Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2012 | 18:40

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2013: Björn Åkesson (14. grein af 28)

Í dag verður annar af tveimur kylfingum kynntir sem deildu með sér 14. sætinu á lokaúrtökumóti Q-school Evrópumótaraðarinnar sem fram fór á PGA Catalunya golfstaðnum í Girona, Spáni, dagana 24.-29. nóvember s.l.

Í dag verður byrjað á Svíanum Björn Åkesson. 

Björn Åkesson fæddist 4. janúar 1989 í Malmö, Svíþjóð og er því 23 ára.  Hann spilaði íshokkí, fótbolta og golf sem krakki en einbeitti sér að golfinu vegna hæðar sinnar. Gefum Birni orðið: „Þegar ég var um 14 ára gamall uxu allir strákarnir í kringum mig en ég var eitthvað seinþroska, Ég fór úr því að vera virkilega góður íshokkímaður í miðlungs. Þannig að það var meira gaman í golfi vegna þess að ég var góður og stærðin skipti engu máli.“

Björn byrjaði að spila golf þegar pabbi hans fór með hann og bræðurnar á par-3 golfvöll nálægt heimili þeirra og var farinn að spila á fullvaxta golfvelli við 9 ára aldurinn. Hann segist hafa varið hverju sumri frá því snemma á morgnanna til seint á kvöldin síðan þá á golfvellinum.

Björn hefir verið í sænska landsliðinu frá 15 ára aldri og komst áfram í gegnum Nordea Tour 2010, þar sem hann varð 2. á peningalistanum og var síðan í 2 keppnistímabil á Áskorendamótaröðinni.

Heima í Svíþjóð er Björn félagi í Bärseback golfklúbbnum og viðurkennir að sér finnist enn gaman að íshokkí en spili ekki svo mikið vegna þess að það sé svo auðvelt að meiðast.  Björn var í bandaríska háskólagolfinu; lék með Arizona State öll 4 ár sín í námi. Hann gerðist atvinnumaður 2009, tvítugur að aldri. Hann spilar sem stendur á Alfred Dunhill Championship í Suður-Afríku og gengur bara vel er á samtals 5 undir pari, fyrir lokahringinn. Björn er sem stendur nr. 422 á heimslistanum.

Meðal áhugamála Björns eru íþróttir almennt, sérstaklega skíði fyrir utan golfið sem og að vera með fjölskyldu og vinum.

Björn er búinn að reyna að komast á Evrópumótaröðina allt frá því hann gerðist atvinnumaður 2009, en hann tók þátt í Q-school 2009, 2010 og 2011 en það er ekki fyrr en núna sem allt smellur, eftir mikla reynslu á Nordea og Áskorendamótaröðinni!