Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2012 | 16:30

LET: Ariya Jutanugarn eykur forystu sína í Marokkó

Nú er ljóst hvaða 60 stúlkur spila um eitt af  30 kortum á LET og fullan keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna árið 2013 á morgun.

Í efsta sæti er 17 ára stúlka, Ariya Jutanugarn, sem er aldeilis búin að slá í gegn – er búin að spila á samtals 21 undir pari, 267 höggum (68 70 64 65).

Ariya er með 3 högga forystu á Emily Taylor sem heldur 2. sætinu á samtals 18 undir pari og í 3. sæti er Bonita Bredenhann frá Namibíu, sem búin er að spila á samtals 16 undir pari.

Ein af þeim 60 sem komst í gegnum lokaniðurskurðinn er Cheyenne Woods og er hún ein þeirra sem mun reyna að spila um kortið eftirsótta á LET. Staða hennar er samt ekkert of góð því hún er í 46. sæti og þarf að bæta sig um 3 högg miðað við núverandi stöðu.

Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurð eru Jacqueline Hedwall, tvíburasystir Caroline Hedwall og franski kylfingurinn Melodie Bourdy, sem er systir Grégory Bourdy, sem nú er í 2. sæti á Alfred Dunhill Championship í Suður-Afríku.

Til þess að sjá stöðuna fyrir lokahring lokaúrtökumóts LET SMELLIÐ HÉR: