring upp á 61 högg og er nú í 2. sæti, 3 höggum á eftir Garica. Samtals er Garcia búinn að spila á 18 undir pari, 198 höggum (68 69 61). Jonathan Moore eer hins vegar á 15 undir pari (69 71 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2012 | 09:00

Daníel Popovic sigraði á Australian PGA Championship

Það var ástralski kylfingurinn Daníel Popoivc sem sigraði á Australian PGA Championship og er þetta fyrsti sigur hans á ástralska PGA. Popovic vann með 4 högga mun á þá sem næstir komu, landa sína Anthony Brown og Rod Pampling.  Samtals lék Popovic á  16 undir pari, 272 höggum (64 70 69 69). Þeir Anthony Brown og Rod Pampling voru á samtals 12 undir pari, 276 höggum hvor; Brown (73 68 64 71) og Pampling (71 67 69 69).. Fjórða sætinu deildu þeir Geoff Ogilvy og Brad Kennedy á 11 undir pari og í 6. sæti voru Green-arnir áströlsku; Nathan og Richard á samtals 10 undir pari. Níu kylfingar deildu síðan Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2012 | 08:00

Staðan 4 1/2 -3 1/2 Evrópu í vil á Royal Trophy

Staðan er 4 1/2 -3 1/2 í Royal Trophy Evrópu í vil eftir fjórboltaleiki laugardagsins, en lið Asíu er heldur betur í sókn. Lið Evrópu er nú aðeins með 1 vinnings forskot fyrir 8  tvímenningsleiki dagsins í dag, sem spilaðir verða í  Empire Country Club í Brunei . Lið Evrópu, undir forystu Jose Maria Olazabal þarfnast 4 vinninga til þess að tryggja sér sigurinn, þ.e. helmingur leikjanna í dag þarf að vinnast, en til þess að lið Asíu sigri þurfa þeir að sigra í 5 leikjum af 8. Lið Asíu hefir aðeins 1 sinni unnið Royal Trophy þ.e. árið 2009 en lið Evrópu 4 sinnum. Afmælisbarn gærdagsins Jeev Milkha Singh Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2012 | 07:00

Sólskinstúrinn: Keith Horne fékk ása tvo daga í röð á Alfred Dunhill og vann nýjan BMW

Kylfingurinn Keith Horne frá Suður-Afríku fór tvívegis holu í höggi, dag eftir dag á Alfred Dunhill Championship og keyrði því í burtu með verðlaunin á þeirri holu, glænýjan BMW. Það var á par-3, 12. holu Leopard Creek golfvallarins sem hinn 41 árs Horne var svona heppinn. „Ótrúlegt. Þetta var með sömu kylfu en vindurinn var ekki sá sami í bæði skiptin, þannig að ég varð að slá fullt högg með 8-járninu í seinna skiptið,“ sagði Horne. „Þetta var í holu allan tíma, það leit aldrei út að hann myndi fara framhjá. Þetta gekk allt miklu hraðar en í gær, þannig að ég gat ekki dáðst að þessu eins mikið, en Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 15. 2012 | 23:15

Hver er kylfingurinn: Byron Nelson? (1/4) 15. grein af 24 um „The Match“

Hér verður fram haldið kynningu á einni af 4 aðalsöguhetjum í bók Mark Frost: “The Match – The day the game of golf changed forever.” Byron Nelson var annar af 2 atvinnumönnunum (hinn var Ben Hogan, sem þegar hefir verið kynntur) sem kepptu við tvo áhugamenn í fjórleik (þ.e. Ken Venturi og Harvie Ward sem einnig hafa þegar verið kynntir til sögunnar) vegna veðmáls milljónamæringanna Eddie Lowery og George Coleman, árið 1956, en Eddie taldi að enginn gæti sigrað tvo starfsmenn sína, áhugamennina Venturi og Ward í fjórleik. Coleman tók veðmálinu og mætti með þá Ben Hogan og Byron Nelson, sem er líkt og hann hefði mætt með Rory McIlroy og Luke Donald til að keppa við einhverja áhugamenn í dag. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 15. 2012 | 22:15

Alli kona PGA kylfingsins Will MacKenzie

Það er fáar sem hafa hætt sér í jafn „heitar“ myndatökur fyrir FHM þ.e.  For Him Magazine og eiginkona PGA kylfingsins Will MacKenzie, Alli Spencer.  Myndirnar voru reyndar teknar 2008 og þá voru þau hjónakornin enn kærestupar. Will sem heitir fullu nafni William Ruggles MacKenzie er fæddur 28. september 1974 og því 38 ára.  Hann er frá Greensville, Norður-Karólínu. Will gerðist atvinnumaður í golfi fyrir 12 árum, þ.e. árið 2000 og á að baki 2 sigra á PGA Reno Taho, 2006 og Viking Classic 2008. Í dag býr hann með Alli og syni þeirra hjóna, Marverick Noah, í Jupiter, Flórída. Hér má sjá myndirnar af Alli fyrir FHM SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 15. 2012 | 20:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum: David Higgins (13. grein af 28)

Nú hafa kynntir verið kynntir 3 af þeim 4, sem urðu í 16. sæti í lokaúrtökumóti Q-school Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór í Girona, á Spáni  24. -29. nóvember 2012;  þ.e. Daninn Morten Örum Madsen, Englendingurinn Chris Lloyd og Svíinn Michael Johnson. Í dag verður sá síðasti kynntur þ.e. David Higgins.  David William Higgins fæddist 1. desember 1972 í Cork á Írlandi og er því nýorðinn 40 ára. Hann er sonur Liam Higgins sem spilaði m.a. á  European Seniors Tour. David var einn af bestu áhugamönnum Íra fyrir 21 árs aldurinn. Eftir að hann vann m.a. Pádraig Harrington í holukeppni í Suður-Íralndi og sigraði í Irish Amateur Close championships ákvað Higgins að gerast atvinnumaður Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 15. 2012 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2013: Nicole Jeray (10. grein af 27)

Í dag verða 1 af 7 stúlkum kynnt sem urðu í  17. sæti á lokaúrtökumóti LPGA sem fram fór á Daytona Beach í Flórída, dagana 28. nóvember – 2. desember 2012. Þessar 7 stúlkur fór í bráðabana um lausu sætin 4, en aðeins efstu 20 hlutu full keppnisréttindi á LPGA fyrir keppnistímabilið 2013.  Þær 3 óheppnu sem töpuðu í bráðabananum, Breanna Elliott, Kelly Jacques og Jiayn Li hafa þegar verið kynntar, sem og tvær af þeim heppnu, Irene Cho og Taylore Karle, sem hlutu full keppnisréttindi.  Í dag verður enn ein af þeim heppnu kynnt…. Nicole Jeray. Nicole fæddist 11. október 1970 og er því 42 ára.  Nicole byrjaði að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 15. 2012 | 16:00

Sólskinstúrinn: Charl Schwartzel með yfirburðaforystu fyrir lokahringinn á Alfred Dunhill Championship

Charl Schwartzel átti glæsilegan hring á 3. degi Alfred Dunhill mótsins á Leopard Creek golfvellinum í Malelane, Suður-Afríku. Hann lék á 8 undir pari, 64 höggum fékk 10 fugla, 6 pör og 2 skolla.  Samtals er Schwartzel búinn að spila á 21 undir pari, 195 höggum (67 64 64). Í 2. sæti, 10 höggum á eftir Schwartzel er Frakkinn Grégory Bourdy.  Hann lék á 2 yfir pari, 74 höggum í dag og er samtals búinn að spila á 11 undir pari, 205 höggum (66 65 74). Charl  Schwartzel sigraði um síðustu helgi á Thaíland Golf Championship með 11 högga mun á næsta mann og virðist líklegur til að ætla að Lesa meira